Fréttir

Ný lög um fjár­mála­gern­inga – þú þarft mögu­lega að bregð­ast við

Ný lög um fjármálagerninga taka gildi 1. september 2021. Breytingarnar valda því að lögaðilar sem ætla að stunda viðskipti með fjármálagerninga, þurfa að bregðast við. Hið sama á við um einstaklinga sem eru með annað ríkisfang en íslenskt eða eru með tvöfalt ríkisfang.
1. september 2021

Lögunum er ætlað að efla fjárfestavernd, gagnsæi í viðskiptum og fleira sem viðkemur viðskiptum með fjármálagerninga sem teknir hafa verið á markað, s.s. hlutabréf, kauphallarsjóði og skuldabréf.

Hvað þurfa lögaðilar að gera?

Eftir gildistöku laganna þurfa lögaðilar sem ætla að eiga viðskipti með fjármálagerninga sem teknir hafa verið til viðskipta á markaði að afla sér alþjóðlegs LEI-kóða hjá viðurkenndum útgefendum erlendis.

Upplýsingar um LEI-kóða lögaðila þarf að senda í tölvupósti á netfangið lei@landsbankinn.is ásamt nafni lögaðila og íslenskri kennitölu.

Nánar um LEI-kóða

Hvað þurfa einstaklingar að gera?

Ef þú ert einstaklingur með annað ríkisfang en íslenskt eða ert með tvöfalt ríkisfang, þarftu að upplýsa Landsbankann um alla erlendu NCI-kóðana þína til að þú getir átt viðskipti með fjármálagerninga sem teknir hafa verið til viðskipta á markaði. Einstaklingar sem eingöngu hafa íslenskt ríkisfang þurfa ekki að upplýsa um NCI-kóða sinn.

Upplýsingar um NCI-kóða einstaklinga þarf að senda í tölvupósti á netfangið nci@landsbankinn.is ásamt nafni og íslenskri kennitölu.

Reglur um NCI-kóða eru misjafnar á milli landa. Við erum með frekari upplýsingar á vefnum okkar en ef þú lendir í vandræðum hvetjum við þig til að hafa samband við okkur.

Nánar um NCI-kóða

Nánar um kóðana

LEI-kóðar og NCI-kóðar eru nauðsynlegir vegna viðskipta með hlutabréf, kauphallarsjóði og skuldabréf sem skráð eru á markað, t.d. Nasdaq Iceland og First North. Ekki er þörf á þessum kóðum ef viðskiptavinur ætlar eingöngu að eiga viðskipti með sjóði Landsbréfa, að undanskildum kauphallarsjóðnum Landsbréf LEQ UCITS ETF.

Þú gætir einnig haft áhuga á
18. okt. 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 10
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 18. október til klukkan 10 laugardaginn 19. október.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Landsbankinn gefur út hagspá til 2027
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%.
Landsbankinn
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Græni hryggur
30. sept. 2024
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
20. sept. 2024
Tveir nemendur hlutu styrk úr Hvatasjóði HR og Landsbankans
Þeir Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
18. sept. 2024
Vörum við svikasímtölum
Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur