Fréttir

Lands­bank­inn í sam­st­arf við Goldm­an Sachs

Eignastýring Landsbankans hefur gert samstarfssamning við bandaríska fjárfestingarbankann Goldman Sachs sem felur í sér að viðskiptavinir bankans geta nú fjárfest í fjölbreyttum sjóðum Goldman Sachs.
25. maí 2021 - Landsbankinn

Goldman Sachs Asset Management er leiðandi á eignastýringarmarkaði og er með yfir tvær billjónir Bandaríkjadala í stýringu. Þau leggja áherslu á að sjá fyrir breytingar á þörfum viðskiptavina með því að þróa nýjar vörur og þjónustu fyrir alla eignaflokka, þ.m.t. skuldabréf, peningamarkaðsgerninga, skráð og óskráð hlutabréf, almenn útlán, vogunarsjóði, innviði og fasteignir. Hjá Goldman Sachs starfa yfir 2.000 sérfræðingar sem sinna fjölbreyttum viðskiptavinahópi um allan heim.

Thomas Kønig, framkvæmdastjóri og yfirmaður Norðurlandamála hjá Goldman Sachs Asset Management:

„Við erum mjög spennt fyrir samstarfinu við Landsbankann. Við höfum stefnt að því að auka umsvif okkar á Norðurlöndum, bæði með beinum hætti en ekki síður í gegnum samstarf við einstaka fjármálafyrirtæki. Við lítum á Ísland sem mikilvægt markaðssvæði og viljum vinna með traustum innlendum aðila. Við erum sannfærð um að samstarfið leiði til ávinnings þar sem alþjóðleg þekking okkar og vöruframboð í öllum eignaflokkum mætir þekkingu Landsbankans á íslensku samfélagi og markaði. Við hlökkum til samstarfsins og að þróa það enn frekar til framtíðar.“

Kristín Erla Jóhannsdóttir, forstöðumaður Eignastýringar Landsbankans, segir:

„Við erum afar ánægð með að vera komin í samstarf  við Goldman Sachs, sem er eitt af leiðandi fyrirtækjum heims á sviði eignastýringar. Samstarfið opnar á mikil tækifæri fyrir viðskiptavini okkar. Goldman Sachs býður upp á fjölbreytt úrval sjóða og fylgir nýjustu straumum og stefnum í fjárfestingum með sjálfbærni að leiðarljósi. Sem dæmi má nefna alþjóðlega „Millennials“ hlutabréfasjóðinn sem fjárfestir í félögum sem leggja sérstaka áherslu á neyslumynstur aldamótakynslóðarinnar. Þetta er nýstárlegur, alþjóðlegur sjóður sem getur hentað vel í dreift eignasafn en við leggjum metnað í að sníða eignasöfn viðskiptavina okkar að þeirra þörfum.

Thomas Kønig, framkvæmdastjóri og yfirmaður Norðurlandamála hjá Goldman Sachs Asset Management

Thomas Kønig

framkvæmdastjóri og yfirmaður Norðurlandamála hjá Goldman Sachs Asset Management

Kristín Erla Jóhannsdóttir, forstöðumaður Eignastýringar Landsbankans.

Kristín Erla Jóhannsdóttir

forstöðumaður Eignastýringar Landsbankans

Fjölbreytt úrval erlendra sjóða

Landsbankinn býður nú þegar upp á miðlun á erlendum hlutabréfum og skuldabréfum á öllum helstu mörkuðum. Einnig bjóðum við upp á milligöngu um kaup í erlendum sjóðum hjá þekktum sjóðastýringarfyrirtækjum og í erlendum sjóðum sem eru í rekstri hjá Landsbréfum, dótturfélagi Landsbankans. Við  erum leiðandi á sviði ábyrgra fjárfestinga og bjóðum viðskiptavinum tækifæri til að fjárfesta með okkur í sjálfbærri framtíð, þannig að bæði fjárfestar og samfélagið hljóti ávinning af. 

Nánari upplýsingar

Þú gætir einnig haft áhuga á
21. ágúst 2024
Dagskrá Landsbankans á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Eystra horn
19. ágúst 2024
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2024.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
2. ágúst 2024
Útibúið í Eyjum lokar á hádegi föstudag; öll útibú lokuð á frídegi verslunarmanna
Vegna Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum lokar útibú Landsbankans í Eyjum klukkan 12 á hádegi í dag, föstudaginn 2. ágúst. Öll útibú bankans verða lokuð á frídegi verslunarmanna mánudaginn 5. ágúst.
Netbanki
19. júlí 2024
Upplýsingar vegna kerfisbilunar
Engar truflanir eru lengur á þjónustu bankans. Í nótt og í morgun voru truflanir á ýmsum þjónustuþáttum sem tengdust bilun sem haft hefur áhrif á fyrirtæki víða um heim.
15. júlí 2024
Níu atriði fengu úthlutun úr Gleðigöngupottinum
Landsbankinn er stoltur styrktaraðili Hinsegin daga. Dómnefnd Gleðigöngupotts Hinsegin daga og Landsbankans hefur úthlutað styrkjum til níu atriða í Gleðigöngunni.
Stúlka með síma
12. júlí 2024
Enn einfaldara að byrja að nota Landsbankaappið
Nýskráning í Landsbankaappið hefur aldrei verið einfaldari og nú geta allir prófað appið án nokkurra skuldbindinga. Með þessu opnum við enn frekar fyrir aðgang að þjónustu Landsbankans.
Menningarnótt 2023
9. júlí 2024
24 verkefni fá úthlutað úr Menningarnæturpottinum
Í ár fá 24 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar. Verkefnin miða meðal annars að því að færa borgarbúum myndlist, tónlist og fjölbreytta listgjörninga, bæði innan- og utandyra.
Austurbakki
5. júlí 2024
Fyrirtækjaráðgjöf verður ráðgjafi fjármálaráðuneytisins vegna sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans sem sjálfstæðan fjármálaráðgjafa við skipulagningu og yfirumsjón á fyrirhuguðu markaðssettu útboði eða útboðum á eftirstandandi eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf.
Björn A. Ólafsson
4. júlí 2024
Björn Auðunn Ólafsson til liðs við Landsbankann
Björn Auðunn Ólafsson hefur gengið til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur hann þegar hafið störf.
Landsbankinn.pl
3. júlí 2024
Meiri upplýsingar á pólsku á landsbankinn.pl
Við höfum bætt við pólskri útgáfu af Landsbankavefnum, til viðbótar við íslenska og enska útgáfu. Á pólska vefnum eru upplýsingar um appið okkar, greiðslukort, gengi gjaldmiðla, viðbótarlífeyrissparnað, rafræn skilríki, Auðkennisappið og fleira.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur