Fréttir

Tólf áhuga­verð verk­efni á sviði um­hverf­is­mála hlutu styrk

Endurhæfingarstöð fyrir slasaða ránfugla og framleiðsla á námsefni um matarsóun eru meðal þeirra tólf verkefna sem hlutu umhverfisstyrki úr Samfélagssjóði Landsbankans 19. september. Fjögur verkefni fengu 650 þúsund krónur hvert og átta verkefni 300 þúsund krónur, samtals fimm milljónir króna.
20. september 2018

Umhverfisstyrkir Landsbankans voru afhentir 19. september. Hér má sjá styrkþega eða fulltrúa þeirra ásamt dr. Guðrúnu Pétursdóttur, formanni dómnefndar, lengst t.v. og Hreiðari Bjarnasyni, framkvæmdastjóra Fjármála hjá Landsbankanum.

Endurhæfingarstöð fyrir slasaða ránfugla og framleiðsla á námsefni um matarsóun eru meðal þeirra tólf verkefna sem hlutu umhverfisstyrki úr Samfélagssjóði Landsbankans 19. september. Fjögur verkefni fengu 650 þúsund krónur hvert og átta verkefni 300 þúsund krónur, samtals fimm milljónir króna. Þetta er í áttunda sinn sem Landsbankinn veitir umhverfisstyrki úr Samfélagssjóði bankans og bárust um 70 umsóknir.

Umhverfisstyrkjum er ætlað að styðja við verkefni á sviði umhverfismála og náttúruverndar og dómnefnd leitast við að velja metnaðarfull verkefni sem hafa skýra þýðingu fyrir íslenska náttúru og vistkerfið.

Í dómnefnd sátu dr. Brynhildur Davíðsdóttir, dósent í Umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands, Finnur Sveinsson, sérfræðingur í samfélagsábyrgð og dr. Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun við Háskóla Íslands, en hún var jafnframt formaður nefndarinnar.

Eftirtaldir hlutu umhverfisstyrki úr Samfélagssjóði bankans að þessu sinni:

650.000 kr. styrkir

  • Landsskógar ehf. – Responsible IcelandStyrkurinn er veittur til verkefnisins „Responsible Iceland“ sem gengur út á að fá ferðamenn til að jafna kolefnisfótspor sitt vegna ferðalaga með framlagi til skógræktar og/eða annarrar landbætingar.
  • Endurhæfingarstöð fyrir slasaða villta fugla - Diana DivilekováStyrkurinn er veittur til að útbúa aðstöðu til meðhöndlunar og endurhæfingar á slösuðum eða veikum ránfuglum.
  • Landvernd – Námsefni um matarsóun fyrir grunnskólanemaStyrkurinn er veittur til að útbúa námsefni fyrir miðstig grunnskóla um matarsóun.
  • Björgunarsveitin Ársæll – Hreinsun strandlengju höfuðborgarsvæðisinsBjörgunarsveitin Ársæll hlýtur styrk til að hreinsa plast og annað rusl úr sjónum og meðfram strandlengjunni við höfuðborgarsvæðið.

300.000 kr. styrkir

  • Vistorka – Græna trektinStyrkurinn er veittur til að auka útbreiðslu á grænu trektinni, sem er olíu og fitusöfnunarílát fyrir heimili. Fitunni og olíunni er svo breytt í umhverfisvænt eldsneyti sem kallast Lífdísill.
  • Þorvarður Árnason – Hopun jökla á SuðausturlandiStyrkurinn er veittur til að gera fræðslu- og kynningarefni um hopun íslenskra jökla af völdum loftslagsbreytinga.
  • Alda Jónsdóttir – Bætt aðgengi að SveinsstekksfossiStyrkurinn er veittur til að bæta merkingar við Sveinsstekksfoss. Fossinn fellur í Fossá í Fossárdal í Berufirði og verða skilti sett upp við helstu áningar- og útsýnisstaði með upplýsingum um hættur sem ber að varast og öruggar leiðir.
  • Jökuldalur – Stuðlagil, aðgengi og öryggiStyrkurinn er veittur til að bæta aðstöðu við Stuðlagil. Stuðlagil er í árfarvegi Jökulsár á Dal og aðgengi liggur um snarbratt gilið. Nauðsynlegt er að auka öryggi fólks og bæta aðkomu og aðgengi á staðnum þar sem vitund um hið stórfengna Stuðlagil hefur aukist til muna á síðustu árum.
  • Ferðafélag Fljótsdalshéraðs - Sjálfbærar VíknaslóðirStyrkurinn er veittur Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs til að fjármagna úttekt og endurbætur á gönguleiðinni Víknaslóðir. Víknaslóðir er eitt vinsælasta göngusvæði Austurlands og eru stikaðar gönguleiðir á svæðinu um 120 km.
  • Jón Lyngmo – Lagfæring slóða að HöfðaströndStyrkurinn er veittur til að laga slóða frá Grunnavík í Jökulfjörðum við Ísafjarðardjúp til Flæðareyrar í Leirufirði.
  • Páll Steinþórsson – SöguskiltiStyrkurinn er veittur til uppsetningar tveggja söguskilta í og við kirkjugarðinn í Arnarbæli í Ölfusi. Arnarbæli var kirkjustaður frá því á 13. öld fram til ársins 1909 en Páll hefur lagfært kirkjugarðinn í sjálfboðavinnu frá árinu 2013.
  • Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs – VistvangurSamtökin hljóta styrk til verkefnisins Vistvangur þar sem örfoka land er endurvakið til lífs með lífrænum úrgangsefnum og uppgræðslu.

Sjá fleiri myndir frá afhendingunni

Þú gætir einnig haft áhuga á
27. ágúst 2024
Hvaða leiðir eru færar? Sjálfbærnidagur Landsbankans 4. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 4. september kl. 9.00-11.30 í Grósku, Bjargargötu 1.
26. ágúst 2024
Elvar Þór Karlsson nýr forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans
Elvar Þór Karlsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans og mun hefja störf í vetur.
Sigurður Árni Sigurðsson
24. ágúst 2024
Listaverkavefur Landsbankans opnaður
Við höfum opnað Listaverkavef Landsbankans en tilgangurinn með honum er að gera sem flestum kleift að skoða og njóta listaverka bankans. Í þessari útgáfu vefsins er sjónum beint að þeim verkum sem eru í húsakynnum bankans í Reykjastræti 6.
21. ágúst 2024
Dagskrá Landsbankans á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Eystra horn
19. ágúst 2024
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2024.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
2. ágúst 2024
Útibúið í Eyjum lokar á hádegi föstudag; öll útibú lokuð á frídegi verslunarmanna
Vegna Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum lokar útibú Landsbankans í Eyjum klukkan 12 á hádegi í dag, föstudaginn 2. ágúst. Öll útibú bankans verða lokuð á frídegi verslunarmanna mánudaginn 5. ágúst.
Netbanki
19. júlí 2024
Upplýsingar vegna kerfisbilunar
Engar truflanir eru lengur á þjónustu bankans. Í nótt og í morgun voru truflanir á ýmsum þjónustuþáttum sem tengdust bilun sem haft hefur áhrif á fyrirtæki víða um heim.
15. júlí 2024
Níu atriði fengu úthlutun úr Gleðigöngupottinum
Landsbankinn er stoltur styrktaraðili Hinsegin daga. Dómnefnd Gleðigöngupotts Hinsegin daga og Landsbankans hefur úthlutað styrkjum til níu atriða í Gleðigöngunni.
Stúlka með síma
12. júlí 2024
Enn einfaldara að byrja að nota Landsbankaappið
Nýskráning í Landsbankaappið hefur aldrei verið einfaldari og nú geta allir prófað appið án nokkurra skuldbindinga. Með þessu opnum við enn frekar fyrir aðgang að þjónustu Landsbankans.
Menningarnótt 2023
9. júlí 2024
24 verkefni fá úthlutað úr Menningarnæturpottinum
Í ár fá 24 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar. Verkefnin miða meðal annars að því að færa borgarbúum myndlist, tónlist og fjölbreytta listgjörninga, bæði innan- og utandyra.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur