Landsbankinn aðili að Jafnréttisvísi Capacent
Í kjölfarið er unnið að breytingaverkefnum og markmiðasetningu til að bæta stöðu jafnréttismála og innleiða þau. Leitast er við að ná heildrænu sjónarhorni á jafnréttismál og eru lykilþættir sem horft er til menning, samskipti og vinnuumhverfi, stefna og skipulag, skipurit, laun og fyrirmyndir. Ekki síst er lögð áhersla á að fá upp á yfirborðið þá ómeðvituðu kynbundnu fordóma sem oft leynast í menningu, umhverfi og skipulagi fyrirtækja.
Samkomulag um að Landsbankinn tæki þátt í verkefninu var undirritað í febrúar og hefur verið unnið að því síðan, með þátttöku allra starfsmanna bankans, að greina stöðuna og móta breytingaverkefni til næstu ára.
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans:
„Í Landsbankanum, sem og í samfélaginu öllu, hefur að undanförnu orðið mikil vitundarvakning í jafnréttismálum. Með samstarfinu við Capacent og beitingu Jafnréttisvísins fáum við aðstoð við að greina stöðuna ítarlega, móta skýr markmið og vera almennt meðvitaðri í öllum samskiptum í þeim tilgangi að byggja upp gott starfsumhverfi og jákvæða og uppbyggilega fyrirtækjamenningu. Höfuðáherslan í jafnréttismálum hjá Landsbankanum síðustu ár hefur verið að tryggja körlum og konum jöfn tækifæri og jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf. Við höfum náð góðum árangri en Jafnréttisvísirinn hjálpar okkur að gera enn betur.“
Þórey Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi hjá Capacent:
„Það hefur verið stórkostlegt að vinna með Landsbankanum að þessu verkefni og finna þann kraft og þann vilja sem er jafnt hjá stjórnendum sem starfsmönnum að koma Landsbankanum í fremstu röð á sviði jafnréttismála. Nær allir þeir þúsund einstaklingar sem starfa hjá bankanum hafa verið virkjaðir í vinnunni á einhverju stigi og hafa tekið þátt í að móta þau breytingaverkefni sem nú verður ráðist í.“
Baldur G. Jónsson, mannauðsstjóri Landsbankans, Lilja B. Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, Þórey Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi hjá Capacent, Steingrímur Sigurgeirsson, ráðgjafi hjá Capacent.