Til­boð Lands­bank­ans í TM sam­þykkt

Austurbakki
17. mars 2024

Landsbankinn og Kvika banki hafa komist að samkomulagi um að hefja einkaviðræður um kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. („TM“) á grundvelli kauptilboðs sem bankinn lagði fram í allt hlutafé félagsins þann 15. mars sl. Möguleg kaup eru m.a. háð niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlitsins og fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir:

„Með því að bæta tryggingarekstri við starfsemi bankans getum við boðið viðskiptavinum okkar enn betri og fjölbreyttari þjónustu. Kaup á TM er góð fjárfesting sem styrkir rekstur bankans og gerir hann verðmætari til framtíðar, enda er TM traust tryggingafélag með gott og reynslumikið starfsfólk. Saman erum við með öfluga starfsemi um allt land og í góðri stöðu til að sækja fram. Við vitum hvernig á að veita framúrskarandi fjármálaþjónustu, eins og sést m.a. á því að við höfum verið efst á bankamarkaði í Íslensku ánægjuvoginni fimm ár í röð.“

Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, segir:

„Landsbankinn starfar á samkeppnismarkaði og það skiptir verulegu máli að bankinn sé áfram verðmæt eign fyrir hluthafa. Í því felst m.a. að meta og sækja tækifæri á fjármálamarkaði til að viðhalda og auka verðmæti bankans. Bankaráð og stjórnendur hafa um nokkurt skeið skoðað kosti þess að bæta tryggingum við fjölbreytta þjónustu bankans, enda fer tryggingastarfsemi og rekstur á stórum viðskiptabanka vel saman. Við teljum að með kaupum á TM muni bæði félögin eflast og styrkjast.“

Upplýsingar um tilboð og efnahag

Tilboð bankans hljóðar upp á 28,6 milljarða króna. Endanleg greiðsla fyrir félagið er háð kaupverðsaðlögun á þeim degi sem bankinn tekur við rekstri félagsins.

Um síðustu áramót voru heildareignir Landsbankans 1.961 milljarður króna og eigið fé var 304 milljarðar króna. Hagnaður bankans árið 2023 nam 33,6 milljörðum króna og samkvæmt tillögu til aðalfundar mun bankinn greiða 16,5 milljarða króna í arð á þessu ári. Ekki er gert ráð fyrir að kaupin hafi áhrif á arðgreiðslustefnu bankans, sem er að greiða a.m.k. 50% af hagnaði fyrra árs í arð til hluthafa.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
5. mars 2025
Aðalfundur Landsbankans 2025
Aðalfundur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 19. mars 2025 kl. 16.00 í Reykjastræti 6, Reykjavík.
28. feb. 2025
Landsbankinn og TM eru betri saman!
Uppgjör og afhending vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingum hf. af Kviku banka fór fram í dag og hefur Landsbankinn tekið við rekstri félagsins. TM verður rekið sem dótturfélag Landsbankans.
Austurbakki
21. feb. 2025
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Landsbankans á TM
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum hf. með gerð sáttar milli bankans og eftirlitsins.
Austurbakki
13. feb. 2025
Opnu söluferli á hlut í Kea-hótelum lokið án sölu
Opnu söluferli á 35% eignarhlut Hamla ehf. sem er dótturfélags Landsbankans, í hótelkeðjunni Keahótelum ehf. er lokið, án þess að samningar hafi náðst um sölu.
Hjón úti í náttúru
13. feb. 2025
Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans komin út
Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans fyrir árið 2024 er komin út. Í skýrslunni er fjallað um þróun og breytingar á þjónustu bankans, árangur í rekstri, trausta fjármögnun og áhættustjórnun, jákvæð áhrif bankans á samfélagið og ýmislegt fleira.
Austurbakki
11. feb. 2025
Landsbankinn gefur út AT1 verðbréf
Landsbankinn lauk í dag sölu verðbréfa sem telja til viðbótar eiginfjárþáttar 1 (e. Additional Tier 1 securities (AT1)), að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadala. Um er að ræða fyrstu AT1 útgáfu Landsbankans og voru bréfin seld til fjárfesta á föstum 8,125% vöxtum.
Austurbakki
30. jan. 2025
Uppgjör Landsbankans fyrir árið 2024
Hagnaður Landsbankans á árinu 2024 nam 37,5 milljörðum króna eftir skatta, samanborið við 33,2 milljarða króna árið áður.
Austurbakki
13. des. 2024
Góð kjör í útgáfu víkjandi skuldabréfa
Landsbankinn lauk í dag útboði víkjandi skuldabréfa sem teljast til eiginfjárþáttar 2 (e. Tier 2).
Austurbakki
23. okt. 2024
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2024 nam 26,9 milljörðum króna eftir skatta, þar af 10,8 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var 11,7% samanborið við 10,5% á sama tímabili árið áður.
Austurbakki
10. sept. 2024
Landsbankinn gefur út víkjandi forgangsbréf í sænskum og norskum krónum
Landsbankinn hefur lokið sölu á skuldabréfum með breytilegum vöxtum að fjárhæð 1.000 milljónir sænskra króna og 250 milljónir norskra króna. Skuldabréfin eru til fjögurra ára og með heimild til innköllunar að þremur árum liðnum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur