Niðurstaða athugunar á aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti í dag, 5. desember 2023, gagnsæistilkynningu vegna athugunar sem fram fór í apríl 2022 á aðgerðum Landsbankans gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Gerðar voru tilteknar athugasemdir við varnir bankans en ekki var talin ástæða til að beita bankann sektum eða öðrum viðurlögum.
Bankinn fellst á athugasemdirnar og hefur þegar lokið við að uppfylla flestar þær úrbótakröfur sem eftirlitið gerði. Miklar og ítarlegar kröfur eru gerðar til bankans á þessu sviði og við leggjum áherslu á að uppfylla þær.
Tilkynning fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands, 5. desember 2023