Fréttir

Hagspá Lands­bank­ans 2021-2023: Birt­ir til eft­ir þung­bú­ið ár

Í hagspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2021-2023 er gert ráð fyrir að efnahagsbatinn hefjist á öðrum ársfjórðungi 2021 og að landsframleiðslan vaxi um tæp 5% á árinu. Góður gangur í bólusetningum, bæði innanlands og í helstu viðskiptalöndum, bendir til þess að ferðaþjónustan taki fyrr við sér en reiknað var með síðastliðið haust.
Hraunrennsli
18. maí 2021

Hagfræðideild spáir hóflegri en þó áfram kröftugum hagvexti á næsta ári, en að það hægi meira á hagvexti árið 2023 en áður var reiknað með. Útlit er fyrir að verðbólga gangi hægt og sígandi niður eftir því sem líður á árið samhliða því sem alþjóðleg áhrif faraldursins á hrávöruverð og flutningskostnað fjara út.

Áhrif vegna styrkingar krónunnar síðustu mánuði, umtalsverður framleiðsluslaki og varfærin hækkun stýrivaxta á seinni hluta ársins, ætti að skila sér í verðbólgu sem verður nálægt markmiði Seðlabanka Íslands um mitt næsta ár.

Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar, segir: „Hagvaxtarhorfur fyrir árið í ár hafa batnað hratt síðustu mánuði. Þar spilar fyrst og fremst inn í góður gangur í bólusetningum hér innanlands og í okkar helstu viðskiptalöndum, en einnig sú gríðarlega athygli sem eldgosið í Geldingadölum hefur hlotið. Báðir þessir þættir munu hjálpa ferðaþjónustunni að ná viðspyrnu fyrr en við reiknuðum með síðastliðið haust. Verðbólguhorfurnar hafa hins vegar versnað allnokkuð síðustu mánuði og við reiknum ekki með því að verðbólgan verði komin að markmiði Seðlabankans fyrr en um mitt næsta ár.“

Helstu niðurstöður:

  • Útlit er fyrir að böndum verði komið á Covid-19-heimsfaraldurinn á seinni hluta árs 2021 og að landsframleiðslan hér á landi aukist um 4,9% á árinu. Útflutningur eykst um ríflega 15%, einkaneysla um 3,8% og heildarfjármunamyndun um 5,5%.
  • Reiknað er með samfelldum hagvexti næstu tvö árin; 3,3% árið 2022 og 2,2% árið 2023. Áætlað er að verg landsframleiðsla nái sama stigi og fyrir faraldurinn undir lok árs 2022.
  • Gert er ráð fyrir um 800.000 erlendum ferðamönnum í ár, 1,5 milljónum á næsta ári og um 2 milljónum árið 2023.
  • Draga mun úr atvinnuleysi en útlit er fyrir að skráð atvinnuleysi verði að meðaltali 8,8% á þessu ári, lækki í 5,5% á næsta ári og verði nálægt 4,6% árið 2023.
  • Gert er ráð fyrir að viðskiptajöfnuður við útlönd verði jákvæður um að jafnaði 1,1% af landsframleiðslu næstu þrjú árin.
  • Verðbólgan nær hámarki á öðrum ársfjórðungi 2021 og verður töluvert yfir markmiði út þetta ár en verður komin í markmið um mitt næsta ár. Gert er ráð fyrir að verðbólga verði að meðaltali 4% í ár, 2,5% á næsta ári og 2,6% árið 2023.
  • Spáin gerir ráð fyrir að stýrivextir verði hækkaðir á seinni helmingi ársins og að meginvextir Seðlabanka Íslands verði 1,5% í árslok, hækki í 2,5% árið 2022 og verði 2,75% í lok árs 2023.
  • Fasteignamarkaðurinn tók verulega við sér í vor í kjölfar vaxtalækkana. Við gerum ráð fyrir að íbúðaverð hækki um 10,5% í ár, milli ársmeðaltala, en að það hægi verulega á hækkunartaktinum næstu ár.
  • Ríkissjóður hefur tekið á sig miklar byrðar í kreppunni. Fjárlög ársins 2021 voru samþykkt með 326 ma.kr. halla. Samneysluútgjöld jukust um 3,1% á árinu 2020 og við spáum 2% aukningu í ár.

Hagspá Landsbankans 2021 – 2023

Þú gætir einnig haft áhuga á
Vilhelm Már Þorsteinsson, Halla Tómasdóttir forseti Íslands, Jón Atli Benediktsson, Jón Þ. Sigurgeirsson, Lilja B. Einarsdóttir, Sóllilja Bjarnadóttir, Aysan Safavi, Adam Janusz Switala og Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir.
6. des. 2024
Forseti Íslands ræddi um mikilvægi menntunar á fundi Háskólasjóðs Eimskipafélagsins
Í ávarpi sínu á hátíðarfundi Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands minnti Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, á mikilvægi háskólamenntunar, nýsköpunar og rannsókna. Á fundinum kynntu þrír styrkhafar úr sjóðnum doktorsverkefni.
Kona með hund
4. des. 2024
Ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar inn á íbúðalán endurnýjast sjálfkrafa
Við vekjum athygli á að þau sem eru með virka ráðstöfun á viðbótarlífeyrissparnaði inn á höfuðstól íbúðalána þurfa ekki að sækja sérstaklega um áframhaldandi nýtingu úrræðisins, heldur mun það endurnýjast sjálfkrafa um áramótin.
3. des. 2024
Helgi Áss Íslandsmeistari eftir sigur á Friðriksmóti Landsbankans
Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson kom, sá og sigraði á Friðriksmóti Landsbankans, Íslandsmótinu í hraðskák, sem fram fór 1. desember í Landsbankanum í Reykjarstræti.
29. nóv. 2024
Ljósin á Hamborgartrénu tendruð laugardaginn 30. nóvember
Ljósin verða tendruð á Hamborgartrénu 30. nóvember kl. 17.00 við hátíðlega athöfn þar sem Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur jólalög við jólatréð.
Austurbakki
22. nóv. 2024
Breytingar á viðmiðum vegna nýrra íbúðalána
Landsbankinn gerir breytingar á hámarkslánstíma nýrra verðtryggðra íbúðalána og veðhlutföllum sem gilda um verðtryggð og óverðtryggð íbúðalán.
Landsbankinn
22. nóv. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi mánudaginn 2. desember 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
21. nóv. 2024
Vel heppnaður fundur um leiðir til að stækka fyrirtæki
Hátt í 200 manns sóttu vel heppnaðan fund um hvernig hægt er að stækka fyrirtæki sem var haldinn í Landsbankanum í Reykjastræti 20. nóvember. Á fundinum fjölluðu eigendur og stofnendur þriggja fyrirtækja um hvernig þau stækkuðu sín fyrirtæki og áskoranirnar sem þau tókust á við.
18. nóv. 2024
Landsbankinn styrkir Krýsuvíkursamtökin í nafni Framúrskarandi fyrirtækja
Líkt og undanfarin ár veitti Landsbankinn styrk til góðs málefnis í nafni allra þeirra fyrirtækja sem hlutu viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki. Að þessu sinni rann styrkurinn, fjórar milljónir króna, til Krýsuvíkursamtakanna.
Austurbakki
14. nóv. 2024
Opið söluferli á Greiðslumiðlun Íslands ehf.
Landsbankinn hf., Bál ehf. og Solvent ehf., sem eru eigendur að öllu hlutafé í Greiðslumiðlun Íslands ehf. (GMÍ), hafa ákveðið að bjóða hluti sína til sölu í opnu söluferli.
Austurbakki
12. nóv. 2024
S&P breytir horfum lánshæfismats úr stöðugum í jákvæðar
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti í dag lánshæfismat Landsbankans og tilkynnti jafnframt um breytingu á horfum úr stöðugum í jákvæðar. Lánshæfismat bankans er því BBB+/A-2 með jákvæðum horfum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur