Fréttir

Vöxt­ur ferða­þjón­ustu mun hvíla á sjálf­bær­ari grunni – ný grein­ing Hag­fræði­deild­ar

Eftir töluverða fækkun erlendra ferðamanna á þessu ári gerir Hagfræðideild Landsbankans ráð fyrir að erlendum ferðamönnum fjölgi um 3% árið 2020 og um 5% árið 2021 og verði þá hátt í 2,2 milljónir, litlu færri en metárið 2017.
26. september 2019

Eftir töluverða fækkun erlendra ferðamanna á þessu ári gerir Hagfræðideild Landsbankans ráð fyrir að erlendum ferðamönnum fjölgi um 3% árið 2020 og um 5% árið 2021 og verði þá hátt í 2,2 milljónir, litlu færri en metárið 2017. Forystufólk rúmlega 40% fyrirtækja í ferðaþjónustu reiknar með samdrætti í tekjum á þessu ári en er almennt frekar bjartsýnt á þróunina á næstu árum, samkvæmt könnun sem gerð var fyrir Landsbankann og er hluti af ítarlegri greiningu Hagfræðideildar bankans á íslenskri ferðaþjónustu sem kemur út í dag.

„Til lengri tíma erum við bjartsýn á áframhaldandi vöxt í ferðaþjónustu hér á landi og gerum ráð fyrir að hann verði ívið meiri en í greininni á heimsvísu. Vöxturinn verður þó mun minni en við höfum átt að venjast á síðustu árum og mun hvíla á sjálfbærari grunni,“ segir dr. Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans.

Greining Hagfræðideildar er kynnt á ferðaþjónusturáðstefnu Landsbankans í Hörpu sem stendur frá kl. 8.30-10.45 í dag. Á ráðstefnunni verða einnig birt ný viðtöl við forystufólk í ferðaþjónustu, erindi flutt um stöðu og horfur í greininni og henni lýkur með pallborði þar sem rætt verður um flugrekstur og ferðaþjónustu.

Greininguna og viðtöl við fólk úr ferðaþjónustunni má sjá í Tímariti Landsbankans sem gefið er út á Umræðunni.

Í greiningu Hagfræðideildar Landsbankans á ferðaþjónustunni kemur m.a. fram að:

  • Á fyrstu 8 mánuðum ársins komu 1.383 þúsund erlendir ferðamenn til landsins og fækkaði þeim um 214 þúsund, eða um 13,4%, samanborið við sama tímabil í fyrra.
  • Á fyrstu 7 mánuðum ársins flutti Icelandair 29% fleiri erlenda ferðamenn til landsins en á sama tíma í fyrra. Ef ekki hefði komið til nein fjölgun hjá Icelandair hefði ferðamönnum til landsins fækkað um 31,4%.
  • Í tilefni af ferðaþjónusturáðstefnu Landsbankans fékk bankinn Gallup til að framkvæma könnun meðal aðildarfélaga Samtaka ferðaþjónustunnar. Um 46% fyrirtækja sögðust hafa þurft að fækka starfsfólki til að bregðast við kjarasamningunum sem gerðir voru í vor. Til samanburðar töldu 28% fyrirtækja sig þurfa að fækka starfsmönnum vegna brottfalls WOW air.
  • Ef miðað er við veltu í íslenskri krónu varð lítill samdráttur í íslenskri ferðaþjónustu, að farþegaflutningum undanskildum, á tímabilinu maí-júní miðað við sama tímabili í fyrra. Ef miðað er við upphæðir í evrum sést á hinn bóginn um 10% samdráttur í flestöllum flokkum, nema í farþegaflutningum á landi, þar sem samdrátturinn nam 18%.
  • Samsetning ferðamanna hefur breyst talsvert með falli WOW air og minna framboði af ódýrum flugsætum til landsins. Ferðamenn sem koma eftir brotthvarf WOW air virðast að meðaltali dvelja lengur og eyða meiru í sinni eigin mynt.
  • Meðaltekjur ferðaþjónustunnar af hverjum ferðamanni eru að aukast miðað við fyrra ár sem skýrist einkum af lengri meðaldvalartíma og auknum kaupmætti ferðamanna vegna veikingar krónunnar.
  • Gistinóttum í Airbnb fækkaði um 145 þúsund á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu sjö mánuðum ársins, miðað við sama tímabil 2018, sem er um 15,6% samdráttur. Leigutekjur af gistirýmum á höfuðborgarsvæðinu drógust saman um 21% mælt í Bandaríkjadölum, úr tæpum 68 milljónum dala í 53 milljónir dala. Vegna veikingar krónunnar milli ára var samdrátturinn minni í krónum talið, eða 7%, sem nemur ríflega 500 milljónum króna. Það sem af er þessu ári hafa hótelin sótt í sig veðrið og markaðshlutdeild Airbnb hefur lækkað í fyrsta sinn frá því þessi tegund gistingar hóf innreið sína á Íslandi. Við áætlum að hlutdeild Airbnb hafi verið um 36% á höfuðborgarsvæðinu fyrstu 7 mánuði ársins.
  • Þróun í Airbnb gistingu utan höfuðborgarsvæðisins er með talsvert öðrum hætti. Þar er Airbnb gistinóttum enn að fjölga, þótt verulega hafi hægt á þróuninni. Það sem af er þessu ári reiknast okkur til að gistinætur í Airbnb hafi verið um 40% samanlagðra gistinátta á hótelum og í Airbnb gistingu utan höfuðborgarsvæðisins, sem er aukning um 1 prósentustig miðað við allt árið í fyrra.
  • Gera má ráð fyrir að alls verði um 430 ný hótelherbergi tekin í notkun á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári og um 330 utan þess, eða um 760 alls. Áætlað er að lokið verði við að byggja um 250 herbergi á höfuðborgarsvæðinu á næsta ári og um 520 á árinu 2021.
  • Á fyrstu 7 mánuðum ársins var meðalnýting hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu um 73% en 40-65% á öðrum svæðum landsins. Nýtingin á höfuðborgarsvæðinu er enn tiltölulega há í samanburði við t.d. höfuðborgir hinna Norðurlandanna.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Vilhelm Már Þorsteinsson, Halla Tómasdóttir forseti Íslands, Jón Atli Benediktsson, Jón Þ. Sigurgeirsson, Lilja B. Einarsdóttir, Sóllilja Bjarnadóttir, Aysan Safavi, Adam Janusz Switala og Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir.
6. des. 2024
Forseti Íslands ræddi um mikilvægi menntunar á fundi Háskólasjóðs Eimskipafélagsins
Í ávarpi sínu á hátíðarfundi Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands minnti Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, á mikilvægi háskólamenntunar, nýsköpunar og rannsókna. Á fundinum kynntu þrír styrkhafar úr sjóðnum doktorsverkefni.
Kona með hund
4. des. 2024
Ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar inn á íbúðalán endurnýjast sjálfkrafa
Við vekjum athygli á að þau sem eru með virka ráðstöfun á viðbótarlífeyrissparnaði inn á höfuðstól íbúðalána þurfa ekki að sækja sérstaklega um áframhaldandi nýtingu úrræðisins, heldur mun það endurnýjast sjálfkrafa um áramótin.
3. des. 2024
Helgi Áss Íslandsmeistari eftir sigur á Friðriksmóti Landsbankans
Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson kom, sá og sigraði á Friðriksmóti Landsbankans, Íslandsmótinu í hraðskák, sem fram fór 1. desember í Landsbankanum í Reykjarstræti.
29. nóv. 2024
Ljósin á Hamborgartrénu tendruð laugardaginn 30. nóvember
Ljósin verða tendruð á Hamborgartrénu 30. nóvember kl. 17.00 við hátíðlega athöfn þar sem Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur jólalög við jólatréð.
Austurbakki
22. nóv. 2024
Breytingar á viðmiðum vegna nýrra íbúðalána
Landsbankinn gerir breytingar á hámarkslánstíma nýrra verðtryggðra íbúðalána og veðhlutföllum sem gilda um verðtryggð og óverðtryggð íbúðalán.
Landsbankinn
22. nóv. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi mánudaginn 2. desember 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
21. nóv. 2024
Vel heppnaður fundur um leiðir til að stækka fyrirtæki
Hátt í 200 manns sóttu vel heppnaðan fund um hvernig hægt er að stækka fyrirtæki sem var haldinn í Landsbankanum í Reykjastræti 20. nóvember. Á fundinum fjölluðu eigendur og stofnendur þriggja fyrirtækja um hvernig þau stækkuðu sín fyrirtæki og áskoranirnar sem þau tókust á við.
18. nóv. 2024
Landsbankinn styrkir Krýsuvíkursamtökin í nafni Framúrskarandi fyrirtækja
Líkt og undanfarin ár veitti Landsbankinn styrk til góðs málefnis í nafni allra þeirra fyrirtækja sem hlutu viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki. Að þessu sinni rann styrkurinn, fjórar milljónir króna, til Krýsuvíkursamtakanna.
Austurbakki
14. nóv. 2024
Opið söluferli á Greiðslumiðlun Íslands ehf.
Landsbankinn hf., Bál ehf. og Solvent ehf., sem eru eigendur að öllu hlutafé í Greiðslumiðlun Íslands ehf. (GMÍ), hafa ákveðið að bjóða hluti sína til sölu í opnu söluferli.
Austurbakki
12. nóv. 2024
S&P breytir horfum lánshæfismats úr stöðugum í jákvæðar
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti í dag lánshæfismat Landsbankans og tilkynnti jafnframt um breytingu á horfum úr stöðugum í jákvæðar. Lánshæfismat bankans er því BBB+/A-2 með jákvæðum horfum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur