Lands­bank­inn með stað­fest vís­inda­leg markmið um sam­drátt í los­un

Markmið Landsbankans um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda hafa verið samþykkt af Science Based Targets initiative (SBTi). Við erum fyrsti bankinn á Íslandi til að ná þessum áfanga.
Austurbakki
16. febrúar 2024

Markmið Landsbankans miðast að því að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C að meðaltali.

Landsbankinn hefur skuldbundið sig til að draga úr losun í umfangi 1 og 2 um 95% fyrir árið 2030 miðað við viðmiðunarárið 2019, sem bankinn notar við setningu markmiðanna. Landsbankinn hefur einnig skuldbundið sig til að halda áfram að kaupa endurnýjanlega orku til ársins 2030.

Mestu áhrif bankans liggja í fjármagnaðri óbeinni losun í umfangi 3. Fjármögnuð losun bankans fellur í fimm flokka og SBTi fjallar nánar um skiptingu þeirra í samantekt sinni um markmiðin og staðfestingarferlið.

Umfang 1 nær utan um beina losun frá rekstri bankans, þ.e. losun sem á sér stað undir kennitölu og rekstri hans. Umfang 2 er óbein losun gróðurhúsalofttegunda vegna framleiðslu raforku og hita sem við kaupum. Umfang 3 er óbein losun vegna aðfanga og þjónustu ofar og neðar í virðiskeðju. Óbein losun vegna útlána fellur í umfang 3.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir: „Við höfum unnið markvisst að því að fá staðfest vísindaleg markmið um samdrátt í fjármagnaðri losun. Mikilvægasta leið bankans til að hafa jákvæð áhrif liggur í lánveitingum til fyrirtækja sem eru að ná árangri í sjálfbærni. Með því að leggja áherslu á sjálfbærni í lánveitingum, mæla fjármagnaða losun og vinna að staðfestu vísindalegu markmiði um samdrátt losunar náum við saman árangri fyrir allt samfélagið.“

Nánar um SBTi

Að baki staðfestingar á vísindalegu markmiði um samdrátt í losun liggur mikil vinna. Vegferðin hófst við undirritun loftslagsmarkmiða Festu og Reykjavíkurborgar árið 2015 en þá var ekki einu sinni til aðferðafræði til að mæla fjármagnaða losun. Landsbankinn tók þátt í að þróa samræmda aðferðafræði með fleiri fjármálafyrirtækjum á alþjóðlegum vettvangi. Afraksturinn er PCAF-viðmiðin svokölluðu sem eru nú notuð af flestum fjármálafyrirtækjum sem mæla fjármagnaða losun. Þegar niðurstöður mælinga lágu fyrir hófst vinna við að setja markmið út frá þeim samkvæmt leiðbeiningum SBTi fyrir fjármálafyrirtæki.

Landsbankinn skuldbatt sig til að setja sér SBTi-markmið og fá þau samþykkt í apríl 2022 og fengust þau staðfest 12. febrúar 2024. Markimið Landsbankans munu birtast á vefsvæði SBTi þann 22. febrúar 2024.

Í forystu í sjálfbærni

Landsbankinn hefur fengið framúrskarandi umsagnir í UFS-áhættumati undanfarin fimm ár frá matsfyrirtækjunum Sustainalytics og Reitun. Samkvæmt nýjasta UFS-áhættumati Sustainalytics er bankinn í hverfandi áhættu á að verða fyrir fjárhagslegum áhrifum tengdum UFS-þáttum. Bankinn fékk 8,5 í einkunn og er í efsta 1% af svæðisbundnum bönkum í Evrópu sem Sustainalytics metur. Í nýjasta UFS-mati Reitunar fékk bankinn framúrskarandi einkunn og er í flokki A3.

Bankinn gefur árlega út ítarlegar sjálfbærniupplýsingar um stöðu málaflokksins og má þar helst nefna GRI-skýrslu, PCAF-skýrslu um fjármagnaða losun og PRB-skýrslu um ábyrga bankaþjónustu. Bankinn hefur sett sér sjálfbærnistefnu sem er uppfærð reglulega og skýr sjálfbærnimarkmið. Auk þess vinnum við markvisst að fjórum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um sjálfbæra þróun, erum aðilar að hnattrænu samkomulagi SÞ (e. UN Global Compact) sem og viðmiðum SÞ um ábyrga bankastarfsemi (PRB). Frekari upplýsingar um sjálfbærni í starfsemi bankans eru aðgengilegar hér á vefnum.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
13. des. 2024
Góð kjör í útgáfu víkjandi skuldabréfa
Landsbankinn lauk í dag útboði víkjandi skuldabréfa sem teljast til eiginfjárþáttar 2 (e. Tier 2).
Austurbakki
23. okt. 2024
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2024 nam 26,9 milljörðum króna eftir skatta, þar af 10,8 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var 11,7% samanborið við 10,5% á sama tímabili árið áður.
Austurbakki
10. sept. 2024
Landsbankinn gefur út víkjandi forgangsbréf í sænskum og norskum krónum
Landsbankinn hefur lokið sölu á skuldabréfum með breytilegum vöxtum að fjárhæð 1.000 milljónir sænskra króna og 250 milljónir norskra króna. Skuldabréfin eru til fjögurra ára og með heimild til innköllunar að þremur árum liðnum.
Austurbakki
18. júlí 2024
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins 2024 nam 16,1 milljarði króna eftir skatta, þar af 9,0 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var 10,5% samanborið við 10,3% á sama tímabili árið áður.
Austurbakki
7. júní 2024
S&P segir kaup Landsbankans á TM fjölga tekjustoðum og hafa hófleg áhrif á eiginfjárstöðu
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings (S&P) telur að kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. (TM) skapi tækifæri fyrir bankann til að festa sig í sessi á íslenskum tryggingamarkaði, breikka þjónustuframboð til viðskiptavina og auka fjölbreytni í tekjustoðum bankans til framtíðar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem S&P birti 5. júní 2024.
Austurbakki
30. maí 2024
Samningur um kaup Landsbankans á TM undirritaður
Samningur um kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. af Kviku banka var undirritaður í dag.
Austurbakki
2. maí 2024
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2024 nam 7,2 milljörðum króna eftir skatta. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 9,3% samanborið við 11,1% á sama tímabili árið áður.
Austurbakki
19. apríl 2024
Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2024
Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 19. apríl 2024, samþykkti að greiða 16.535 milljónir króna í arð til hluthafa.
Austurbakki
4. apríl 2024
S&P hækkar lánshæfismat Landsbankans í BBB+
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði hækkað lánshæfismat Landsbankans. Hækkunin nemur einu þrepi og er lánshæfismatið því BBB+ með stöðugum horfum.
Austurbakki
27. mars 2024
Aðalfundur Landsbankans 2024 - fundarboð
Aðalfundur Landsbankans verður haldinn föstudaginn 19. apríl 2024 kl. 16.00 í Reykjastræti 6, Reykjavík.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur