Af­gang­ur af við­skipt­um við út­lönd á 3. árs­fjórð­ungi, en lík­lega halli á ár­inu í heild

23 ma.kr. afgangur mældist af viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi sem má þakka erlendum ferðamönnum sem komu til landsins. Halli mældist þó á fyrstu 9 mánuðum árs og ólíklegt þykir að hann verði unnin upp á fjórða ársfjórðungi, m.a. vegna mikilla ferðalaga Íslendinga útlanda og eyðslu erlendis.
Vöruhótel
5. desember 2022

Alls var 23 ma.kr. afgangur af viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Þetta skiptist þannig að það var halli af vöruviðskiptum upp á 71 ma.kr., þáttatekjujöfnuður var neikvæður upp á 6,5 ma.kr. og rekstrarframlög gáfu 9,9 ma.kr. halla. Mjög myndarlegur afgangur var aftur á móti af þjónustujöfnuði, 110 ma.kr., sem dugði til þess að vega upp á móti hallanum á hinum þremur liðunum. Þetta er í samræmi við reynslu síðustu ára, en undanfarin ár hefur verið viðvarandi halli á vöruskiptum en myndarlegur afgangur af þjónustujöfnuði. Skýrist þetta meðal annars af því hversu stóran sess ferðaþjónustan skipar í íslenska hagkerfinu. Stór hluti aðfanga ferðaþjónustu kemur til frádráttar í vöruskiptajöfnuði (innflutningur á bílaleigubílum, bensíni, neysluvörum o.s.frv.), en tekjur ferðaþjónustunnar koma til viðbótar í þjónustujöfnuði.

Halli á fyrstu 9 mánuðum árs

Þrátt fyrir þennan afgang á 3. ársfjórðungi, mældist 65 ma.kr. halli af viðskiptum við útlönd á fyrstu níu mánuðum ársins. Vöruskiptajöfnuður skilaði 141 ma.kr. halla og þjónustujöfnuður 140 ma.kr. afgangi og voru þessir liðir því nokkurn veginn í jafnvægi. Hallinn á frumþáttatekjum, 34 ma.kr., og rekstrarframlögum, 29 ma.kr., urðu samt til þess að halli mældist á viðskiptum við útlönd í heild. Þetta er aðeins verri niðurstaða en í fyrra þegar 21 ma. kr. halli mældist og veruleg breyting frá árunum 2013-2019, þ.e. á uppgangstíma ferðaþjónustunnar áður en heimsfaraldurinn skall á. Á árunum 2013-2019 var að meðaltali 110 ma.kr. afgangur á viðskiptum við útlönd á fyrstu níu mánuðum hvers árs.

Halli af þáttatekjum

Til frumþáttatekna teljast fjármagnstekjur og gjöld. Hér inni eru meðal annars vaxtagreiðslur vegna erlendra lána, arðgreiðslur erlendra hlutabréfa, hagnaður og tap innlendra félaga í eigu erlendra aðila og fleira slíkt. Hafa ber í huga að flæði á gjaldeyri inn eða út úr landi þarf alls ekki að fylgja þáttatekjujöfnuði. Sérstaklega má nefna að hagnaður innlendra dótturfélaga í eigu erlendra aðila, sem kemur til lækkunar á frumþáttatekjum, er að mestu leyti bókfærður hagnaður eða útreikningar á honum. Við sjáum dæmi þess nú á 3. ársfjórðungi þegar mældist 6,5 ma.kr. halli af þáttatekjujöfnuði. Munar þar mestu um 14,5 ma.kr. halla af beinni fjárfestingu sem skýrist alfarið hagnaði af innlendum dótturfélögum í eigu erlendra aðila, en slíkur hagnaður kemur til frádráttar í þáttatekjujöfnuði. Hér er aðallega um að ræða álfyrirtækin.

Hvað gerist á 4. ársfjórðungi?

Sem fyrr segir er uppsafnaður halli af viðskiptum við útlönd á fyrstu 9 mánuðum ársins alls 65 ma.kr. Við erum komin með nokkra skammtímahagvísa fyrir 4. ársfjórðung, að minnsta kosti októbermánuð. Í október mældist 58 ma.kr. halli af vöruviðskiptum við útlönd sem er mesti halli sem mælst hefur á einum mánuði. Það er áfram góður gangur í ferðaþjónustu en 160 þúsund erlendir ferðamenn komu til landsins í október sem er svipað og í október 2019. Skráðar gistinætur ferðamanna í október voru 570 þúsund, 5% færri en í október 2019. Á móti kemur að Íslendingar voru mikið á faraldsfæti og voru brottfarir Íslendinga um Leifsstöð í október 72 þúsund sem er um 25% fleiri en í október 2019. Þá mældist 4 ma.kr. halli á greiðslukortajöfnuði, sem þýðir að Íslendingar straujuðu greiðslukort erlendis, annað hvort í ferðalögum eða í gegnum netverslun, meira en ferðamenn gerðu hér á landi. Loks er meðalálverð það sem af er 4. ársfjórðungi (2.348 USD/fatið) svipað og á 3. ársfjórðungi (2.363 USD/fatið) sem bendir til þess að við megum eiga von á áframhaldandi halla á þáttatekjujöfnuði. Við eigum eftir að sjá hvernig nóvember og desember þróast þegar kemur að viðskiptum við útlönd en það er fátt sem bendir til þess að það verði afgangur af viðskiptajöfnuði yfir árið í heild. Til þess þyrfti ævintýralegan mikinn viðsnúning í viðskiptajöfnuði á síðustu þremur mánuðum ársins.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Flugvöllur, Leifsstöð
19. des. 2024
Verðbólga stendur í stað á milli mánaða
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,39% á milli mánaða í desember, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga stendur því í stað í 4,8%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði komin niður í 3,9% í mars.
Símagreiðsla
17. des. 2024
Kröftug kortavelta í aðdraganda jóla 
Kortavelta landsmanna færist enn í aukana þrátt fyrir hátt vaxtastig. Innlán heimila hafa vaxið og yfirdráttur ekki aukist. Erlendir ferðamenn hér á landi eyða líka þó nokkuð fleiri krónum en á sama tíma í fyrra. 
Greiðsla
16. des. 2024
Munu lægri vextir leiða til meiri neyslu?
Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferlið í október með 25 punkta lækkun og fylgdi því eftir með 50 punkta lækkun í nóvember. Þetta gerði bankinn rétt fyrir mestu neyslutíð ársins, með öllum sínum tilboðsdögum og jólainnkaupum.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
16. des. 2024
Vikubyrjun 16. desember 2024
Í vikunni fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS og vísitölu neysluverðs frá Hagstofunni en við gerum ráð fyrir lítilsháttar hjöðnun verðbólgu úr 4,8% í 4,7%. Um 9,3% fleiri erlendir ferðamenn komu til landsins í nóvember en á sama tíma í fyrra og skráð atvinnuleysi var 0,3 prósentustigum meira en það var í nóvember í fyrra. Seðlabanki Evrópu og Seðlabanki Sviss lækkuðu vexti í síðustu viku og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bandaríkjanna og Englandsbanka í þessari viku.
Ferðamenn á jökli
12. des. 2024
Aldrei fleiri ferðamenn í nóvembermánuði
Um 162.000 ferðamenn komu til landsins í nóvember, samkvæmt talningu ferðamálastofu. Ferðamenn voru 9,3% fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í nóvembermánuði. Gagnavandamál voru áberandi í ár og tölur um fjölda ferðamanna, erlenda kortaveltu og gistinætur útlendinga hafa allar verið endurskoðaðar á árinu.
Flugvél
9. des. 2024
Spáum 4,7% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,35% á milli mánaða í desember og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,7%. Flugfargjöld til útlanda og húsnæðisliðurinn hafa mest áhrif til hækkunar í mánuðinum. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,9% í mars á næsta ári.
9. des. 2024
Vikubyrjun 9. desember 2024
Í vikunni fáum við tölur um fjölda ferðamanna sem komu hingað til lands í nóvember og skráð atvinnuleysi í október. Í síðustu viku birti Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi þar sem í ljós kom að minni afgangur var en á sama tíma í fyrra. Seðlabankinn birti einnig fundargerð peningastefnunefndar sem sýnir að allir nefndarmenn voru sammála um að lækka vexti um 0,5 prósentustig í síðasta mánuði.
Flutningaskip
5. des. 2024
Afgangur á 3. ársfjórðungi, en að öllum líkindum halli á árinu
Afgangur mældist á viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Það var halli á vöruskiptum, frumþáttatekjum og rekstrarframlögum, sem afgangur á þjónustuviðskiptum náði þó að vega upp, enda háannatími ferðaþjónustu. Það sem af er ári mælist samt það mikill halli að nær öruggt er að það mælist halli á árinu í heild.
3. des. 2024
Fréttabréf Greiningardeildar 3. desember 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Sendibifreið og gámar
2. des. 2024
Vikubyrjun 2. desember 2024
Í síðustu viku bárust upplýsingar um að verðbólga hefði lækkaði úr 5,1% niður í 4,5% í nóvember og að landsframleiðslan hefði dregist saman um 0,5% að raunvirði á milli ára á þriðja ársfjórðungi. Í vikunni birtir Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd, fundargerð peningastefnunefndar og yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur