Takk fyrir komuna á Menningarnótt!
Fjöldi fólks á öllum aldri lagði leið sína í nýtt hús Landsbankans og í útibú bankans við Austurstræti á laugardaginn í tilefni Menningarnætur.
Bankinn bauð gestum og gangandi upp á glæsilega dagskrá. Farið var í fjórar leiðsagðar göngur um Reykjastræti 6 með Halldóru Vífilsdóttur, arkitekt og verkefnastjóra nýbyggingar Landsbankans.
Þá var ný myndlistarsýning með úrvali verka úr safni bankans opnuð í útibúinu við Austurstræti. Sýningin nefnist Hringrás og sýningarstjóri er Daría Sól Andrews. Myndlistarsýningin verður áfram aðgengileg í útibúinu fram að lokun þess í september.
Í Reykjastræti voru bestu lög barnanna flutt við mikinn fögnuð yngstu kynslóðarinnar sem söng og dansaði með Sylvíu Erlu og Árna Benedikt. Karlakórinn Esja tók lagið í Miðju og lét reyna á einstakan hljómburðinn í nýja húsinu. Kórinn fagnar 10 ára starfsafmæli um þessar mundir. Síðust en ekki síst var Diljá Pétursdóttir, nýjasti Eurovisionfari Íslands. Diljá tryllti áhorfendur á öllum aldri og sendi fólk út í Menningarnótt í rífandi stuði.
Við þökkum fyrir sýndan áhuga og frábæra mætingu!