iClean fær sjálfbærnimerki Landsbankans
iClean hefur hlotið sjálfbærnimerki Landsbankans fyrir Svansvottun á vöru og þjónustu. Sjálfbærnimerkið er veitt þeim fyrirtækjum sem uppfylla skilyrði um sjálfbærni sem sett eru fram í sjálfbærri fjámálaumgjörð bankans og standast strangar kröfur um umhverfisvæn eða félagsleg verkefni.
„Við hjá iClean erum afar stolt og ánægð að vera í hópi fyrirtækja á Íslandi sem hafa hlotið sjálfbærnimerki Landsbankans. Sem ræstingarþjónusta leggjum við mikla áherslu á umhverfismál ásamt því að veita öllum okkar viðskiptavinum faglega ráðgjöf í þeim efnum. Við erum stolt af þeim árangri sem hefur náðst og óskum okkar starfsfólki til hamingju!“ segir Aron Örn Ólafsson eigandi iClean.
Á myndinni eru Óskar Örn Árnason viðskiptastjóri hjá Landsbankanum og Guðmunda Rut Guðbjörnsdóttir, Aron Örn Ólafsson og Magdalena Watras frá IClean.