Nýtt kort

Stúlka með síma

Varstu að fá nýtt kort?

Hér finn­ur þú ýms­ar gagn­leg­ar upp­lýs­ing­ar í tengsl­um við kort­ið þitt.

Hvernig virkja ég nýja kortið mitt?

Kortið þitt er aðgengilegt í Landsbankappinu. Þú getur sett kortið í farsímaveskið og byrjað strax að nota það. Í fyrsta skipti sem þú borgar með kortaplastinu þarft þú að virkja það með því að stinga því í posa og slá inn PIN-númer sem þú finnur í appinu. Þar getur þú einnig nálgast kortanúmer, gildistíma og öryggisnúmer til að nota kortið í vefverslun.

Í appinu getur þú:

Fryst og opnað kortið
Séð kortaupplýsingar og PIN
Stillt tilkynningar fyrir kortið
Breytt kreditkortaheimild
Neyðaraðstoð og ferðatryggingar

Ferðatryggingar eru innifaldar í árgjaldi kreditkorta en þær eru mismunandi eftir kortum. SOS International sér um neyðaraðstoð fyrir kreditkorthafa Landsbankans, allan sólarhringinn, alla daga ársins.

Endurkröfur

Ef þú tekur eftir óvenjulegri kortafærslu, eða hefur nú þegar greitt með kortinu þínu fyrir vöru eða þjónustu sem hefur ekki skilað sér, getur þú átt rétt á endurkröfu samkvæmt endurkröfureglum kortasamtaka.

Greiðsla
Snertilausar greiðslur

Þú getur skráð debet-, kredit- og gjafakort Landsbankans í Apple Pay eða Google Pay og borgað með símanum eða öðrum snjalltækjum.

Aukakrónur í desember
Aukakrónur

Þú safnar Aukakrónum þegar þú notar greiðslukort tengt Aukakrónusöfnun og getur síðan notað þær til að kaupa vörur hjá samstarfsaðilum.

Priority Pass

Með Priority Pass getur þú fengið aðgang að yfir 1.300 betri stofum á flugvöllum í yfir 600 borgum um allan heim.

Algengar spurningar

Evrópsk verslunargata
Góð ráð um kortanotkun og greiðslur í útlöndum

Við mælum með að fólk greiði með snertilausum hætti þegar það er á ferðalagi erlendis, annað hvort með Apple Pay, Google Pay eða með því að nota snertilausa virkni kreditkorta. Það er samt enn nauðsynlegt að taka kortin sjálf með í ferðalagið.

Öryggi í netverslun
14 góð ráð til að auka öryggi í netverslun

Verslun á netinu er ekki hættulaus, tölvuþrjótar leggja mikið á sig til að stela greiðsluupplýsingum eða svíkja fé út úr fólki með öðrum hætti. Hér fyrir neðan eru nokkur einföld ráð til að minnka hættuna á netsvikum.

Ef þú lest ekki skilaboðin getur þú tapað miklum peningum!

Ertu örugglega að nota rafrænu skilríkin til að staðfesta eitthvað sem þú vilt í raun og veru gera? Eða eru svikarar kannski að plata þig til að nota rafrænu skilríkin til að hleypa sér inn í bankaappið þitt?

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Fjölskylda
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur