Fréttir

Eng­ir vext­ir eða verð­bæt­ur af íbúðalán­um Grind­vík­inga í þrjá mán­uði

Grindavík
23. nóvember 2023

Vegna óvissuástands og náttúruhamfara í Grindavík hafa Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki, í samvinnu við Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), gert samkomulag um að fella niður vexti og verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga í þrjá mánuði. Samkomulag þessa efnis var gert í gær, 22. nóvember.

Með því að fella niður vexti og verðbætur í þrjá mánuði viljum við koma til móts við viðskiptavini okkar í Grindavík sem standa frammi fyrir mikill óvissu varðandi tekjur, útgjöld, húsnæði og afdrif eigna sinna. Samkomulag milli bankanna þriggja um þessa aðgerð stuðlar að jafnræði á milli lántaka.

Niðurfellingin nær til nóvember og desember 2023 og janúar 2024 og mun hún takmarkast við vexti og verðbætur af heildarlánum að hámarki 50 milljónir króna. Ef lántaki er með hærra lán eða samanlögð íbúðalán yfir 50 milljónum króna miðast niðurfellingin við að hámarki vaxta og verðbóta af 50 milljón króna láni.

Liður í heildstæðari lausn

Í síðustu viku kynntum við það úrræði að allir viðskiptavinir Landsbankans í Grindavík geta frestað afborgunum af íbúðalánunum sínum í sex mánuði og farið þannig í greiðsluskjól. Samhliða vorum við einnig með frekari aðgerðir til skoðunar og bankinn hefur tekið þátt í undirbúningi að heildstæðari lausn með aðkomu stjórnvalda, fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða og vátryggjenda. Niðurfelling vaxta og verðbóta í þrjá mánuði er liður í slíkri lausn sem gert er ráð fyrir að verði kynnt betur á næstu dögum.

Greiðsluskjól af íbúðaláni í sex mánuði

Sex mánuða greiðsluskjól stuðlar að því að Grindvíkingar fái fjárhagslegt svigrúm en í greiðsluskjóli greiða viðskiptavinir engar afborganir, vexti eða verðbætur af íbúðaláninu sínu. Vöxtum sem er frestað er bætt við höfuðstól lánsins tólf mánuðum eftir að greiðsluskjólið hefst. Vaxtagreiðslur sem frestast bera ekki vexti fyrr en að 12 mánuðum liðnum. Lánstíminn lengist um þann tíma sem greiðsluskjólið varir. Hægt er að stytta greiðsluskjólið hvenær sem er á lánstímanum.

Afar einfalt er að óska eftir greiðsluskjóli í appinu og eru nánari upplýsingar um það hér á vefnum.

Við tökum vel á móti þér

Við hvetjum alla Grindvíkinga til að hafa samband við okkur vanti þá frekari útskýringar á þessum úrræðum eða til að fara betur yfir fjármálin. Við tökum vel á móti ykkur í næsta útibúi, í síma eða á fjarfundum.

Enn ríkir mikil óvissa um framhaldið. Við munum áfram fylgjast með stöðunni og styðja við Grindvíkinga með ýmsum hætti.

Við finnum lausnir fyrir þig - Upplýsingar fyrir Grindvíkinga

Þú gætir einnig haft áhuga á
29. okt. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi víða um land 
Á næstu vikum býður Landsbankinn til Fjármálamóts, fræðslufunda um lífeyrismál og netöryggi víðs vegar um landið. Í þessari fundaröð ætlum við að heimsækja Reykjanesbæ, Akureyri, Selfoss og Reyðarfjörð.  
Stúlka með síma
28. okt. 2024
Færð þú örugglega upplýsingar um tilboðin okkar?
Við bjóðum reglulega tilboð í samvinnu við samstarfaðila okkar. Í sumum tilvikum missa viðskiptavinir af upplýsingum um tilboðin og ýmis fríðindi af því að þeir hafa afþakkað að fá sendar upplýsingar frá bankanum. Það er einfalt að breyta því vali í Landsbankaappinu eða netbankanum.
18. okt. 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 10
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 18. október til klukkan 10 laugardaginn 19. október.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Landsbankinn gefur út hagspá til 2027
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%.
Landsbankinn
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Græni hryggur
30. sept. 2024
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur