Hag­sjá: Fast­eigna­verð tók sjald­gæf­an kipp í sept­em­ber

Samkvæmt tölum Þjóðskrár hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,6% milli ágúst og september. Verð á fjölbýli hækkaði um 0,7% og verð á sérbýli hækkaði um 0,2%. Þetta er mesta hækkun á fjölbýli frá því í febrúar á þessu ári. Verð á fjölbýli hefur hækkað um 3,4% á síðustu 12 mánuðum og verð á sérbýli um 4,4%. Árshækkun húsnæðisverðs nemur 3,9% sem er lægsti hækkunartaktur frá því vorið 2011.
17. október 2018

Samantekt

Samkvæmt tölum Þjóðskrár hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,6% milli ágúst og september. Verð á fjölbýli hækkaði um 0,7% og verð á sérbýli hækkaði um 0,2%. Þetta er mesta hækkun á fjölbýli frá því í febrúar á þessu ári. Verð á fjölbýli hefur hækkað um 3,4% á síðustu 12 mánuðum og verð á sérbýli um 4,4%. Árshækkun húsnæðisverðs nemur 3,9% sem er lægsti hækkunartaktur frá því vorið 2011.

Veruleg hækkun fasteignaverðs á síðustu misserum hefur orðið samhliða lágri verðbólgu og reyndar var verðbólga án húsnæðis lengi neikvæð, eða allt þar til í maímánuði síðastliðnum. Raunhækkun húsnæðisverðs mæld á föstu verðlagi án húsnæðis hefur því verið mikil, en verulega hefur þó hægt á árshækkuninni síðustu mánuði. Þannig var raunverð fasteigna nú í september um 2,1% hærra en það var í september 2017. Þar sem verðbólga er enn tiltölulega lág helst raunverð fasteigna stöðugt, þrátt fyrir hóflegar hækkanir. Hækkun raunverðs síðustu 12 mánuði er verulega minni en árin þar á undan. Samsvarandi tölur voru 23,5% fyrir 2017 og 12,6% fyrir 2016.

Fjöldi viðskipta með húsnæði á höfuðborgarsvæðinu hefur verið nokkuð stöðugur í sumar og mun meiri en á síðasta ári. Meðalfjöldi viðskipta síðustu 4 mánuði fram til september var um 660 viðskipti til samanburðar við u.þ.b. 530 viðskipti á sama tíma á síðasta ári og um 590 á árinu 2016. Sumarið hefur því verið vel notað til fasteignaviðskipta.

Sífellt er rætt um mikla þörf fyrir íbúðarhúsnæði. Framboð nýrra íbúða hefur aukist mikið upp á síðkastið. Sé litið á skiptingu viðskipta milli nýrra og eldri íbúða samkvæmt gögnum Þjóðskrár má sjá að hlutfall nýrra íbúða af viðskiptum var mun hærra á fyrstu 8 mánuðum ársins en á síðasta ári. Á þessu ári hafa um 17% viðskipta með fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu verið með nýja íbúðir. Segja má að þessi aukna hlutdeild nýrra íbúða haldi fasteignaverðinu uppi þar sem fermetraverð á þeim nýju var 16% hærra en á þeim eldri á þessu tímabili. Aukið hlutfall nýrra íbúða af viðskiptum felur að jafnaði í sér að meðalfermetraverð verður hærra en ella.

Viðskiptum með fasteignir fækkaði á milli áranna 2016 og 2017. Eftir fyrstu 9 mánuðina í ár eru meðalviðskipti á mánuði orðin álíka mikil og á árinu 2016. Munurinn felst fyrst og fremst í meiri viðskiptum með fjölbýli og þar á aukið framboð nýrra íbúða stóran þátt. Í sögulegu samhengi hefur fasteignamarkaðurinn verið mjög rólegur allt síðasta ár. Sé litið til tímabilsins frá aldamótum hefur meðalhækkun fasteignaverðs á ári verið í kringum 9% og meðalhækkun raunverðs um 5%. 3,4% nafnverðs á einu ári og 2,1% hækkun raunverðs eru langt fyrir neðan áðurnefnt langtímameðaltal.

