Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Lands­bank­inn mun birta upp­lýs­ing­ar um áhrif á nátt­úruf­ar og líf­fræði­lega fjöl­breytni

Austurbakki
17. janúar 2024

Landsbankinn er eitt af yfir 100 fjármálafyrirtækjum sem hafa skuldbundið sig til að veita upplýsingar um hvernig starfsemi þeirra hefur áhrif á náttúrufar og líffræðilega fjölbreytni. Fyrirtækin munu birta náttúrutengdar fjárhagsupplýsingar í samræmi við leiðbeiningar alþjóðlega starfshópsins TNFD (Taskforce on Nature-related Financial Disclosures).

Undanfarin ár hafa loftslagsmálin átt óskipta athygli fjármálageirans í sjálfbærnitengdum málum. Málefni náttúrunnar og líffræðilegrar fjölbreytni hafa nú fengið meiri athygli, sem er tímabært, enda eru málefnin náskyld og vinna þarf að þeim báðum í einu. Leiðbeiningum TNFD er ætlað að stuðla að því að fyrirtæki geti lagt sitt af mörkum til að ná markmiðum  samkomulags sem náðist á COP15-ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um varðveislu líffræðilegrar fjölbreytni.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir: „Við í Landsbankanum leggjum áherslu á að þekkja áhrifin af starfsemi okkar og þá áhættu sem við stöndum frammi fyrir. Við teljum að með því safna, greina og birta náttúrutengdar fjárhagsupplýsingar, í samræmi við leiðbeiningar TNFD, munum við með tíð og tíma geta kortlagt áhættu bankans vegna breytinga á náttúrufari. Upplýsingarnar nýtast meðal annars við fjármögnun bankans enda horfa fjárfestar nú meira til áhættu fjármálafyrirtækja vegna breytinga á náttúrufari.“

Upplýsingar um fyrirtækin sem hafa skuldbundið sig til að hefja fruminnleiðingu á leiðbeiningum TNFD voru birtar í gær, 16. janúar 2024, í tengslum við fund Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos (World Economic Forum). Alls taka um 320 fyrirtæki þetta fyrsta skref, þar af rúmlega 100 fjármálafyrirtæki. Landsbankinn mun birta náttúrutengdar fjárhagsupplýsingar frá og með árinu 2026.

Nánar um sjálfbærni í starfsemi Landsbankans

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
19. mars 2025
Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2025
Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 19. mars 2025, samþykkti að greiða 18.892 milljónir króna í arð til hluthafa.
Austurbakki
5. mars 2025
Aðalfundur Landsbankans 2025
Aðalfundur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 19. mars 2025 kl. 16.00 í Reykjastræti 6, Reykjavík.
28. feb. 2025
Landsbankinn og TM eru betri saman!
Uppgjör og afhending vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingum hf. af Kviku banka fór fram í dag og hefur Landsbankinn tekið við rekstri félagsins. TM verður rekið sem dótturfélag Landsbankans.
Austurbakki
21. feb. 2025
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Landsbankans á TM
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum hf. með gerð sáttar milli bankans og eftirlitsins.
Austurbakki
13. feb. 2025
Opnu söluferli á hlut í Kea-hótelum lokið án sölu
Opnu söluferli á 35% eignarhlut Hamla ehf. sem er dótturfélags Landsbankans, í hótelkeðjunni Keahótelum ehf. er lokið, án þess að samningar hafi náðst um sölu.
Hjón úti í náttúru
13. feb. 2025
Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans komin út
Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans fyrir árið 2024 er komin út. Í skýrslunni er fjallað um þróun og breytingar á þjónustu bankans, árangur í rekstri, trausta fjármögnun og áhættustjórnun, jákvæð áhrif bankans á samfélagið og ýmislegt fleira.
Austurbakki
11. feb. 2025
Landsbankinn gefur út AT1 verðbréf
Landsbankinn lauk í dag sölu verðbréfa sem telja til viðbótar eiginfjárþáttar 1 (e. Additional Tier 1 securities (AT1)), að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadala. Um er að ræða fyrstu AT1 útgáfu Landsbankans og voru bréfin seld til fjárfesta á föstum 8,125% vöxtum.
Austurbakki
30. jan. 2025
Uppgjör Landsbankans fyrir árið 2024
Hagnaður Landsbankans á árinu 2024 nam 37,5 milljörðum króna eftir skatta, samanborið við 33,2 milljarða króna árið áður.
Austurbakki
13. des. 2024
Góð kjör í útgáfu víkjandi skuldabréfa
Landsbankinn lauk í dag útboði víkjandi skuldabréfa sem teljast til eiginfjárþáttar 2 (e. Tier 2).
Austurbakki
23. okt. 2024
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2024 nam 26,9 milljörðum króna eftir skatta, þar af 10,8 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var 11,7% samanborið við 10,5% á sama tímabili árið áður.