Fréttir

Opn­um sand­kassa til að und­ir­búa nýj­ar lausn­ir

3. nóvember 2021

Ný lög um greiðsluþjónustu hafa tekið gildi. Af því tilefni höfum við opnað sandkassa sem fjártæknifyrirtæki og önnur fyrirtæki í þessum geira geta nýtt til að þróa fjártæknilausnir til að tengja við kerfi bankans.

Nýju lögin byggja á Evróputilskipun sem gengur undir heitinu PSD2. Lögin tóku gildi 1. nóvember 2021. Þegar reglugerð sem fylgir lögunum kemur að fullu til framkvæmda þann 1. maí 2022 munu fleiri aðilar en aðeins bankar geta boðið einstaklingum og fyrirtækjum upp á helstu greiðsluaðgerðir og yfirlit bankareikninga. Þetta er þjónusta sem hérlendis hefur aðeins verið veitt í netbönkum og bankaöppum, en frá 1. maí 2022 geta viðskiptavinir Landsbankans sem það kjósa væntanlega séð bankareikninga sína í öppum og vefsvæðum utan bankans og millifært af reikningum sínum þar.

Allt mun þetta byggja á að viðskiptavinir vilji nýta sér þessa þjónustu og samþykki sérstaklega að fjártæknifyrirtæki og önnur fyrirtæki fái aðgang að gögnum þeirra hjá Landsbankanum. Aðgengið nær til svonefndra greiðslureikninga en það eru m.a. óbundnir bankareikningar sem eru t.d. notaðir fyrir greiðslur, millifærslur og úttektir með greiðslukortum.

Sýndaraðgangur til að undirbúa lausnir

Til þess að auka möguleikana á að slíkar lausnir verði tilbúnar í vor höfum við, í samræmi við ákvæði laganna, opnað sandkassa (e. sandbox), sem einnig mætti kalla þróunargátt. Í sandkassanum eru engin raunveruleg gögn um viðskiptavini en þar er á hinn bóginn búið að stilla upp sýndaraðgangi að tilteknum kerfum bankans. Þar geta fjártæknifyrirtæki og önnur fyrirtæki eða aðilar í þessum geira kynnt sér hvernig ýmsar aðgerðir bankans virka. Í sandkassanum er líka hægt að prófa að sækja reikningsupplýsingar og færsluyfirlit, prófa innlendar og erlendar millifærslur og margt fleira. Með aðgangi að þessum gögnum er hægt að forrita lausnir sem „tala við“ kerfi bankans.

Prófunarumhverfið er hýst og rekið af kanadíska tæknifyrirtækinu Salt Edge, samstarfsaðila Landsbankans í PSD2-lausnum. Salt Edge er leiðandi á heimsvísu í þróun skilflata fyrir bæði banka og fjártæknifyrirtæki og framleiðir íhluti fyrir fjölbreyttar þarfir fjármálamarkaðar víða um heim. Samstarf við svo stóran og traustan aðila opnar á mikla möguleika fyrir viðskiptavini Landsbankans, þar sem alþjóðleg þekking fjölda sérfræðinga nýtist bankanum við að veita öfluga og lipra þjónustu.

Uppfylla þarf strangar kröfur til að veita þjónustuna

Tilgangur laganna er að auka samkeppni og neytendavernd á fjármálamarkaði, sem og að stuðla að vöruþróun og nýsköpun á greiðslumarkaði. Aðeins leyfisskyldir aðilar innan Evrópska efnahagssvæðisins (ESB og EFTA) geta veitt nýju greiðsluþjónustuna, t.d. fjártæknifyrirtæki. Aðilarnir þurfa sérstakt starfsleyfi eða samþykkta skráningu frá fjármálaeftirliti síns lands og verða að uppfylla ítarlegar kröfur sem settar eru fram í nýju lögunum. Til að gæta jafnræðis innan Evrópu eru aðgerðir og skýringartextar á ensku. Engar aðgangstakmarkanir eru á þróunargáttinni sem er virkilega einföld og auðveld í notkun.

Þú finnur hlekk á prófunarumhverfið á vefslóðinni developers.landsbankinn.is.

Við hlökkum til að sjá þig í sandkassanum!

Þú gætir einnig haft áhuga á
Vilhelm Már Þorsteinsson, Halla Tómasdóttir forseti Íslands, Jón Atli Benediktsson, Jón Þ. Sigurgeirsson, Lilja B. Einarsdóttir, Sóllilja Bjarnadóttir, Aysan Safavi, Adam Janusz Switala og Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir.
6. des. 2024
Forseti Íslands ræddi um mikilvægi menntunar á fundi Háskólasjóðs Eimskipafélagsins
Í ávarpi sínu á hátíðarfundi Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands minnti Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, á mikilvægi háskólamenntunar, nýsköpunar og rannsókna. Á fundinum kynntu þrír styrkhafar úr sjóðnum doktorsverkefni.
Kona með hund
4. des. 2024
Ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar inn á íbúðalán endurnýjast sjálfkrafa
Við vekjum athygli á að þau sem eru með virka ráðstöfun á viðbótarlífeyrissparnaði inn á höfuðstól íbúðalána þurfa ekki að sækja sérstaklega um áframhaldandi nýtingu úrræðisins, heldur mun það endurnýjast sjálfkrafa um áramótin.
3. des. 2024
Helgi Áss Íslandsmeistari eftir sigur á Friðriksmóti Landsbankans
Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson kom, sá og sigraði á Friðriksmóti Landsbankans, Íslandsmótinu í hraðskák, sem fram fór 1. desember í Landsbankanum í Reykjarstræti.
29. nóv. 2024
Ljósin á Hamborgartrénu tendruð laugardaginn 30. nóvember
Ljósin verða tendruð á Hamborgartrénu 30. nóvember kl. 17.00 við hátíðlega athöfn þar sem Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur jólalög við jólatréð.
Austurbakki
22. nóv. 2024
Breytingar á viðmiðum vegna nýrra íbúðalána
Landsbankinn gerir breytingar á hámarkslánstíma nýrra verðtryggðra íbúðalána og veðhlutföllum sem gilda um verðtryggð og óverðtryggð íbúðalán.
Landsbankinn
22. nóv. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi mánudaginn 2. desember 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
21. nóv. 2024
Vel heppnaður fundur um leiðir til að stækka fyrirtæki
Hátt í 200 manns sóttu vel heppnaðan fund um hvernig hægt er að stækka fyrirtæki sem var haldinn í Landsbankanum í Reykjastræti 20. nóvember. Á fundinum fjölluðu eigendur og stofnendur þriggja fyrirtækja um hvernig þau stækkuðu sín fyrirtæki og áskoranirnar sem þau tókust á við.
18. nóv. 2024
Landsbankinn styrkir Krýsuvíkursamtökin í nafni Framúrskarandi fyrirtækja
Líkt og undanfarin ár veitti Landsbankinn styrk til góðs málefnis í nafni allra þeirra fyrirtækja sem hlutu viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki. Að þessu sinni rann styrkurinn, fjórar milljónir króna, til Krýsuvíkursamtakanna.
Austurbakki
14. nóv. 2024
Opið söluferli á Greiðslumiðlun Íslands ehf.
Landsbankinn hf., Bál ehf. og Solvent ehf., sem eru eigendur að öllu hlutafé í Greiðslumiðlun Íslands ehf. (GMÍ), hafa ákveðið að bjóða hluti sína til sölu í opnu söluferli.
Austurbakki
12. nóv. 2024
S&P breytir horfum lánshæfismats úr stöðugum í jákvæðar
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti í dag lánshæfismat Landsbankans og tilkynnti jafnframt um breytingu á horfum úr stöðugum í jákvæðar. Lánshæfismat bankans er því BBB+/A-2 með jákvæðum horfum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur