Kerfisskipti hjá Nasdaq CSD hafa áhrif á uppgjör viðskipta
Eins og fram kemur á vef Nasdaq er mánudagurinn 24. ágúst þannig skilgreindur sem „dagur án uppgjörs“ (e. non-settlement day). Með lokuninni er dregið úr líkum á að hnökrar verði á uppgjöri við kerfisskiptin og kerfisáhætta lágmörkuð. Viðskipti sem framkvæmd eru miðvikudaginn 19. ágúst verða gerð upp í einu uppgjöri fyrir hádegi föstudaginn 21. ágúst. Kerfi Nasdaq CSD mun loka eftir hádegi 21. ágúst til að hefja gagnaflutninga í nýtt kerfi.
Þar sem lokað verður fyrir uppgjör verðbréfaviðskipta þann 24. ágúst þá verða viðskipti fimmtudaginn 20. ágúst með uppgjörsdag þriðjudaginn 25. ágúst (í stað uppgjörsdags mánudaginn 24. ágúst eins og annars hefði verið). Að sama skapi verða viðskipti föstudaginn 21. ágúst með uppgjörsdag miðvikudaginn 26. ágúst (í stað uppgjörsdags þriðjudaginn 25. ágúst eins og annars hefði verið). Þessa tvo tilteknu daga verður því uppgjör með T+3 fyrirkomulagi með tilheyrandi áhrifum meðal annars á útreikning áfallinna vaxta og verðbóta fyrir uppgjörsverð.
Uppgjörsdagar viðskipta sem framkvæmd eru aðra daga verða með venjubundnum hætti (T+2).
Vikudagur | Dagsetning viðskipta | Fyrirmæli tilkynnt til uppgjörs | Uppgjörsdagur |
---|---|---|---|
Mánudagur | 17.08.20 | 17.-18.08.2020 (Equator) | 19.08.2020 (miðvikudagur) |
Þriðjudagur | 18.08.20 | 18.-19.08.2020 (Equator) | 20.08.2020 (fimmtudagur) |
Miðvikudagur | 19.08.20 | 19.-20.08.2020 (Equator) | 21.08.2020 (eitt uppgjör) (föstudagur) |
Fimmtudagur | 20.08.20 | 24.08.2020 (Nýtt kerfi) | 25.08.2020 (þriðjudagur) |
Föstudagur | 21.08.20 | 24.08.2020 (Nýtt kerfi) | 26.08.2020 (miðvikudagur) |
Mánudagur | 24.08.20 | 24.-25.08.2020 (Nýtt kerfi) |
26.08.2020 (miðvikudagur) |
Þriðjudagur | 25.08.20 | 25.-26.08.2020 (Nýtt kerfi) |
27.08.2020 (fimmtudagur) |