Fréttir

Rík­ið kaup­ir Norð­ur­hús Aust­ur­bakka, hús Lands­bank­ans

Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri Fjármála og rekstrar hjá Landsbankanum, Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
29. september 2022 - Landsbankinn

Samið hefur verið um kaup ríkisins á Norðurhúsi í nýju húsi Landsbankans sem nú rís við Austurbakka í miðbæ Reykjavíkur. Til stendur að nýta það undir starfsemi utanríkisráðuneytisins og sýningar- og menningartengda starfsemi Listasafns Íslands. Þá hefur ríkið lýst yfir vilja til að ganga til samninga um kaup á Austurstræti 11.

Austurbakki er nútímalegt og sveigjanlegt skrifstofu- og þjónustuhúsnæði. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við Norðurhús verði lokið á árinu 2023 og að þá muni um 700-800 manns starfa í öllu húsinu.

Norðurhús Austurbakka er samtals um 5.900 fermetrar. Við ákvörðun kaupverðs var aflað verðmata og er kaupverðið meðaltal þeirra. Ríkissjóður greiðir 4,6 milljarða króna miðað við skil á húsinu í samræmi við upphaflegar áætlanir en þær gera ráð fyrir að húsnæði á jarðhæð og í kjallara verði skilað tilbúnu til innréttinga á meðan skrifstofuhúsnæði á 2.-4. hæð verði afhent fullbúið. Í kaupsamningnum er kveðið á um að bankinn afhendi alla húshluta fullbúna og er áætlað að um 1,4 milljarðar króna bætist við kaupverðið vegna fullnaðarfrágangs á jarðhæð og kjallara og aðlögunar að starfsemi ríkisins. Kaupverðið er því samtals um sex milljarðar króna.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri, segir: „Við erum afar ánægð með að samningar hafi tekist um að ríkið kaupi Norðurhús og ætli að flytja þangað starfsemi utanríkisráðuneytisins og nýta fyrir lista- og menningarstarfsemi. Austurbakki er vel hannað og fallegt hús sem fellur vel að umhverfi sínu. Starfsemi bankans, ráðuneytisins og ekki síður listasafnsins á góða samleið og mun án efa hleypa miklu lífi í allt svæðið. Við sem störfum í bankanum erum mjög spennt fyrir því að flytja í nýja húsið, úr tólf húsum í Kvosinni og tveimur húsum í Borgartúni. Það verður mikill munur að fá starfsemina loksins í eitt og miklu minna hús og flutningarnir munu leiða til aukinnar hagkvæmni, samvinnu og stuðla að enn betri þjónustu bankans. Við fögnum því líka að ríkið skoði kosti þess að kaupa Austurstræti 11, enda er mikilvægt að það góða hús fái hlutverk við hæfi.“

Nánar um Austurbakka

Landsbankinn í Austurstræti 11 frá 1898

Landsbankinn hóf starfsemi í Austurstræti 11 árið 1898 en húsið skemmdist mikið í miðbæjarbrunanum 1915. Húsið var endurreist og flutti bankinn starfsemi sína þangað árið 1924, eftir stuttan stans í Austurstræti 16, sem seinna hýsti Reykjavíkurapótek. Guðjón Samúelsson teiknaði Landsbankahúsið og taldi hann að það væri „án efa vandaðasta húsið sem reist hefir verið hér á landi“, eins og fram kemur í ítarlegri grein Péturs H. Ármannssonar sem er á Umræðunni. Austurstræti 11 er eitt af tólf húsum sem hýsa starfsemi bankans í Kvosinni.

Bankinn í miðborginni: Úr Bakarabrekku í Austurstræti

Á meðfylgjandi mynd eru: Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri Fjármála og rekstrar hjá Landsbankanum, Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Þú gætir einnig haft áhuga á
20. des. 2024
Samfélagssjóður Landsbankans styrkir 35 verkefni
Samfélagsstyrkjum samtals að upphæð 15 milljónum króna var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans fimmtudaginn 19. desember 2024. Alls hlutu 35 verkefni styrk að þessu sinni. Verkefnin eru afar fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri og víða um land.
19. des. 2024
Dagatal Landsbankans 2025 - Vatnið
Dagatal Landsbankans fyrir árið 2025 er tileinkað vatninu og ólíku hlutverki þess í lífi okkar allra. Vatnslitamyndir eftir myndlistamanninn Stefán „Mottuna“ Óla Baldursson prýða dagatalið í ár.
19. des. 2024
Afgreiðslutími um jól og áramót
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða lokuð á aðfangadag, jóladag, annan í jólum og á nýársdag. Á gamlársdag er opið til kl. 12 sem þýðir að útibú sem alla jafna opna eftir kl. 12 eru lokuð á gamlársdag. Að öðru leyti er opið samkvæmt hefðbundnum afgreiðslutíma. Appið og netbankinn eru að sjálfsögðu aðgengileg hvar og hvenær sem er.
Vilhelm Már Þorsteinsson, Halla Tómasdóttir forseti Íslands, Jón Atli Benediktsson, Jón Þ. Sigurgeirsson, Lilja B. Einarsdóttir, Sóllilja Bjarnadóttir, Aysan Safavi, Adam Janusz Switala og Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir.
6. des. 2024
Forseti Íslands ræddi um mikilvægi menntunar á fundi Háskólasjóðs Eimskipafélagsins
Í ávarpi sínu á hátíðarfundi Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands minnti Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, á mikilvægi háskólamenntunar, nýsköpunar og rannsókna. Á fundinum kynntu þrír styrkhafar úr sjóðnum doktorsverkefni.
Kona með hund
4. des. 2024
Ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar inn á íbúðalán endurnýjast sjálfkrafa
Við vekjum athygli á að þau sem eru með virka ráðstöfun á viðbótarlífeyrissparnaði inn á höfuðstól íbúðalána þurfa ekki að sækja sérstaklega um áframhaldandi nýtingu úrræðisins, heldur mun það endurnýjast sjálfkrafa um áramótin.
3. des. 2024
Helgi Áss Íslandsmeistari eftir sigur á Friðriksmóti Landsbankans
Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson kom, sá og sigraði á Friðriksmóti Landsbankans, Íslandsmótinu í hraðskák, sem fram fór 1. desember í Landsbankanum í Reykjarstræti.
29. nóv. 2024
Ljósin á Hamborgartrénu tendruð laugardaginn 30. nóvember
Ljósin verða tendruð á Hamborgartrénu 30. nóvember kl. 17.00 við hátíðlega athöfn þar sem Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur jólalög við jólatréð.
Austurbakki
22. nóv. 2024
Breytingar á viðmiðum vegna nýrra íbúðalána
Landsbankinn gerir breytingar á hámarkslánstíma nýrra verðtryggðra íbúðalána og veðhlutföllum sem gilda um verðtryggð og óverðtryggð íbúðalán.
Landsbankinn
22. nóv. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi mánudaginn 2. desember 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
21. nóv. 2024
Vel heppnaður fundur um leiðir til að stækka fyrirtæki
Hátt í 200 manns sóttu vel heppnaðan fund um hvernig hægt er að stækka fyrirtæki sem var haldinn í Landsbankanum í Reykjastræti 20. nóvember. Á fundinum fjölluðu eigendur og stofnendur þriggja fyrirtækja um hvernig þau stækkuðu sín fyrirtæki og áskoranirnar sem þau tókust á við.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur