Landsbankinn efstur banka í Íslensku ánægjuvoginni 2020
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir: „Ánægja og traust viðskiptavina skipta okkur mjög miklu máli og við erum því bæði þakklát og stolt yfir því að Landsbankinn hafi annað árið í röð mælst efstur banka í Íslensku ánægjuvoginni. Undanfarið ár höfum við þurft að gera ýmsar breytingar á þjónustu vegna Covid-19 en viðskiptavinir hafa tekið þeim af skilningi og yfirvegun. Með því að bjóða öflugar stafrænar lausnir og tryggja að fleira starfsfólk gæti veitt ráðgjöf og afgreitt erindi í gegnum tölvu og síma, tókst okkur að lágmarka truflun á þjónustu og afgreiða metfjölda umsókna um íbúðalán fljótt og vel. Í nýrri stefnu bankans skerpum við enn frekar á áherslu okkar á ánægju viðskiptavina. Við ætlum að einfalda þeim lífið með því að bjóða fyrsta flokks stafrænar lausnir og persónulega og faglega ráðgjöf, hvort sem er með samtali eða heimsókn í útibú.“
Íslenska ánægjuvogin er félag í eigu Stjórnvísi og er framkvæmd í höndum Zenter rannsókna.