Ekki smella á hlekk­inn – og ekki falla í gildruna

Notkun á tölvum og símum er stór hluti af okkar daglega lífi og því nauðsynlegt að vera meðvituð og upplýst um hætturnar sem leynast á netinu.
12. maí 2022

Veikasti hlekkurinn í vörnum gegn netsvikum erum við sjálf. Fólk hefur til dæmis smellt á hlekk sem kom í tölvupósti eða SMSi eða var á samfélagsmiðli á borð við Facebook og Instagram og freistast til að skoða spennandi auglýsingu um „fjárfestingartækifæri“. Í öðrum tilvikum hefur fólk talið sig vera að fjárfesta í bitcoin en slík svik byrja gjarnan á því að þolandinn smellir á hlekk á netinu eða á samfélagsmiðlum. Einnig eru dæmi um að fólk fái símtöl frá svikahröppum þar sem reynt er að gabba það til að fjárfesta eða millifæra.

Ræðum saman um netöryggi

Mörg dæmi eru um að fólk tapi fleiri milljónum til fjársvikara á netinu, jafnvel öllu sparifé sínu og sitji jafnvel eftir með skuldir. Þetta hefur bæði mikil áhrif á þolandann en einnig fjölskyldu og ástvini. Þegar fólk festist í svikamyllu breytist hegðun þess gjarnan. Þess vegna er mikilvægt að þekkja einkennin en ég fjallaði um þau í grein um Tinder-svindlarann og hætturnar á netinu.

Nokkrar þekktar aðferðir fjársvikara í netsvikum

Við í Landsbankanum höfum fjallað töluvert um aðferðir fjársvikara og á vefnum okkar er m.a. að finna mjög góð myndbönd um skilaboðasvik og ástarsvik sem beinast gegn einstaklingum og fyrirmælafölsun sem beinist einkum gegn starfsfólki fyrirtækja. Hér eru nokkur dæmi um algengar aðferðir:

  • Sendir eru tölvupóstar eða SMS sem líta út fyrir að koma frá t.d. bönkum, flutningsfyrirtækjum eða streymisveitum. Ef smellt er á hlekkinn í póstinum eða SMSinu opnast fölsk síða sem lítur út fyrir að vera vefsíða viðkomandi fyrirtækis. Ef þú slærð inn kortaupplýsingar eða notandanafn og lykilorð fyrir netbankann eru svikararnir komnir með þessar upplýsingar. Bankar senda þér aldrei hlekki sem leiða inn á innskráningarsíðu netbanka eða apps.
  • Facebook-síður þekktra fyrirtækja eru falsaðar og síðan er settur af stað Facebook-leikur með vinningum. Í framhaldinu eru send skilaboð með Messenger þar sem tilkynnt er um vinning og óskað eftir kortaupplýsingum til að hægt sé að leggja vinningsupphæðina inn á kortið.
  • Birtar eru falskar Facebook-fréttir með gylliboðum um að auðvelt sé að græða með því að fjárfesta í erlendum hlutabréfum eða í rafmynt á borð við bitcoin.

Hvernig verjumst við netsvikum?

Besta vörnin gegn netsvikum eru fræðsla og umræða. Því meira sem við tölum um fjársvik á netinu og aðferðirnar sem svikararnir beita, því betur vitum við hvað skal varast. Hér eru nokkrar góðar reglur sem við höfum áður bent á í fræðsluefninu okkar:

  • Ef það er of gott til að vera satt þá er það yfirleitt ekki satt. Þetta á sérstaklega við um boð um ýmiskonar fjárfestingar.
  • Notaðu öruggar greiðslusíður þegar þú verslar á netinu eða ert að greiða fyrir þjónustu.
  • Farðu mjög varlega þegar þú færð tölvupóst eða SMS sem inniheldur hlekki.
  • Ef þú áttir ekki von á skilaboðum frá viðkomandi aðila skaltu fara sérstaklega varlega. Ertu alveg viss um að skilaboðin séu ekki svikaboð?
  • Allir korthafar sem eru með Visa-greiðslukort eru skráðir í þjónustuna Visa Secure. Það þýðir að þegar þú notar greiðslukortið þitt hjá vefverslunum sem eru með merkið „Verified by Visa“ færð þú sent SMS með einnota lykilorði (e. secure code). Í skilaboðunum koma einnig fram upplýsingar um upphæð greiðslunnar, gjaldmiðil og nafn söluaðila. Það er algjört lykilatriði að lesa SMSið vel og ganga úr skugga um að allar upplýsingar séu réttar, s.s. að fjárhæðin og gjaldmiðillinn séu rétt.
  • Við fjölluðum nánar um öryggi í kortaviðskiptum í öðrum pistli.

Svikararnir bjóðast til að endurheimta féð

Í starfi mínu hjá Regluvörslu Landsbankans hef ég séð mörg dæmi um að fólk sem verður fyrir fjársvikum á netinu er oft í meiri hættu á að verða fyrir endurteknum svikum. Ég þekki m.a. dæmi um að þegar glæpamönnum hefur tekist að svíkja út fé hafa þeir aftur samband – annað hvort í gegnum tölvu eða með símtali – og bjóða fram aðstoð við að endurheimta féð! Svikararnir reyna síðan að blekkja þolandann til að greiða fyrir ýmsan kostnað sem tengist þjónustunni, eins og skjalagerð og lögfræðikostnað. Síðan innheimta þeir þóknun af þeim fjármunum sem þeir segjast hafa endurheimt. Allt er þetta þó gert í blekkingarskyni og þolandinn tapar enn meiri fjármunum.

Enginn vill verða fyrir því að tapa peningum í hendur fjársvikara. Förum varlega á netinu og ræðum hætturnar við ættingja og vini sem ekki eru vön að stunda verslun eða viðskipti á netinu. Það getur margborgað sig, fjárhagslega og andlega.

Landsbankinn hefur birt mikið af fræðsluefni um netöryggi og ég mæli eindregið með að þið kynnið ykkur það.

Netöryggi á vef Landsbankans

 

Þú gætir einnig haft áhuga á
Netöryggi
20. des. 2024
Símtalasvikin halda áfram – ekki falla í gildruna
Síðustu vikur og mánuði hefur verið mikið um að fólk falli fyrir símtalasvikum sem oftast snúast um rafmyntir sem ýmist eru boðnar til sölu eða fólki er talin trú um að það eigi rafmyntir inni á reikningi. Fjárhagslegt tjón í þessum svikum hefur verið mikið og eftir sitja einstaklingar í sárum.
2. des. 2024
Lengdin skiptir máli – sterkustu lykilorðin
Hvað eru bestu og sterkustu lykilorðin? Best og sterkast er ekki alveg það sama, því góð lykilorð þurfa bæði að vera eftirminnileg OG sterk vörn gegn netárásum. Svarið gæti því komið þér á óvart!
Öryggi í netverslun
11. nóv. 2024
14 góð ráð til að auka öryggi í netverslun
Verslun á netinu er ekki hættulaus, tölvuþrjótar leggja mikið á sig til að stela greiðsluupplýsingum eða svíkja fé út úr fólki með öðrum hætti. Hér fyrir neðan eru nokkur einföld ráð til að minnka hættuna á netsvikum.
Öryggi í netverslun
30. okt. 2023
Góð ráð um varnir gegn netsvikum
Netsvik hafa aukist verulega. Við höfum tekið saman aðgengilegar upplýsingar um hvernig hægt er að þekkja netsvik og verjast þeim.
31. ágúst 2023
Ef þú lest ekki skilaboðin getur þú tapað miklum peningum!
Ertu örugglega að nota rafrænu skilríkin til að staðfesta eitthvað sem þú vilt í raun og veru gera? Eða eru svikarar kannski að plata þig til að nota rafrænu skilríkin til að hleypa sér inn í bankaappið þitt?
Netöryggi
3. ágúst 2023
Yngri hópur fellur fyrir netsvikum – erum við nógu varkár?
Netsvikum og tilraunum til netsvika hefur fjölgað mikið í sumar. Ekki aðeins eru málin fleiri heldur eru fórnarlömbin líka yngri en áður. Möguleg skýring á aukningunni er sú að nú er meira um að svikin séu reynd utan opnunartíma fyrirtækja, þ.e. um kvöld og um helgar og þegar líklegt er að fólk sé í sumarfríi og því síður á varðbergi.
Öryggi í netverslun
28. júlí 2023
Hvernig á að bregðast við svikum?
Ef þig grunar að þú hafir lent í klóm svikara, sérð óeðlilegar færslur á reikningum eða greiðslukortum eða óviðkomandi hefur komist inn í netbankann þinn, er mikilvægt að hafa samband við bankann eins fljótt og hægt er.
Netöryggi
13. jan. 2023
Varist svik í gegnum samfélagsmiðla – aldrei framsenda SMS-kóða
Við viljum vara viðskiptavini okkar við netsvikum, sérstaklega svikum sem fara fram í gegnum samfélagsmiðla og skilaboðaforrit, en mikið hefur borið á þeim undanfarið.
8. júlí 2022
Mundu eftir netörygginu - líka þegar þú ert í fríi
Tilraunum til hvers kyns netsvika hefur fjölgað mikið og reynslan sýnir að þeim fjölgar á sumrin. Ástæðan er talin vera sú að netsvikarar vonast eftir því að þá sé fólk sé kærulausara og sé líklegra til að taka þátt í fölskum Facebook-leik, smella á hlekk í hugsunarleysi eða skoða ný „fjárfestingartækifæri“.
Netöryggi
8. mars 2022
Upptökur af fróðlegum fundi um netöryggismál
Landsbankinn stóð fyrir vel heppnuðum fundi um netöryggismál fimmtudaginn 3. mars 2022. Á fundinum var m.a. fjallað um hvernig skipulagðir glæpahópar beina spjótum sínum að einstaklingum og fyrirtækjum og hvernig verjast má atlögum þeirra.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur