Ferða­þjón­ust­an áfram meg­in­drif­kraft­ur kröft­ugs hag­vaxt­ar

Hagvöxtur mældist 7,3% á þriðja ársfjórðungi borið saman við sama tímabil í fyrra samkvæmt fyrsta mati Hagstofu Íslands. Þetta er töluvert kröftugur hagvöxtur og 0,6 prósentustiga meiri vöxtur en að meðaltali eftir að hagkerfið tók að vaxa á ný eftir faraldur. Vöxturinn var nú, líkt og áður keyrður áfram af miklum vexti í ferðaþjónustu.
Ferðamenn við Strokk
30. nóvember 2022

Samsetning vaxtarins var mjög svipuð því sem verið hefur en vöxturinn var þó ögn kröftugri en við bjuggumst við. Hagvöxturinn á fjórða fjórðungi þarf að vera umtalsvert minni en á fyrstu þremur fjórðungum til þess að spá okkar frá því í október um 6,5% hagvöxt yfir árið í heild gangi eftir. Vöxtur útflutnings var áfram kröftugur en framlag hans til hagvaxtar var jákvætt um 10,1 prósentustig. Vöxtur einkaneyslu reyndist mjög mikill eða 7,2% en það er þó nokkuð minni vöxtur en verið hefur á síðustu fjórðungum. Áhrif einkaneyslu á hagvöxt voru þó minni en ætla mætti við fyrstu sýn vegna þess að nánast allur hluti aukinnar neyslu milli ára fór fram erlendis vegna ferðalaga Íslendinga og kemur því til frádráttar í landsframleiðslu.

Kröftugur vöxtur útflutnings borinn af mikilli fjölgun erlendra ferðamanna

Vöxtur útflutnings reyndist að þessu sinni vera 22,9%. Þetta er svipaður vöxtur og verið hefur á síðustu fjórðungum, ögn hærri en á öðrum fjórðungi en minni en á fyrsta fjórðungi. Þessi vöxtur var nær allur borinn af vexti þjónustu en 93% af vexti heildarútflutnings skýrist af vexti þjónustu sem jókst um 46% milli ára. Vöxtur vöruútflutnings jókst mikið minna eða 4,8%. Mikinn vöxt í útflutningi þjónustu má skýra að langmestu leyti með miklum útflutningi á ferðaþjónustu. Fjöldi erlendra ferðamanna var 654 þúsund á þriðja fjórðungi og jókst hann um 77% milli ára. Breytileikinn í hagvaxtarþróun á síðustu árum skýrist að mjög miklu leyti af vexti og viðgangi ferðaþjónustunnar. Svo mun verða áfram en við spáum því að fjöldi erlendra ferðamanna verði í kringum 1,7 milljónir á þessu ári. Til samanburðar voru þeir tæplega 2 milljónir 2019, síðasta árið fyrir faraldur.

Vöxtur einkaneyslu einnig kröftugur

Vöxtur einkaneyslu var töluvert minni að þessu sinni en verið hefur eða 7,2%. Að meðaltali var vöxtur einkaneyslu á síðustu 5 fjórðungum þar á undan 10,9% en vöxturinn var 15% á öðrum fjórðungi. Mjög stór hluti af aukningu neyslunnar á þriðja fjórðungi fór fram erlendis og kemur því til frádráttar í landsframleiðslu. Áhrif þessa mikla vaxtar í einkaneyslu á hagvöxt eru því mikið minni en ætla mætti við fyrstu sýn.

Áhrif faraldursins voru mikil á neyslusamsetningu heimilanna. Neyslan færðist nær öll inn í landið meðan á faraldrinum stóð og mikill samdráttur varð í neyslu erlendis. Eftir að flugsamgöngur komust í samt lag hefur mjög stór hluti neyslunnar færst aftur út fyrir landssteinana á sama tíma og samdráttur mælist í neyslu Íslendinga innanlands. Út frá gögnum um kortaveltu má ætla að öll aukin neysla á þriðja ársfjórðungi hafi komið erlendis frá.

Almenn atvinnuvegafjárfesting dróst óvænt saman á fjórðungnum

Almenn atvinnuvegafjárfesting, sem er öll fjárfesting atvinnuveganna utan fjárfestingar í stóriðju, skipum og flugvélum, dróst saman um 2,4%. Þetta var óvænt enda er þetta í fyrsta sinn síðan eftir faraldur sem almenn atvinnuvegafjárfesting dregst saman milli ára. Líklegt er að þarna séu neikvæðari væntingar farnar að hafa áhrif. Væntingar stjórnenda fyrirtækja til næstu 6 mánaða hafa lækkað mikið á þessu ári en einnig mat þeirra á núverandi ástandi. Hækkun vaxtastigs hér á landi vegna meiri verðbólgu hefur án efa einnig letjandi áhrif á fjárfestingu.

Spáum kröftugum hagvexti á þessu ári

Samsetningin á hagvextinum var í góðu samræmi við það sem verið hefur á síðustu fjórðungum. Hagvöxturinn reyndist ef eitthvað er, töluvert kröftugri en búast hefði mátt við. Þjóðhagsspá okkar frá því í október gerði ráð fyrir 6,5% hagvexti á þessu ári en við höfðum í maí gert ráð fyrir 5,1% hagvexti. Til að spá okkar um 6,5% hagvöxt gangi eftir þarf hagvöxturinn að verða 3,7-4% á fjórða fjórðungi. Það er ólíklegt að það gangi eftir en þó alls ekki útilokað, líklegra þykir okkur að hagvöxturinn verði meiri. Vöxturinn á fjórða fjórðungi mun markast að töluvert miklu leyti af annars vegar komum og neyslu erlendra ferðamanna og hins vegar ferðalögum Íslendinga til útlanda og neyslu þeirra erlendis frá.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Flugvöllur, Leifsstöð
19. des. 2024
Verðbólga stendur í stað á milli mánaða
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,39% á milli mánaða í desember, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga stendur því í stað í 4,8%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði komin niður í 3,9% í mars.
Símagreiðsla
17. des. 2024
Kröftug kortavelta í aðdraganda jóla 
Kortavelta landsmanna færist enn í aukana þrátt fyrir hátt vaxtastig. Innlán heimila hafa vaxið og yfirdráttur ekki aukist. Erlendir ferðamenn hér á landi eyða líka þó nokkuð fleiri krónum en á sama tíma í fyrra. 
Greiðsla
16. des. 2024
Munu lægri vextir leiða til meiri neyslu?
Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferlið í október með 25 punkta lækkun og fylgdi því eftir með 50 punkta lækkun í nóvember. Þetta gerði bankinn rétt fyrir mestu neyslutíð ársins, með öllum sínum tilboðsdögum og jólainnkaupum.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
16. des. 2024
Vikubyrjun 16. desember 2024
Í vikunni fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS og vísitölu neysluverðs frá Hagstofunni en við gerum ráð fyrir lítilsháttar hjöðnun verðbólgu úr 4,8% í 4,7%. Um 9,3% fleiri erlendir ferðamenn komu til landsins í nóvember en á sama tíma í fyrra og skráð atvinnuleysi var 0,3 prósentustigum meira en það var í nóvember í fyrra. Seðlabanki Evrópu og Seðlabanki Sviss lækkuðu vexti í síðustu viku og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bandaríkjanna og Englandsbanka í þessari viku.
Ferðamenn á jökli
12. des. 2024
Aldrei fleiri ferðamenn í nóvembermánuði
Um 162.000 ferðamenn komu til landsins í nóvember, samkvæmt talningu ferðamálastofu. Ferðamenn voru 9,3% fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í nóvembermánuði. Gagnavandamál voru áberandi í ár og tölur um fjölda ferðamanna, erlenda kortaveltu og gistinætur útlendinga hafa allar verið endurskoðaðar á árinu.
Flugvél
9. des. 2024
Spáum 4,7% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,35% á milli mánaða í desember og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,7%. Flugfargjöld til útlanda og húsnæðisliðurinn hafa mest áhrif til hækkunar í mánuðinum. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,9% í mars á næsta ári.
9. des. 2024
Vikubyrjun 9. desember 2024
Í vikunni fáum við tölur um fjölda ferðamanna sem komu hingað til lands í nóvember og skráð atvinnuleysi í október. Í síðustu viku birti Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi þar sem í ljós kom að minni afgangur var en á sama tíma í fyrra. Seðlabankinn birti einnig fundargerð peningastefnunefndar sem sýnir að allir nefndarmenn voru sammála um að lækka vexti um 0,5 prósentustig í síðasta mánuði.
Flutningaskip
5. des. 2024
Afgangur á 3. ársfjórðungi, en að öllum líkindum halli á árinu
Afgangur mældist á viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Það var halli á vöruskiptum, frumþáttatekjum og rekstrarframlögum, sem afgangur á þjónustuviðskiptum náði þó að vega upp, enda háannatími ferðaþjónustu. Það sem af er ári mælist samt það mikill halli að nær öruggt er að það mælist halli á árinu í heild.
3. des. 2024
Fréttabréf Greiningardeildar 3. desember 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Sendibifreið og gámar
2. des. 2024
Vikubyrjun 2. desember 2024
Í síðustu viku bárust upplýsingar um að verðbólga hefði lækkaði úr 5,1% niður í 4,5% í nóvember og að landsframleiðslan hefði dregist saman um 0,5% að raunvirði á milli ára á þriðja ársfjórðungi. Í vikunni birtir Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd, fundargerð peningastefnunefndar og yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur