Fréttir

Lands­bank­inn að­ili að Jafn­réttis­vísi Capacent

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, hefur tekið við viðurkenningu um að bankinn sé nú orðinn aðili að Jafnréttisvísi Capacent. Jafnréttisvísirinn er stefnumótun og vitundarvakning á sviði jafnréttis þar sem staða jafnréttismála innan fyrirtækis eða stofnunar er metin með ítarlegri greiningavinnu.
10. september 2018 - Landsbankinn

Í kjölfarið er unnið að breytingaverkefnum og markmiðasetningu til að bæta stöðu jafnréttismála og innleiða þau. Leitast er við að ná heildrænu sjónarhorni á jafnréttismál og eru lykilþættir sem horft er til menning, samskipti og vinnuumhverfi, stefna og skipulag, skipurit, laun og fyrirmyndir. Ekki síst er lögð áhersla á að fá upp á yfirborðið þá ómeðvituðu kynbundnu fordóma sem oft leynast í menningu, umhverfi og skipulagi fyrirtækja.

Samkomulag um að Landsbankinn tæki þátt í verkefninu var undirritað í febrúar og hefur verið unnið að því síðan, með þátttöku allra starfsmanna bankans, að greina stöðuna og móta breytingaverkefni til næstu ára.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans:

„Í Landsbankanum, sem og í samfélaginu öllu, hefur að undanförnu orðið mikil vitundarvakning í jafnréttismálum. Með samstarfinu við Capacent og beitingu Jafnréttisvísins fáum við aðstoð við að greina stöðuna ítarlega, móta skýr markmið og vera almennt meðvitaðri í öllum samskiptum í þeim tilgangi að byggja upp gott starfsumhverfi og jákvæða og uppbyggilega fyrirtækjamenningu. Höfuðáherslan í jafnréttismálum hjá Landsbankanum síðustu ár hefur verið að tryggja körlum og konum jöfn tækifæri og jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf. Við höfum náð góðum árangri en Jafnréttisvísirinn hjálpar okkur að gera enn betur.“

Þórey Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi hjá Capacent:

„Það hefur verið stórkostlegt að vinna með Landsbankanum að þessu verkefni og finna þann kraft og þann vilja sem er jafnt hjá stjórnendum sem starfsmönnum að koma Landsbankanum í fremstu röð á sviði jafnréttismála. Nær allir þeir þúsund einstaklingar sem starfa hjá bankanum hafa verið virkjaðir í vinnunni á einhverju stigi og hafa tekið þátt í að móta þau breytingaverkefni sem nú verður ráðist í.“

Lilja B. Einarsdóttir tekur við viðurkenningunniBaldur G. Jónsson, mannauðsstjóri Landsbankans, Lilja B. Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, Þórey Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi hjá Capacent, Steingrímur Sigurgeirsson, ráðgjafi hjá Capacent.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Vilhelm Már Þorsteinsson, Halla Tómasdóttir forseti Íslands, Jón Atli Benediktsson, Jón Þ. Sigurgeirsson, Lilja B. Einarsdóttir, Sóllilja Bjarnadóttir, Aysan Safavi, Adam Janusz Switala og Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir.
6. des. 2024
Forseti Íslands ræddi um mikilvægi menntunar á fundi Háskólasjóðs Eimskipafélagsins
Í ávarpi sínu á hátíðarfundi Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands minnti Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, á mikilvægi háskólamenntunar, nýsköpunar og rannsókna. Á fundinum kynntu þrír styrkhafar úr sjóðnum doktorsverkefni.
Kona með hund
4. des. 2024
Ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar inn á íbúðalán endurnýjast sjálfkrafa
Við vekjum athygli á að þau sem eru með virka ráðstöfun á viðbótarlífeyrissparnaði inn á höfuðstól íbúðalána þurfa ekki að sækja sérstaklega um áframhaldandi nýtingu úrræðisins, heldur mun það endurnýjast sjálfkrafa um áramótin.
3. des. 2024
Helgi Áss Íslandsmeistari eftir sigur á Friðriksmóti Landsbankans
Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson kom, sá og sigraði á Friðriksmóti Landsbankans, Íslandsmótinu í hraðskák, sem fram fór 1. desember í Landsbankanum í Reykjarstræti.
29. nóv. 2024
Ljósin á Hamborgartrénu tendruð laugardaginn 30. nóvember
Ljósin verða tendruð á Hamborgartrénu 30. nóvember kl. 17.00 við hátíðlega athöfn þar sem Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur jólalög við jólatréð.
Austurbakki
22. nóv. 2024
Breytingar á viðmiðum vegna nýrra íbúðalána
Landsbankinn gerir breytingar á hámarkslánstíma nýrra verðtryggðra íbúðalána og veðhlutföllum sem gilda um verðtryggð og óverðtryggð íbúðalán.
Landsbankinn
22. nóv. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi mánudaginn 2. desember 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
21. nóv. 2024
Vel heppnaður fundur um leiðir til að stækka fyrirtæki
Hátt í 200 manns sóttu vel heppnaðan fund um hvernig hægt er að stækka fyrirtæki sem var haldinn í Landsbankanum í Reykjastræti 20. nóvember. Á fundinum fjölluðu eigendur og stofnendur þriggja fyrirtækja um hvernig þau stækkuðu sín fyrirtæki og áskoranirnar sem þau tókust á við.
18. nóv. 2024
Landsbankinn styrkir Krýsuvíkursamtökin í nafni Framúrskarandi fyrirtækja
Líkt og undanfarin ár veitti Landsbankinn styrk til góðs málefnis í nafni allra þeirra fyrirtækja sem hlutu viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki. Að þessu sinni rann styrkurinn, fjórar milljónir króna, til Krýsuvíkursamtakanna.
Austurbakki
14. nóv. 2024
Opið söluferli á Greiðslumiðlun Íslands ehf.
Landsbankinn hf., Bál ehf. og Solvent ehf., sem eru eigendur að öllu hlutafé í Greiðslumiðlun Íslands ehf. (GMÍ), hafa ákveðið að bjóða hluti sína til sölu í opnu söluferli.
Austurbakki
12. nóv. 2024
S&P breytir horfum lánshæfismats úr stöðugum í jákvæðar
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti í dag lánshæfismat Landsbankans og tilkynnti jafnframt um breytingu á horfum úr stöðugum í jákvæðar. Lánshæfismat bankans er því BBB+/A-2 með jákvæðum horfum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur