Fréttir

Rúm­lega tvö­föld eft­ir­spurn í hluta­fjárút­boði Síld­ar­vinnsl­unn­ar hf.

Vel heppnuðu almennu hlutafjárútboði Síldarvinnslunnar lauk klukkan 16.00 þann 12. maí 2021.
13. maí 2021 - Landsbankinn

Útgefið hlutafé í Síldarvinnslunni nemur 1.700 milljónum hluta. Í útboðinu voru boðnir til sölu 447,6 milljónir hluta af áður útgefnum hlutum. Rúmlega tvöföld eftirspurn var frá bæði almenningi og fagfjárfestum og nýttu seljendur sér heimild til að fjölga seldum hlutum í útboðinu um 51 milljón hluta. Seljendur samþykktu áskriftir fyrir 498,6 milljónir hluta eða 29,3% af hlutafé félagsins. Ráðgjafi Síldarvinnslunnar er Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans.

  • Nær 6.500 áskriftir bárust fyrir um 60 milljarða króna.
  • Í tilboðsbók A var endanlegt útboðsgengi 58 krónur á hlut. Áskriftir á útboðsgengi í tilboðsbók A eru ekki skertar undir 1 milljón króna að kaupverði. Skerðing áskrifta á útboðsgengi í tilboðsbók A er að öðru leyti hlutfallsleg.
  • Í tilboðsbók B var endanlegt útboðsgengi 60 krónur á hlut. Skerðing áskrifta var í samræmi við skilmála útboðsins. Fjárfestar sem tilgreindu lægra útboðsgengi fengu ekki úthlutað. 
  • Söluandvirði nam 29,7 milljörðum króna.

Fjöldi hluthafa í Síldarvinnslunni verður tæplega 7.000 í kjölfar útboðsins.

Þátttakendur í útboðinu geta nálgast upplýsingar um úthlutun í útboðinu, eigi síðar en í lok dags 14. maí 2021 með því að fara inn á áskriftarvef útboðsins á vefsíðu Landsbankans hf., landsbankinn.is/sildarvinnslan og nota sömu aðgangsauðkenni og þeir notuðu til að skrá áskrift sína í útboðinu.

Gjalddagi og eindagi áskriftarloforða í útboðinu er 20. maí 2021 og er áætlað að afhenda kaupendum hluti í Síldarvinnslunni þann 26. maí 2021 að undangenginni greiðslu.

Áætlað er að viðskipti með hlutabréf í Síldarvinnslunni hefjist 27. maí 2021 en Nasdaq Iceland mun tilkynna um fyrsta viðskiptadag með hlutabréfin með minnst eins viðskiptadags fyrirvara.

Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar hf.:  

„Það er virkilega ánægjulegt að sjá áhuga almennings og fagfjárfesta á sjávarútvegi sem kristallast í niðurstöðum útboðsins.

Ég vil bjóða nýja hluthafa velkomna í Síldarvinnsluna og þakka það mikla traust sem þeir hafa sýnt félaginu og starfsfólki þess.

Með fyrirhugaðri skráningu félagsins í Kauphöll verður Síldarvinnslan með þá sérstöðu að vera eina skráða félagið með höfuðstöðvar á landsbyggðinni.“

Nánari upplýsingar veitir:

Svana Huld Linnet, forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans

Netfang: Svana.huld.linnet@landsbankinn.is

Sími: 618-2525

Þú gætir einnig haft áhuga á
Stúlka með síma
28. okt. 2024
Are you getting information about our offers?
We regularly advertise special offers for customers, in collaboration with our partners. In some cases, customers may not receive information about such offers or benefits because they have declined to receive notifications from the Bank. It’s easy to change this choice in Landsbankinn’s app or online banking.
Stúlka með síma
28. okt. 2024
Færð þú örugglega upplýsingar um tilboðin okkar?
Við bjóðum reglulega tilboð í samvinnu við samstarfaðila okkar. Í sumum tilvikum missa viðskiptavinir af upplýsingum um tilboðin og ýmis fríðindi af því að þeir hafa afþakkað að fá sendar upplýsingar frá bankanum. Það er einfalt að breyta því vali í Landsbankaappinu eða netbankanum.
18. okt. 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 10
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 18. október til klukkan 10 laugardaginn 19. október.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Landsbankinn gefur út hagspá til 2027
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%.
Landsbankinn
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Græni hryggur
30. sept. 2024
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur