Fréttir

Heið­ar­skóli bar sig­ur úr být­um í Skóla­hreysti

Heiðarskóli í Reykjanesbæ er sigurvegari Skólahreysti 2018 eftir æsispennandi úrslitakeppni í Laugardalshöll miðvikudaginn 2. maí. Laugalækjarskóli tryggði sér annað sætið og silfur með glæsilegum árangri og Grunnskólinn á Hellu varð í þriðja sæti og fékk bronsið. Landsbankinn er stoltur styrktaraðili Skólahreysti og óskar keppendum og skólum þeirra til hamingju með frábæran árangur í vetur.
3. maí 2018

Heiðarskóli í Reykjanesbæ er sigurvegari Skólahreysti 2018 eftir æsispennandi úrslitakeppni í Laugardalshöll miðvikudaginn 2. maí.

Laugalækjarskóli tryggði sér annað sætið og silfur með glæsilegum árangri og Grunnskólinn á Hellu varð í þriðja sæti og fékk bronsið. Tólf skólar af öllu landinu unnu sér keppnisrétt í úrslitum en yfir 100 skólar hófu keppni í ár. Stemningin var engu lík í Höllinni en keppnin var sýnd í beinni útsendingu á RÚV.

Keppnin hófst með krafti þegar Óliver Dór Örvarsson úr Laugalækjarskóla bar sigur úr býtum í bæði upphífingum og dýfum en hann tók 52 upphífingar og 54 dýfur. Leonie Sigurlaug Friðriksdóttir úr Grunnskóla Húnaþings Vestra og Magnea Vignisdóttir úr Brekkuskóla voru jafnar í armbeygjukeppninni en þær tóku báðar 56 armbeygjur. Leonie Sigurlaug stóð sig einnig best í hreystigreip og náði glæsilegum tíma með því að hanga í 5.33 mínútur. Heiðarskóli sigraði að lokum hraðaþrautina en það voru Ingibjörg Birta Jóhannsdóttir og Eyþór Jónsson sem fóru þrautina fyrir hönd Heiðarskóla á 2.15 mínútum.

Sigurlið Heiðarskóla skipuðu Ingibjörg Birta Jóhannsdóttir og Eyþór Jónsson (hraðaþraut), Bartosz Wiktorowicz (upphífingar og dýfur) og Ástrós Elísa Eyþórsdóttir (armbeygjur og hreystigreip).

Silfurlið Laugalækjarskóla skipuðu Tinna Dögg Þórðardóttir og Jónas Ingi Þórisson (hraðaþraut), Óliver Dór Örvarsson (upphífingar og dýfur) og Una Sigrún Zoega (armbeygjur og hreystigreip).

Bronslið Grunnskólans á Hellu skipuðu Jóna Kristín Þórhallsdóttir og Heiðar Óli Guðmundsson (hraðaþraut), Almar Máni Þorsteinsson (upphífingar og dýfur) og Írena Rós Haraldsdóttir (armbeygjur og hreystigreip).

Aðrir skólar í úrslitum í ár voru Brekkuskóli, Grunnskólarnir á Suðureyri og í Súðavík, Grunnskóli Hornarfjarðar, Grunnskóli Húnaþings Vestra, Holtaskóli, Lindaskóli, Varmahlíðarskóli, Varmárskóli og Ölduselsskóli.

Landsbankinn er stoltur styrktaraðili Skólahreysti og óskar keppendum og skólum þeirra til hamingju með frábæran árangur í vetur.

Myndir og nánari upplýsingar um Skólahreysti

Þú gætir einnig haft áhuga á
18. okt. 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 10
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 18. október til klukkan 10 laugardaginn 19. október.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Landsbankinn gefur út hagspá til 2027
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%.
Landsbankinn
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Græni hryggur
30. sept. 2024
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
20. sept. 2024
Tveir nemendur hlutu styrk úr Hvatasjóði HR og Landsbankans
Þeir Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
18. sept. 2024
Vörum við svikasímtölum
Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur