Fréttir

Lands­bank­inn mæl­ir kol­efn­is­los­un lána­safns­ins fyrst­ur banka

Landsbankinn hefur fyrstur íslenskra fjármálafyrirtækja mælt kolefnislosun frá lánasafni sínu. Þetta markar tímamót þar sem ein helsta áskorun banka í loftslagsmálum hefur verið að mæla umhverfisáhrif frá verkefnum sem þeir lána til eða fjárfesta í.
11. júní 2021

Þannig vinnum við markvisst að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og Parísarsamkomulaginu í gegnum okkar kjarnastarfsemi.

Við höfum nú áætlað losun vegna útlána til fyrirtækja, íbúðalána og bílalána með aðferðafræði alþjóðlega PCAF-loftslagsmælisins. Upplýsingarnar verða birtar opinberlega og uppfærðar árlega í sjálfbærniskýrslu okkar.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans: „Þetta er risastórt skref í sjálfbærnivinnu okkar. Bankar, líkt og önnur fyrirtæki, þurfa að leggja sitt af mörkum til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Stóru tækifærin til að draga úr kolefnislosun liggja ekki í beinum rekstri okkar, heldur í loftslagsáhrifum tengdri fjármálaþjónustunni sjálfri. Með því að þekkja þessi óbeinu áhrif og búa yfir þessum upplýsingum í fyrsta sinn, getum við betur áttað okkur á því hvar losunin liggur. Ég er mjög stolt af því að Landsbankinn skuli vera í hópi alþjóðlegra banka og sérfræðinga að þróa þessa mikilvægu aðferðarfræði. Við eru í stöðugri framþróun og markmið okkar með þessari vinnu er að auka skilning okkar á áhrifum bankans í gegnum lánveitingar eða fjárfestingar, geta fylgst með breytingum yfir tíma og miðlað þeim upplýsingum. Það er Landsbanki nýrra tíma.“

PCAF, fyrsti loftslagsmælirinn fyrir banka

Landsbankinn hóf þátttöku í alþjóðlega verkefninu Partnership for Carbon Accounting Financials (PCAF) árið 2019 og hefur frá upphafi unnið að þróun aðferðafræði PCAF-loftslagsmælisins, sem hleypt var af stokkunum í nóvember 2020. PCAF- loftslagsmælirinn, sem byggir á grunni GHG Protocol, gerir nú fjármálafyrirtækjum um allan heim kleift að mæla þessi óbeinu umhverfisáhrif á samræmdan og vísindalegan hátt.

Kolefnislosun í lánasafni (PCAF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
18. okt. 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 10
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 18. október til klukkan 10 laugardaginn 19. október.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Landsbankinn gefur út hagspá til 2027
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%.
Landsbankinn
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Græni hryggur
30. sept. 2024
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
20. sept. 2024
Tveir nemendur hlutu styrk úr Hvatasjóði HR og Landsbankans
Þeir Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
18. sept. 2024
Vörum við svikasímtölum
Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur