Hlut­verk banka­úti­bú­anna er að breyt­ast

Biðraðirnar í bankann eru nánast horfnar en bankaútibúin glíma við tilvistarkreppu vegna þess að við notum ekki lengur þjónustuna sem þau byggðu á.
21. september 2016

Breytingarnar í útibúunum eru dæmi um þróun sem viðskiptavinir stýra sjálfir með nýrri hegðun. Samrunar og sparnaðarkröfur hafa haft áhrif, en fyrst og fremst hefur þörfin fyrir banka í húsum minnkað. Fólk hættir einfaldlega að mæta í útibú vegna þess að það er miklu þægilegra að afgreiða fjármálin í netbanka, tölvupósti eða síma. Með rafrænum skilríkjum og öðrum nýjungum mun verða hægt að annast fleiri þætti bankaþjónustu eins og t.d. afgreiðslu íbúðalána, verðbréfakaup og eignastýringu á netinu með öruggum hætti.

Þetta gæti við fyrstu sýn virst slæmt; færri afgreiðslustaðir hljóta að þýða verri þjónustu. Sumir, einkum eldra fólk og ferðamenn, þurfa enn á ýmissi þjónustu framkvæmdri af starfsmönnum að halda og fækkun útibúa veldur því að það getur verið um lengri veg að fara.

En þétt net bankaútibúa með einfalda afgreiðsluþjónustu er mjög dýrt. Ávinningurinn fyrir viðskiptavini er umdeilanlegur ef fáir nýta sér þjónustuna því viðskiptavinir þurfa jú á endanum að borga fyrir hana. Það er því eðlilegt að velta fyrir sér framtíð bankaútibúa og hvernig þau munu breytast.

Útibúin eru að breytast frá því að vera afgreiðslur í að vera staðir þar sem almenningur sækir sér ráðgjöf og þekkingu og fær aðstoð við að taka stórar ákvarðanir.

Bankaútibúum í miðborg Reykjavíkur hefur frá árinu 1985 fækkað úr 13 í þrjú. Húsnæði gömlu útibúanna hefur í mörgum tilvikum fengið nýtt og gerólíkt hlutverk.
Hvað varð um útibúin í miðborginni?

Bankar á hinum Norðurlöndunum byrjuðu fyrr að huga að breyttu hlutverki útibúanna. Sífellt fleiri útibú þar eru reiðufjárlaus. Þau eru að breytast hratt frá því að vera afgreiðslur í að vera staðir þar sem almenningur sækir þekkingu og fær aðstoð við að taka stórar ákvarðanir.

Viðskiptavinir íslenskra banka hafa þegar séð merki um slíka þróun hér á landi. Bankarnir hafa allir verið að fikra sig áfram, hver með sínum hætti, í átt að meiri þjónustu á netinu og unnið að því að endurskilgreina hlutverk útibúanna.

Landsbankinn hefur brugðist við með ýmsum hætti. Meiri áhersla er lögð á ráðgjöf en minni á einfaldar gjaldkeraafgreiðslur, einfaldlega vegna þess að þörfin fyrir þjónustu hefur breyst. Þetta á bæði við í fjölmennum og fámennum byggðarlögum. Á stöðum þar sem um langan veg er að fara til að sækja þjónustu hefur bankinn t.d. sett upp tiltölulega einfaldar afgreiðslur þar sem hægt er fá afgreiðslu hjá gjaldkera.

Reiðufé í umferð hefur fimmfaldast á tíu árum

Íslendingar nota reiðufé helst til að greiða í stöðumæla og kortanotkun hefur aldrei verið meiri. Samt hefur reiðufé í umferð aukist viðstöðulaust síðustu ár.

Tæknin mun halda áfram að móta hlutverk og þjónustu banka. Netið hefur á örfáum árum færst af stórum skjá á skrifborði, yfir á fartölvu og þaðan í lítið tæki sem við geymum í vasanum. Aukin notkun á snjallsímum hefur þegar haft veruleg áhrif og mun áreiðanlega gera það áfram. Breytingarnar verða á ógnarhraða og það er aðeins að takmörkuðu leyti hægt að geta sér til um þær.