Miklar breytingar eru ekki fyrirsjáanlegar í þessum efnum. Aukið framboð og sala nýrra íbúða mun væntanlega halda íbúðaverði uppi og reikna má með að óvissa í tengslum við kjarasamninga á næstu mánuðum muni halda markaðnum á rólegri endanum.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Fasteignaverð tók sjaldgæfan kipp í september (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Flugvöllur, Leifsstöð
19. des. 2024
Verðbólga stendur í stað á milli mánaða
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,39% á milli mánaða í desember, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga stendur því í stað í 4,8%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði komin niður í 3,9% í mars.
Símagreiðsla
17. des. 2024
Kröftug kortavelta í aðdraganda jóla 
Kortavelta landsmanna færist enn í aukana þrátt fyrir hátt vaxtastig. Innlán heimila hafa vaxið og yfirdráttur ekki aukist. Erlendir ferðamenn hér á landi eyða líka þó nokkuð fleiri krónum en á sama tíma í fyrra. 
Greiðsla
16. des. 2024
Munu lægri vextir leiða til meiri neyslu?
Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferlið í október með 25 punkta lækkun og fylgdi því eftir með 50 punkta lækkun í nóvember. Þetta gerði bankinn rétt fyrir mestu neyslutíð ársins, með öllum sínum tilboðsdögum og jólainnkaupum.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
16. des. 2024
Vikubyrjun 16. desember 2024
Í vikunni fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS og vísitölu neysluverðs frá Hagstofunni en við gerum ráð fyrir lítilsháttar hjöðnun verðbólgu úr 4,8% í 4,7%. Um 9,3% fleiri erlendir ferðamenn komu til landsins í nóvember en á sama tíma í fyrra og skráð atvinnuleysi var 0,3 prósentustigum meira en það var í nóvember í fyrra. Seðlabanki Evrópu og Seðlabanki Sviss lækkuðu vexti í síðustu viku og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bandaríkjanna og Englandsbanka í þessari viku.
Ferðamenn á jökli
12. des. 2024
Aldrei fleiri ferðamenn í nóvembermánuði
Um 162.000 ferðamenn komu til landsins í nóvember, samkvæmt talningu ferðamálastofu. Ferðamenn voru 9,3% fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í nóvembermánuði. Gagnavandamál voru áberandi í ár og tölur um fjölda ferðamanna, erlenda kortaveltu og gistinætur útlendinga hafa allar verið endurskoðaðar á árinu.
Flugvél
9. des. 2024
Spáum 4,7% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,35% á milli mánaða í desember og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,7%. Flugfargjöld til útlanda og húsnæðisliðurinn hafa mest áhrif til hækkunar í mánuðinum. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,9% í mars á næsta ári.
9. des. 2024
Vikubyrjun 9. desember 2024
Í vikunni fáum við tölur um fjölda ferðamanna sem komu hingað til lands í nóvember og skráð atvinnuleysi í október. Í síðustu viku birti Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi þar sem í ljós kom að minni afgangur var en á sama tíma í fyrra. Seðlabankinn birti einnig fundargerð peningastefnunefndar sem sýnir að allir nefndarmenn voru sammála um að lækka vexti um 0,5 prósentustig í síðasta mánuði.
Flutningaskip
5. des. 2024
Afgangur á 3. ársfjórðungi, en að öllum líkindum halli á árinu
Afgangur mældist á viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Það var halli á vöruskiptum, frumþáttatekjum og rekstrarframlögum, sem afgangur á þjónustuviðskiptum náði þó að vega upp, enda háannatími ferðaþjónustu. Það sem af er ári mælist samt það mikill halli að nær öruggt er að það mælist halli á árinu í heild.
3. des. 2024
Fréttabréf Greiningardeildar 3. desember 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Sendibifreið og gámar
2. des. 2024
Vikubyrjun 2. desember 2024
Í síðustu viku bárust upplýsingar um að verðbólga hefði lækkaði úr 5,1% niður í 4,5% í nóvember og að landsframleiðslan hefði dregist saman um 0,5% að raunvirði á milli ára á þriðja ársfjórðungi. Í vikunni birtir Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd, fundargerð peningastefnunefndar og yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur