Vaxtagreiðslur og millifærslur um áramótin
Vaxtagreiðslur bankareikninga fyrir árið 2020 og skuldfærsla vegna vaxta á yfirdráttarlánum fyrir desembermánuð 2020 fara fram þann 31. desember. Útreikningur miðast við stöðuna á reikningum eins og hún er um kl. 18.00 þann dag.
Millifærslur
Allar millifærslur og aðrar greiðsluaðgerðir sem framkvæmdar eru þann 31. desember 2020, tilheyra vaxtatímabili árisins 2020 og verður tekið tillit til þeirra við næsta útreikning vaxta.
Allar færslur sem framkvæmdar eru eftir kl. 21.00 þann 31.12.2020 bókast 4. janúar og tilheyra árinu 2021.
Stórgreiðslur
Stórgreiðslukerfið lokar kl. 12.00 á hádegi þann 31. desember 2020. Eftir þann tíma er ekki hægt að millifæra 10 milljónir króna eða hærri fjárhæð á milli banka fyrr en stórgreiðslukerfið opnar að nýju þann 4. janúar 2021 kl. 09.00.
Launagreiðslur
Viðskiptavinum Landsbankans sem greiða laun er bent á að senda bankanum framvirka launaskrá milli jóla og nýárs, með greiðsludag 31. desember. Ef sú leið er ekki valin er best að viðskiptavinir greiði launin strax um morguninn þann 31. desember.