Verkefnin sem íslensku bankarnir standa frammi fyrir núna og í framtíðinni eru að langflestu leyti svipuð og í nágrannalöndunum. Það er og verður stöðugt verkefni að móta útibúin þannig að þau gagnist viðskiptavinum sem best.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Barn í jólaglugga
9. des. 2024
Nokkur ráð til jólasveina frá Stekkjastaur um kaup á gjöfum
Þar sem líða fer að þeim tíma er jólasveinarnir fara á stjá og setja ýmis konar glaðning í skóna hjá börnum, höfðum við samband við Stekkjastaur og spurðum hvernig hann færi að því að skipuleggja sín gríðarlega umfangsmiklu jólainnkaup (fyrir utan allt það sem hann býr til sjálfur).
Hamborgartréð tendrað í Reykjavík
28. nóv. 2024
Hamborgartréð - saga samfélagsbreytinga og þakklætis
Saga Hamborgartrésins er hógvær, en á vissan hátt bæði breytingasaga Reykjavíkur og falleg jólasaga gjafmildi og þakklætis.
16. sept. 2024
Aðgerðir og árangur fyrirtækja í sjálfbærni
Fyrir nokkrum árum þurftu fyrirtæki sem sögðust sinna sjálfbærnimálum iðulega að útskýra hvað fælist í sjálfbærni og hvers vegna þau væru yfirleitt að leggja í þessa vinnu. Nú hefur umræðan breyst og skilningur aukist á mikilvægi þess að atvinnulífið taki fullan þátt í að stuðla að aukinni sjálfbærni og þar með áframhaldandi velsæld mannkyns.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Sjálfbærnidagur 2024 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024 og var afar vel sóttur.
hinsegin dagar
9. ágúst 2024
„Hver þú ert á ekki að stöðva þig í að finna hreyfingu við hæfi“
Níu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans fyrir Gleðigönguna sem fram fer á laugardaginn. Eitt þeirra atriða er Öðruvísi íþróttir.
Hús í Reykjavík
18. júní 2024
Snjóhengjan sem verður vonandi að skafli
Í byrjun sumars 2021 var sögulega lágt vaxtastig á Íslandi. Þetta sumar og þeir mánuðir sem á eftir komu voru annasamir í Landsbankanum. Þúsundir viðskiptavina breyttu íbúðalánum sínum í óverðtryggð íbúðalán, nafnvaxtalán, og flestir festu vextina í þrjú ár. Um þessar mundir er fastvaxtatímabilinu að ljúka hjá mörgum. Til áramóta munu fastir vextir losna á ríflega 3.200 íbúðalánum. Og það er bara hjá okkur í Landsbankanum.
Reykjastræti
16. nóv. 2023
Af hverju heitir hraðbanki ekki tölvubanki?
Hæ! Áttu eitthvað í handraðanum? Eða þarftu kannski að skreppa á Raufarhöfn? Geturðu notað kortið þitt í tölvubankanum? Vissir þú að þetta tengist allt peningum með einhverjum hætti?
Netbanki fyrirtækja
10. nóv. 2023
Bankakerfið er að opnast
Landsbankinn kynnti á dögunum nýjung í appinu sínu sem gerir fólki kleift að millifæra af reikningum í öðrum bönkum. Þessi þjónusta er alltaf háð samþykki viðskiptavina. Landsbankinn er fyrsti bankinn á Íslandi sem býður fólki að framkvæma aðgerðir í öðrum bönkum úr sínu appi.
9. nóv. 2023
Það styttist í jólin og jólastressið – eða hvað?
Jólin eiga að vera hátíð gleði og friðar en við upplifum oft að þau snúist að miklu leyti um neyslu og jólastress. Í aðdraganda jóla hættir mörgum til að sleppa sér í neyslunni og kaupa hluti sem hvorki þau sjálf, fjölskyldu eða vini vantar í raun og veru. Viljum við breyta þessu?
Sjálfbærnidagur 2023
8. sept. 2023
Sjálfbærnidagur 2023 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í Grósku 7. september 2023. Á fundinum beindum við sjónunum að því sem íslensk fyrirtæki hafa verið að gera til að auka sjálfbærni í sínum rekstri og hvernig gera megi enn betur.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur