Landsbankinn tilkynnir niðurstöður skilyrts endurkaupatilboðs
Landsbankinn hf. tilkynnti í dag um niðurstöður endurkaupatilboðs sem tilkynnt var þann 20. nóvember 2017 til eigenda skuldabréfa í flokki EUR 300.000.000 3,00% á gjalddaga árið 2018 (ISIN: XS1308312658) þar sem bankinn bauðst til að kaupa skuldabréfin til baka gegn greiðslu reiðufjár. Endurkaupatilboðið byggði á skilmálum endurkaupatilboðs (e. tender offer memorandum) dagsett 20. nóvember 2017.
Bankanum bárust gild tilboð að fjárhæð EUR 199.620.000 og var gengið að tilboðum að fjárhæð EUR 150.000.000 með samþykktarhlutfallinu (e. pro rata scaling factor) 75,6770%.
Nánari upplýsingar um niðurstöður endurkaupatilboðs má finna í tilkynningu í írsku kauphöllinni (www.ise.ie) þar sem skuldabréfin eru skráð.