Samdráttur upp á 4% mældist í landsframleiðslu á fyrsta ársfjórðungi. Hagkerfið dróst saman í fyrsta sinn frá því í byrjun árs 2021 og samdrátturinn skýrist helst af minni birgðasöfnun vegna loðnubrests. Einkaneysla og fjárfesting jukust aftur á móti á fjórðungnum sem er til marks um eftirspurnarþrýsting. Þrýstingurinn sést einnig í nýjum verðbólgutölum fyrir maí sem komu á óvart upp á við. Verðbólga jókst úr 6,0% í 6,2% þegar spár gerðu ráð fyrir óbreyttri verðbólgu.
Verðbólgan var á nokkuð breiðum grunni og margir liðir hækkuðu lítillega en sem fyrr var það þó húsnæðisliðurinn sem hafði mest áhrif á verðbólgu. Hagstofan tekur upp nýja aðferðafræði við að mæla húsnæðisverð í næstu mælingu sinni og verður því fróðlegt að fylgjast með framvindu þessa liðar.
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hélt vöxtum óbreyttum á fundi sínum í byrjun maí. Næsta vaxtaákvörðun verður 21. ágúst og mun nefndin þá hafa sér til stuðnings tvær verðbólgumælingar til viðbótar við þá sem barst nú í maí. Við teljum enn líklegast að nefndin haldi vöxtum óbreyttum miðað við stöðuna eins og hún er í dag, en verðbólguþróun sumarsins mun þó leiða það í ljós.
Lesa fréttabréfið í heild:
Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.
Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.
Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).