Dælan og fimm eldsneytisstöðvar til sölu
Einnig til sölu dagvöruverslun á Hellu
N1 hf. býður til sölu annars vegar rekstur fimm eldsneytisstöðva ásamt vörumerkinu „Dælunni“ og tilheyrandi eignum og hins vegar rekstur dagvöruverslunar á Hellu ásamt tilheyrandi eignum.
Áhugasömum fjárfestum er bent á að hafa samband við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans sem hefur umsjón með söluferlinu fyrir hönd N1. Fyrirspurnir má senda á netfangið fyrirtaekjaradgjof@landsbankinn.is. Fjárfestar fá fjárfestakynningu afhenta gegn undirritun trúnaðaryfirlýsingar og gera tilboð á grundvelli þeirra gagna. Óskað er eftir tilboðum í annars vegar eldsneytisreksturinn og hins vegar dagvöruverslunina.
Frestur til að skila óskuldbindandi tilboðum er til klukkan 16.00 þann 13. september 2018. Tilboðum skal skilað á sérstöku tilboðseyðublaði sem nálgast má hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans.
Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi skjölum.
Dagvöruverslun á Hellu - samantekt