Hreinsitækni fær sjálfbærnimerki Landsbankans
Hreinsitækni ehf. hefur hlotið sjálfbærnimerki Landsbankans vegna starfsemi sinnar á sviði mengunarvarna og sjálfbærrar meðhöndlunar vatns og skólps.
Sjálfbærnimerki Landsbankans er veitt þeim fyrirtækjum sem uppfylla skilyrði um sjálfbærni sem sett eru fram í sjálfbærri fjármálaumgjörð bankans og standast strangar kröfur um umhverfisvæn verkefni.
Björgvin Jón Bjarnason, Framkvæmdastjóri Hreinsitækni segir:
„Þetta er mikil viðurkenning fyrir Hreinsitækni. Okkar verkefni lúta flest að því að draga úr mengun í samfélaginu og það er ánægjulegt fyrir starfsfólk félagsins að verk þeirra hljóti viðurkenningu sem þessa. Hreinsitækni leggur kapp á að sinna verkefnum sínum af ábyrgð, hvort sem litið er til samfélagsábyrgðar, umhverfismála eða sjálfbærni. Okkur þykir því vænt um þessa viðurkenningu.“ Björgvin Jón Bjarnason, framkvæmdastjóri Hreinsitækni ehf.
Á myndinni eru Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir, viðskiptastjóri hjá Landsbankanum og Björgvin Jón Bjarnason, framkvæmdastjóri Hreinsitækni.