Erf­ið­lega geng­ur að manna störf víða um heim í kjöl­far far­ald­urs­ins

Skrýtin staða hefur komið upp sums staðar í heiminum þegar efnahagslífið er óðum að nálgast fyrra horf eftir veirufaraldurinn. Margir benda á rausnarlegar atvinnuleysisbætur sem rót vandans. Samkvæmt Hagstofu Íslands má ætla að heildarmánaðarlaun verkafólks séu um 670 þús. kr. að meðaltali nú á miðju ári 2021. Venjulegar atvinnuleysisbætur eru um kr. 307 þús. kr. á mánuði, eða u.þ.b. 55% af heildarlaunum.
Maður á ísjaka
1. júní 2021 - Greiningardeild

Skrýtin staða hefur komið upp sums staðar í heiminum þegar efnahagslífið er óðum að nálgast fyrra horf eftir veirufaraldurinn. Mörg svæði upplifa þannig skort á vinnuafli og það gengur illa að manna þau störf sem verða nú til vegna aukinnar eftirspurnar. Á sama tíma er atvinnuleysi víða mikið og umræða hefur sprottið upp um meint áhugaleysi á vissum störfum.

Í Bandaríkjunum eru nú um 8 milljón laus störf sem erfitt virðist að fá fólk í. Í Ástralíu eru laus störf um 40% fleiri nú en áður en faraldurinn skall á. Þetta vandamál er einnig farið að birtast með skýrari hætti í löndum eins og Þýskalandi og Sviss. Þá hefur umræða um áhugaleysi á störfum einnig verið áberandi hér á landi á síðustu vikum.

Það er því víða um að ræða umframeftirspurn eftir vinnuafli og slíkt leiðir oft til þess að laun hækka meira en ella. Í Bandaríkjunum hefur launahækkunartaktur verið um 3% að undanförnu sem telst mikið þar í landi. Einhverjir fagna eflaust hækkun launa, en aðrir hafa áhyggjur á því að miklar launahækkanir skapi þenslu og auki verðbólgu og óstöðugleika.

Væntanlega snýst þessi staða um lægsta hlutann af launastiganum. Hér á landi hefur umræðan undanfarið snúist um störf í ferðaþjónustu og í öðrum löndum er t.d. um að ræða greinar eins og veitingahúsarekstur, sem er óðum að taka við sér þessar vikurnar. Margir hafa bent á samhengi á milli lágra launa og atvinnuleysisbóta sem eru lítið lægri en lágmarkslaun. Þannig hefur verið bent á að atvinnuleysisbætur og greiðslur til heimila í Bandaríkjunum á síðasta ári hafi valdið því að ráðstöfunartekjur sumra heimila hafi aukist við faraldur og atvinnuleysi.

Margir benda á rausnarlegar atvinnuleysisbætur sem rót vandans. Samkvæmt Hagstofu Íslands voru heildarlaun verkafólks um kr. 573 þús.kr. að meðaltali á mánuði 2019. Samkvæmt framreikningi má ætla að þau séu um 670 þús. kr. að meðaltali nú á miðju ári 2021.

Venjulegar atvinnuleysisbætur eru um kr. 307 þús. kr. á mánuði, eða u.þ.b. 55% af heildarlaunum. Hámarksfjárhæð tekjutengdra atvinnuleysisbóta eru um 473 þús. kr. á mánuði, eða um 70% af heildarlaunum. Hlutfallið fyrir hærra launaða er auðvitað mun lægra. Hér er þó einungis um grófar áætlanir að ræða þar sem aðrir þættir eins og fjöldi barna hefur áhrif á upphæð bóta og tekjutenging bóta er einungis tímabundin.

Sé litið á alþjóðlegan samanburð virðist staðan vera sú meðal ríkari þjóða að atvinnuleysisbætur séu 55-70% af algengum launum. Einstaklingur sem er atvinnulaus í Danmörku fær 83% af launum eftir 6 mánaða atvinnuleysi samkvæmt tölum frá OECD. Staðan hér og í Noregi er svipuð, tæplega 70%. Opinber tala fyrir Bandaríkin er einungis 7%, en ljóst er að á síðasta ári var farið langt fram úr þeirri tölu.

Umræðan hér á landi um lítinn áhuga atvinnulausra að taka störfum hefur verið nokkuð þung. Dæmin hér að framan sýna að tekjutap vegna atvinnuleysis er verulegt, jafnvel fyrir fólk í neðri hluta launastigans. Það er því ekki líklegt að atvinnuleysisbætur aftri því að fólk taki störfum sem bjóðast og að aðrar skýringar séu líklegri, t.d. að fólk treysti því ekki að faraldrinum sé lokið.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Erfiðlega gengur að manna störf víða um heim í kjölfar faraldursins

Þú gætir einnig haft áhuga á
Flugvöllur, Leifsstöð
19. des. 2024
Verðbólga stendur í stað á milli mánaða
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,39% á milli mánaða í desember, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga stendur því í stað í 4,8%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði komin niður í 3,9% í mars.
Símagreiðsla
17. des. 2024
Kröftug kortavelta í aðdraganda jóla 
Kortavelta landsmanna færist enn í aukana þrátt fyrir hátt vaxtastig. Innlán heimila hafa vaxið og yfirdráttur ekki aukist. Erlendir ferðamenn hér á landi eyða líka þó nokkuð fleiri krónum en á sama tíma í fyrra. 
Greiðsla
16. des. 2024
Munu lægri vextir leiða til meiri neyslu?
Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferlið í október með 25 punkta lækkun og fylgdi því eftir með 50 punkta lækkun í nóvember. Þetta gerði bankinn rétt fyrir mestu neyslutíð ársins, með öllum sínum tilboðsdögum og jólainnkaupum.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
16. des. 2024
Vikubyrjun 16. desember 2024
Í vikunni fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS og vísitölu neysluverðs frá Hagstofunni en við gerum ráð fyrir lítilsháttar hjöðnun verðbólgu úr 4,8% í 4,7%. Um 9,3% fleiri erlendir ferðamenn komu til landsins í nóvember en á sama tíma í fyrra og skráð atvinnuleysi var 0,3 prósentustigum meira en það var í nóvember í fyrra. Seðlabanki Evrópu og Seðlabanki Sviss lækkuðu vexti í síðustu viku og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bandaríkjanna og Englandsbanka í þessari viku.
Ferðamenn á jökli
12. des. 2024
Aldrei fleiri ferðamenn í nóvembermánuði
Um 162.000 ferðamenn komu til landsins í nóvember, samkvæmt talningu ferðamálastofu. Ferðamenn voru 9,3% fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í nóvembermánuði. Gagnavandamál voru áberandi í ár og tölur um fjölda ferðamanna, erlenda kortaveltu og gistinætur útlendinga hafa allar verið endurskoðaðar á árinu.
Flugvél
9. des. 2024
Spáum 4,7% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,35% á milli mánaða í desember og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,7%. Flugfargjöld til útlanda og húsnæðisliðurinn hafa mest áhrif til hækkunar í mánuðinum. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,9% í mars á næsta ári.
9. des. 2024
Vikubyrjun 9. desember 2024
Í vikunni fáum við tölur um fjölda ferðamanna sem komu hingað til lands í nóvember og skráð atvinnuleysi í október. Í síðustu viku birti Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi þar sem í ljós kom að minni afgangur var en á sama tíma í fyrra. Seðlabankinn birti einnig fundargerð peningastefnunefndar sem sýnir að allir nefndarmenn voru sammála um að lækka vexti um 0,5 prósentustig í síðasta mánuði.
Flutningaskip
5. des. 2024
Afgangur á 3. ársfjórðungi, en að öllum líkindum halli á árinu
Afgangur mældist á viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Það var halli á vöruskiptum, frumþáttatekjum og rekstrarframlögum, sem afgangur á þjónustuviðskiptum náði þó að vega upp, enda háannatími ferðaþjónustu. Það sem af er ári mælist samt það mikill halli að nær öruggt er að það mælist halli á árinu í heild.
3. des. 2024
Fréttabréf Greiningardeildar 3. desember 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Sendibifreið og gámar
2. des. 2024
Vikubyrjun 2. desember 2024
Í síðustu viku bárust upplýsingar um að verðbólga hefði lækkaði úr 5,1% niður í 4,5% í nóvember og að landsframleiðslan hefði dregist saman um 0,5% að raunvirði á milli ára á þriðja ársfjórðungi. Í vikunni birtir Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd, fundargerð peningastefnunefndar og yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur