Viðurkenning fyrir bestu samfélagsskýrslu ársins
Í niðurstöðu dómnefndar segir m.a. að samfélagsskýrsla Landsbankans sé til fyrirmyndar og hljóti viðurkenningu sem besta samfélagsskýrslan árið 2018. „Af lestri hennar að ráða er ljóst að samfélagsstefna bankans er mótuð með víðtækri aðkomu starfsmanna og að samfélagsábyrgð er hluti af kjarnastarfsemi bankans. Í skýrslunni er fjallað ítarlega um valda mælikvarða og samanburð á milli ára sem sett er fram á myndrænan hátt. Lesandinn fær góða mynd af umfangi og þróun samfélagsábyrgðar, þeim markmiðum og meginverkefnum sem tekin eru til umfjöllunar,“ segir þar ennfremur. Framsetningin skýrslunnar er sögð einstaklega skýr og auðvelt fyrir almennan lesanda að fá yfirsýn yfir einstaka málaflokka en einnig heildaryfirsýn yfir samfélagsábyrgð hjá bankanum. Lesendur eigi einnig kost á að kafa dýpra í málefnin. Jafnvægi í skýrslunni sé gott og skýrslan sett fram með þeim hætti að til umfjöllunar eru einnig atriði sem hægt væri að líta á sem neikvæð en eru óhjákvæmilega hluti af rekstri félagsins.
Aðgengilegri útgáfa á vefformi
Samfélagsskýrsla Landsbankans hefur undanfarin tvö ár komið út á vefformi og er tilgangurinn sá að gera innihald hennar aðgengilegra fyrir lesendur.
Landsbankinn hefur árlega gefið út samfélagsskýrslu frá árinu 2011. Í samfélagsskýrslu bankans er viðmiðum Global Reporting Initiative (GRI) er fylgt en bankinn hefur verið aðili að sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð, UN Global Compact, í meira en áratug.