Lands­bank­inn gef­ur út græn skulda­bréf í evr­um - fe­brú­ar 2021

Landsbankinn lauk í dag sölu á nýjum grænum skuldabréfaflokki að fjárhæð 300 milljónir evra. Skuldabréfin bera 0,375% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 87 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði. Heildareftirspurn nam tæpum milljarði evra frá meira en áttatíu fjárfestum.
18. febrúar 2021

Skuldabréfin eru gefin út til rúmlega fjögurra ára og með lokagjalddaga í maí 2025. Skuldabréfin voru seld til fjárfesta í Bretlandi, meginlandi Evrópu og á Norðurlöndunum. Útgáfan náði til breiðari fjárfestahóps en áður og þar á meðal eru sérhæfðir fjárfestar sem horfa sérstaklega til sjálfbærnimála.

Skuldabréfin verða gefin út undir EMTN-útgáfuramma bankans með vísan í sjálfbæra fjármálaumgjörð bankans sem vottuð er af Sustainalytics. Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta í írsku kauphöllinni þann 25. febrúar 2021.

Umsjónaraðilar voru ABN AMRO, BofA Securities, Citi og Deutsche Bank.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir:

„Við erum gríðarlega ánægð með viðtökurnar sem fyrsta græna skuldabréfaútgáfa bankans fær frá alþjóðlegum fjárfestum. Þetta eru lægstu vextir sem bankinn hefur fjármagnað sig á og álagið með því lægsta sem við höfum fengið á erlenda útgáfu. Með grænni skuldabréfaútgáfu fáum við meiri breidd í fjárfestahópinn og þannig aukast möguleikar okkar á góðu aðgengi að fjármagni sem mun hjálpa okkur m.a. að styðja við íslenskar útflutningsgreinar.

Það er augljóst tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki og banka að vera í fremstu röð í sjálfbærni og mikilvægt skref fyrir Landsbankann að geta veitt græna fjármögnun til fyrirtækja sem hafa náð langt í þeim efnum. Við höfum unnið  statt og stöðugt að því að auka sjálfbærni í rekstri bankans og útgáfan er mikilvægur hluti af þeirri vegferð. Bankinn kynnti nýlega gott uppgjör fyrir árið 2020 og þessi útgáfa er frábær byrjun á árinu fyrir Landsbanka nýrra tíma.“

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
7. júní 2024
S&P segir kaup Landsbankans á TM fjölga tekjustoðum og hafa hófleg áhrif á eiginfjárstöðu
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings (S&P) telur að kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. (TM) skapi tækifæri fyrir bankann til að festa sig í sessi á íslenskum tryggingamarkaði, breikka þjónustuframboð til viðskiptavina og auka fjölbreytni í tekjustoðum bankans til framtíðar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem S&P birti 5. júní 2024.
Austurbakki
30. maí 2024
Samningur um kaup Landsbankans á TM undirritaður
Samningur um kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. af Kviku banka var undirritaður í dag.
Austurbakki
2. maí 2024
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2024 nam 7,2 milljörðum króna eftir skatta. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 9,3% samanborið við 11,1% á sama tímabili árið áður.
Austurbakki
19. apríl 2024
Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2024
Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 19. apríl 2024, samþykkti að greiða 16.535 milljónir króna í arð til hluthafa.
Austurbakki
4. apríl 2024
S&P hækkar lánshæfismat Landsbankans í BBB+
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði hækkað lánshæfismat Landsbankans. Hækkunin nemur einu þrepi og er lánshæfismatið því BBB+ með stöðugum horfum.
Austurbakki
27. mars 2024
Aðalfundur Landsbankans 2024 - fundarboð
Aðalfundur Landsbankans verður haldinn föstudaginn 19. apríl 2024 kl. 16.00 í Reykjastræti 6, Reykjavík.
Austurbakki
22. mars 2024
Bankasýslan var upplýst um áform Landsbankans um að kaupa TM
Bankaráð Landsbankans hefur svarað bréfi Bankasýslu ríkisins frá 18. mars sl. þar sem óskað er eftir tilteknum upplýsingum um kaup bankans á TM tryggingum.
Austurbakki
19. mars 2024
Aðalfundi Landsbankans frestað til 19. apríl
Á fundi bankaráðs Landsbankans þann 19. mars 2024 var ákveðið að fresta aðalfundi bankans, sem vera átti miðvikudaginn 20. mars 2024. Að höfðu samráði við Bankasýslu ríkisins var ákveðið að halda aðalfundinn föstudaginn 19. apríl.
Austurbakki
17. mars 2024
Tilboð Landsbankans í TM samþykkt
Landsbankinn og Kvika banki hafa komist að samkomulagi um að hefja einkaviðræður um kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. („TM“) á grundvelli kauptilboðs sem bankinn lagði fram í allt hlutafé félagsins þann 15. mars sl. Möguleg kaup eru m.a. háð niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlitsins og fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands.
Austurbakki
7. mars 2024
Aðalfundur Landsbankans 2024
Aðalfundur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 20. mars 2024 kl. 16.00 í Reykjastræti 6, Reykjavík.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur