Fréttir

Lands­bank­inn fær end­ur­vott­un sam­kvæmt al­þjóð­leg­um staðli fyr­ir upp­lýs­inga­ör­yggi

Landsbankinn hefur fengið endurvottun til næstu þriggja ára samkvæmt ISO 27001:2013 sem er staðall fyrir upplýsingaöryggi og meðferð trúnaðarupplýsinga. Í vottuninni felst viðurkenning á öryggi verkferla bankans og staðfesting á faglegum vinnubrögðum starfsmanna við meðferð upplýsinga um viðskiptavini.
2. maí 2017 - Landsbankinn

Vottun bankans samkvæmt ISO 27001 nær aftur til ársins 2007 og hefur bankinn því verið vottaður skv. staðlinum í áratug. Landsbankinn var eitt af fyrstu fyrirtækjum á Íslandi sem hlaut ISO 27001 vottun og fram til ársins 2016 var Landsbankinn eini íslenski bankinn með þessa vottun.

Algengast er að fyrirtæki fái ISO 27001 vottun á takmarkaðan hluta starfsemi sinnar en í tilfelli Landsbankans er öll starfsemi bankans vottuð samkvæmt staðlinum. Vottunin tekur m.a. til meðferðar trúnaðarupplýsinga, reksturs upplýsingakerfa, öryggisvitundar starfsmanna, umgengni um skjalageymslur og aðgengis að starfsstöðvum bankans.

„Landsbankinn leggur mikla áherslu á heilindi og traust í samskiptum við viðskiptavini sína og faglega umgengni starfsmanna um upplýsingar um viðskiptavini og innri málefni bankans. ISO 27001 vottunin er liður í að tryggja að viðskiptavinir geti treyst því að Landsbankinn byggi á ströngustu alþjóðlegu viðmiðum á sviði upplýsingaöryggis og meðferð trúnaðarupplýsinga,“ segir Ragnhildur Geirsdóttir, framkvæmdastjóri Reksturs og upplýsingatækni Landsbankans.

Alþjóðlega vottunarfyrirtækið British Standard Institution (BSI) tók út starfsemi Landsbankans en úttektir eru gerðar einu sinni til tvisvar á ári.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Vilhelm Már Þorsteinsson, Halla Tómasdóttir forseti Íslands, Jón Atli Benediktsson, Jón Þ. Sigurgeirsson, Lilja B. Einarsdóttir, Sóllilja Bjarnadóttir, Aysan Safavi, Adam Janusz Switala og Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir.
6. des. 2024
Forseti Íslands ræddi um mikilvægi menntunar á fundi Háskólasjóðs Eimskipafélagsins
Í ávarpi sínu á hátíðarfundi Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands minnti Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, á mikilvægi háskólamenntunar, nýsköpunar og rannsókna. Á fundinum kynntu þrír styrkhafar úr sjóðnum doktorsverkefni.
Kona með hund
4. des. 2024
Ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar inn á íbúðalán endurnýjast sjálfkrafa
Við vekjum athygli á að þau sem eru með virka ráðstöfun á viðbótarlífeyrissparnaði inn á höfuðstól íbúðalána þurfa ekki að sækja sérstaklega um áframhaldandi nýtingu úrræðisins, heldur mun það endurnýjast sjálfkrafa um áramótin.
3. des. 2024
Helgi Áss Íslandsmeistari eftir sigur á Friðriksmóti Landsbankans
Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson kom, sá og sigraði á Friðriksmóti Landsbankans, Íslandsmótinu í hraðskák, sem fram fór 1. desember í Landsbankanum í Reykjarstræti.
29. nóv. 2024
Ljósin á Hamborgartrénu tendruð laugardaginn 30. nóvember
Ljósin verða tendruð á Hamborgartrénu 30. nóvember kl. 17.00 við hátíðlega athöfn þar sem Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur jólalög við jólatréð.
Austurbakki
22. nóv. 2024
Breytingar á viðmiðum vegna nýrra íbúðalána
Landsbankinn gerir breytingar á hámarkslánstíma nýrra verðtryggðra íbúðalána og veðhlutföllum sem gilda um verðtryggð og óverðtryggð íbúðalán.
Landsbankinn
22. nóv. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi mánudaginn 2. desember 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
21. nóv. 2024
Vel heppnaður fundur um leiðir til að stækka fyrirtæki
Hátt í 200 manns sóttu vel heppnaðan fund um hvernig hægt er að stækka fyrirtæki sem var haldinn í Landsbankanum í Reykjastræti 20. nóvember. Á fundinum fjölluðu eigendur og stofnendur þriggja fyrirtækja um hvernig þau stækkuðu sín fyrirtæki og áskoranirnar sem þau tókust á við.
18. nóv. 2024
Landsbankinn styrkir Krýsuvíkursamtökin í nafni Framúrskarandi fyrirtækja
Líkt og undanfarin ár veitti Landsbankinn styrk til góðs málefnis í nafni allra þeirra fyrirtækja sem hlutu viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki. Að þessu sinni rann styrkurinn, fjórar milljónir króna, til Krýsuvíkursamtakanna.
Austurbakki
14. nóv. 2024
Opið söluferli á Greiðslumiðlun Íslands ehf.
Landsbankinn hf., Bál ehf. og Solvent ehf., sem eru eigendur að öllu hlutafé í Greiðslumiðlun Íslands ehf. (GMÍ), hafa ákveðið að bjóða hluti sína til sölu í opnu söluferli.
Austurbakki
12. nóv. 2024
S&P breytir horfum lánshæfismats úr stöðugum í jákvæðar
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti í dag lánshæfismat Landsbankans og tilkynnti jafnframt um breytingu á horfum úr stöðugum í jákvæðar. Lánshæfismat bankans er því BBB+/A-2 með jákvæðum horfum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur