Opnað fyrir umsóknir úr Svanna-lánatryggingasjóði kvenna
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um lán og lánatryggingar í Svanna-lánatryggingasjóð kvenna. Umsóknarfrestur er til og með 29. október næstkomandi.
Eingöngu fyrirtæki sem eru í meirihlutaeigu konu/kvenna og undir stjórn konu/kvenna geta sótt um lánatryggingu. Einnig er gerð krafa um að líkur séu verulegar á að verkefnið/fyrirtækið leiði til aukinnar atvinnusköpunar kvenna.
Hægt er að sækja um lán að hámarki 10 m.kr og eru lánin veitt hjá Landsbankanum sem er samstarfsaðili sjóðsins.
Fullbúin viðskiptaáætlun þarf að fylgja umsóknum ásamt ítarlegum fjárhagsupplýsingum. Nálgast má umsóknir og frekari upplýsingar á atvinnumalkvenna.is
Stjórn Svanna fer yfir og metur umsóknir í samvinnu og samráði við Landsbankann og er sameiginleg ákvörðun tekin um veitingar lánatrygginga.
Nánari upplýsingar veitir Ásdís Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Svanna í síma 513-7080 og í asdis.gudmundsdottir@vmst.is.