Kol­efn­is­los­un frá lána­safni dróst sam­an um 8%

Í tengslum við ársuppgjör bankans birtum við nú sjálfbærniuppgjör fyrir árið 2023 en í því er að finna ítarlegar upplýsingar um sjálfbærni og starfsemi Landsbankans. Upplýsingarnar eru staðfestar að hluta eða öllu leyti af endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte.
1. febrúar 2024 - Landsbankinn

Upplýsingarnar sem um ræðir eru tilvísunartafla og viðauki samkvæmt viðmiðum Global Reporting Initiative (GRI) Standards fyrir árið 2023 og útreikningar á fjármagnaðri losun bankans samkvæmt aðferðafræði Partnership for Carbon Accounting Financials (PCAF) fyrir árið 2022. Upplýsingarnar eru allar aðgengilegar á vef bankans.

Landsbankinn er stærsti viðskiptabanki landsins og útlán okkar ná til einstaklinga og fyrirtækja um allt land og í öllum atvinnugreinum. Við höfum lagt áherslu á að skilja áhrif bankans á umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS) og hvar losun af starfsemi bankans birtist. Ísland er aðili að Parísarsamkomulaginu auk þess sem íslensk stjórnvöld hafa sett sér markmið um kolefnishlutleysi árið 2040 og það er ljóst að öll fyrirtæki á Íslandi eru þátttakendur í því stóra verkefni.

Landsbankinn er að vinna í að setja sér vísindalegt markmið um samdrátt í losun staðfest af Science Based Targets initiative (SBTi). Viðmiðunarár í þeim markmiðum er árið 2019 vegna þess að losunartölur útlána áranna 2020 og 2021 eru nokkuð undir losunartölum bankans fyrir árið 2019 en faraldurinn sem skók heimsbyggðina á árunum 2020 og 2021 hafði þau áhrif að samdráttur varð í fjármagnaðri losun samfara samdrætti í atvinnulífinu. Því er sérstaklega áhugavert að skoða fjármagnaða losun ársins 2022 í samanburði við grunnárið 2019 þar sem umsvif atvinnulífsins voru þá sambærileg. Losun frá útlánasafni bankans dróst saman um 8% árið 2022 miðað við grunnárið 2019 en hún var 247 ktCO2í árið 2022.

Í UFS-áhættumati Sustainalytics árið 2023 var talin hverfandi áhætta á að bankinn yrði fyrir fjárhagslegum áhrifum tengdum UFS-þáttum. Bankinn fékk 8,5 í einkunn og er í efsta 1% af svæðisbundnum bönkum í Evrópu sem Sustainalytics metur. Í nýjasta UFS-mati Reitunar fékk bankinn framúrskarandi einkunn og er í flokki A3.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
19. mars 2025
Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2025
Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 19. mars 2025, samþykkti að greiða 18.892 milljónir króna í arð til hluthafa.
Austurbakki
5. mars 2025
Aðalfundur Landsbankans 2025
Aðalfundur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 19. mars 2025 kl. 16.00 í Reykjastræti 6, Reykjavík.
28. feb. 2025
Landsbankinn og TM eru betri saman!
Uppgjör og afhending vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingum hf. af Kviku banka fór fram í dag og hefur Landsbankinn tekið við rekstri félagsins. TM verður rekið sem dótturfélag Landsbankans.
Austurbakki
21. feb. 2025
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Landsbankans á TM
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum hf. með gerð sáttar milli bankans og eftirlitsins.
Austurbakki
13. feb. 2025
Opnu söluferli á hlut í Kea-hótelum lokið án sölu
Opnu söluferli á 35% eignarhlut Hamla ehf. sem er dótturfélags Landsbankans, í hótelkeðjunni Keahótelum ehf. er lokið, án þess að samningar hafi náðst um sölu.
Hjón úti í náttúru
13. feb. 2025
Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans komin út
Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans fyrir árið 2024 er komin út. Í skýrslunni er fjallað um þróun og breytingar á þjónustu bankans, árangur í rekstri, trausta fjármögnun og áhættustjórnun, jákvæð áhrif bankans á samfélagið og ýmislegt fleira.
Austurbakki
11. feb. 2025
Landsbankinn gefur út AT1 verðbréf
Landsbankinn lauk í dag sölu verðbréfa sem telja til viðbótar eiginfjárþáttar 1 (e. Additional Tier 1 securities (AT1)), að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadala. Um er að ræða fyrstu AT1 útgáfu Landsbankans og voru bréfin seld til fjárfesta á föstum 8,125% vöxtum.
Austurbakki
30. jan. 2025
Uppgjör Landsbankans fyrir árið 2024
Hagnaður Landsbankans á árinu 2024 nam 37,5 milljörðum króna eftir skatta, samanborið við 33,2 milljarða króna árið áður.
Austurbakki
13. des. 2024
Góð kjör í útgáfu víkjandi skuldabréfa
Landsbankinn lauk í dag útboði víkjandi skuldabréfa sem teljast til eiginfjárþáttar 2 (e. Tier 2).
Austurbakki
23. okt. 2024
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2024 nam 26,9 milljörðum króna eftir skatta, þar af 10,8 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var 11,7% samanborið við 10,5% á sama tímabili árið áður.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur