Fréttir

Eng­ir vext­ir eða verð­bæt­ur af íbúðalán­um Grind­vík­inga í þrjá mán­uði

Grindavík
23. nóvember 2023

Vegna óvissuástands og náttúruhamfara í Grindavík hafa Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki, í samvinnu við Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), gert samkomulag um að fella niður vexti og verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga í þrjá mánuði. Samkomulag þessa efnis var gert í gær, 22. nóvember.

Með því að fella niður vexti og verðbætur í þrjá mánuði viljum við koma til móts við viðskiptavini okkar í Grindavík sem standa frammi fyrir mikill óvissu varðandi tekjur, útgjöld, húsnæði og afdrif eigna sinna. Samkomulag milli bankanna þriggja um þessa aðgerð stuðlar að jafnræði á milli lántaka.

Niðurfellingin nær til nóvember og desember 2023 og janúar 2024 og mun hún takmarkast við vexti og verðbætur af heildarlánum að hámarki 50 milljónir króna. Ef lántaki er með hærra lán eða samanlögð íbúðalán yfir 50 milljónum króna miðast niðurfellingin við að hámarki vaxta og verðbóta af 50 milljón króna láni.

Liður í heildstæðari lausn

Í síðustu viku kynntum við það úrræði að allir viðskiptavinir Landsbankans í Grindavík geta frestað afborgunum af íbúðalánunum sínum í sex mánuði og farið þannig í greiðsluskjól. Samhliða vorum við einnig með frekari aðgerðir til skoðunar og bankinn hefur tekið þátt í undirbúningi að heildstæðari lausn með aðkomu stjórnvalda, fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða og vátryggjenda. Niðurfelling vaxta og verðbóta í þrjá mánuði er liður í slíkri lausn sem gert er ráð fyrir að verði kynnt betur á næstu dögum.

Greiðsluskjól af íbúðaláni í sex mánuði

Sex mánuða greiðsluskjól stuðlar að því að Grindvíkingar fái fjárhagslegt svigrúm en í greiðsluskjóli greiða viðskiptavinir engar afborganir, vexti eða verðbætur af íbúðaláninu sínu. Vöxtum sem er frestað er bætt við höfuðstól lánsins tólf mánuðum eftir að greiðsluskjólið hefst. Vaxtagreiðslur sem frestast bera ekki vexti fyrr en að 12 mánuðum liðnum. Lánstíminn lengist um þann tíma sem greiðsluskjólið varir. Hægt er að stytta greiðsluskjólið hvenær sem er á lánstímanum.

Afar einfalt er að óska eftir greiðsluskjóli í appinu og eru nánari upplýsingar um það hér á vefnum.

Við tökum vel á móti þér

Við hvetjum alla Grindvíkinga til að hafa samband við okkur vanti þá frekari útskýringar á þessum úrræðum eða til að fara betur yfir fjármálin. Við tökum vel á móti ykkur í næsta útibúi, í síma eða á fjarfundum.

Enn ríkir mikil óvissa um framhaldið. Við munum áfram fylgjast með stöðunni og styðja við Grindvíkinga með ýmsum hætti.

Við finnum lausnir fyrir þig - Upplýsingar fyrir Grindvíkinga

Þú gætir einnig haft áhuga á
Vilhelm Már Þorsteinsson, Halla Tómasdóttir forseti Íslands, Jón Atli Benediktsson, Jón Þ. Sigurgeirsson, Lilja B. Einarsdóttir, Sóllilja Bjarnadóttir, Aysan Safavi, Adam Janusz Switala og Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir.
6. des. 2024
Forseti Íslands ræddi um mikilvægi menntunar á fundi Háskólasjóðs Eimskipafélagsins
Í ávarpi sínu á hátíðarfundi Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands minnti Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, á mikilvægi háskólamenntunar, nýsköpunar og rannsókna. Á fundinum kynntu þrír styrkhafar úr sjóðnum doktorsverkefni.
Kona með hund
4. des. 2024
Ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar inn á íbúðalán endurnýjast sjálfkrafa
Við vekjum athygli á að þau sem eru með virka ráðstöfun á viðbótarlífeyrissparnaði inn á höfuðstól íbúðalána þurfa ekki að sækja sérstaklega um áframhaldandi nýtingu úrræðisins, heldur mun það endurnýjast sjálfkrafa um áramótin.
3. des. 2024
Helgi Áss Íslandsmeistari eftir sigur á Friðriksmóti Landsbankans
Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson kom, sá og sigraði á Friðriksmóti Landsbankans, Íslandsmótinu í hraðskák, sem fram fór 1. desember í Landsbankanum í Reykjarstræti.
29. nóv. 2024
Ljósin á Hamborgartrénu tendruð laugardaginn 30. nóvember
Ljósin verða tendruð á Hamborgartrénu 30. nóvember kl. 17.00 við hátíðlega athöfn þar sem Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur jólalög við jólatréð.
Austurbakki
22. nóv. 2024
Breytingar á viðmiðum vegna nýrra íbúðalána
Landsbankinn gerir breytingar á hámarkslánstíma nýrra verðtryggðra íbúðalána og veðhlutföllum sem gilda um verðtryggð og óverðtryggð íbúðalán.
Landsbankinn
22. nóv. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi mánudaginn 2. desember 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
21. nóv. 2024
Vel heppnaður fundur um leiðir til að stækka fyrirtæki
Hátt í 200 manns sóttu vel heppnaðan fund um hvernig hægt er að stækka fyrirtæki sem var haldinn í Landsbankanum í Reykjastræti 20. nóvember. Á fundinum fjölluðu eigendur og stofnendur þriggja fyrirtækja um hvernig þau stækkuðu sín fyrirtæki og áskoranirnar sem þau tókust á við.
18. nóv. 2024
Landsbankinn styrkir Krýsuvíkursamtökin í nafni Framúrskarandi fyrirtækja
Líkt og undanfarin ár veitti Landsbankinn styrk til góðs málefnis í nafni allra þeirra fyrirtækja sem hlutu viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki. Að þessu sinni rann styrkurinn, fjórar milljónir króna, til Krýsuvíkursamtakanna.
Austurbakki
14. nóv. 2024
Opið söluferli á Greiðslumiðlun Íslands ehf.
Landsbankinn hf., Bál ehf. og Solvent ehf., sem eru eigendur að öllu hlutafé í Greiðslumiðlun Íslands ehf. (GMÍ), hafa ákveðið að bjóða hluti sína til sölu í opnu söluferli.
Austurbakki
12. nóv. 2024
S&P breytir horfum lánshæfismats úr stöðugum í jákvæðar
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti í dag lánshæfismat Landsbankans og tilkynnti jafnframt um breytingu á horfum úr stöðugum í jákvæðar. Lánshæfismat bankans er því BBB+/A-2 með jákvæðum horfum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur