Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Helga Björk hætt­ir sem formað­ur á að­al­fundi Lands­bank­ans í mars

Helga og Berglind
23. febrúar 2024

Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, sem hefur setið í bankaráði frá árinu 2013 og verið formaður þess frá árinu 2016, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu í bankaráði á aðalfundi bankans 20. mars nk. Þá mun Berglind Svavarsdóttir, varaformaður bankaráðs, sem setið hefur í bankaráði frá árinu 2016, heldur ekki gefa kost á sér og lætur af störfum í bankaráði á sama tíma.

Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs, segir: „Ég hef setið í stjórn Landsbankans í 11 ár. Þar hef ég fengið tækifæri til að starfa með frábæru fólki og taka þátt í mörgum krefjandi, mikilvægum og skemmtilegum verkefnum, s.s. umbreytingum á fjárhagsskipan bankans, umbótum á stjórnarháttum, framþróun í upplýsingatækni og stafrænni þjónustu og síðast en ekki síst móta stefnuna fyrir Landsbanka nýrra tíma. Landsbankinn hefur dafnað afar vel á síðustu árum. Hann er stærstur viðskiptabankanna, reksturinn er traustur og fjárhagslegur styrkur bankans mikill. Landsbankinn nýtur samkvæmt mælingum mests traust bankanna, er með hæstu markaðshlutdeildina og hefur mælst efstur í Íslensku ánægjuvoginni hjá viðskiptavinum í bankaþjónustu síðustu fimm árin. Þrátt fyrir krefjandi ytri aðstæður var árið 2023 afar farsælt og þegar á allt er litið er óhætt að segja að síðasta ár hafi verið það besta í sögu bankans. Hagnaðurinn var 33,2 milljarðar króna og arðsemin 11,6% sem er yfir markmiði bankans. Flutningar í nýtt húsnæði gengu afar vel, fjölmargir viðskiptavinir bættust í hópinn og bankinn bauð upp á margar nýjar og vel heppnaðar lausnir til að mæta síbreytilegum þörfum viðskiptavina.

Ég er afar þakklát fyrir góðan tíma hjá Landsbankanum og þakka öllum bankaráðsmönnum, bankastjóra, öðrum stjórnendum og öllu því frábæra starfsfólki sem ég hef kynnst og starfað með undanfarin ár, kærlega fyrir samstarfið. Starfsfólk bankans er metnaðarfullt og hefur ávallt fagmennsku að leiðarljósi í störfum sínum. Þá vil ég þakka hluthöfum fyrir traustið og afar góð samskipti á liðnum árum. Ég kveð Landsbankann með hlýhug og stolti og veit að hans bíður farsæl framtíð.“

Á myndinni hér að ofan eru Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs og Berglind Svavarsdóttir, varaformaður.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
19. mars 2025
Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2025
Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 19. mars 2025, samþykkti að greiða 18.892 milljónir króna í arð til hluthafa.
Austurbakki
5. mars 2025
Aðalfundur Landsbankans 2025
Aðalfundur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 19. mars 2025 kl. 16.00 í Reykjastræti 6, Reykjavík.
28. feb. 2025
Landsbankinn og TM eru betri saman!
Uppgjör og afhending vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingum hf. af Kviku banka fór fram í dag og hefur Landsbankinn tekið við rekstri félagsins. TM verður rekið sem dótturfélag Landsbankans.
Austurbakki
21. feb. 2025
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Landsbankans á TM
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum hf. með gerð sáttar milli bankans og eftirlitsins.
Austurbakki
13. feb. 2025
Opnu söluferli á hlut í Kea-hótelum lokið án sölu
Opnu söluferli á 35% eignarhlut Hamla ehf. sem er dótturfélags Landsbankans, í hótelkeðjunni Keahótelum ehf. er lokið, án þess að samningar hafi náðst um sölu.
Hjón úti í náttúru
13. feb. 2025
Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans komin út
Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans fyrir árið 2024 er komin út. Í skýrslunni er fjallað um þróun og breytingar á þjónustu bankans, árangur í rekstri, trausta fjármögnun og áhættustjórnun, jákvæð áhrif bankans á samfélagið og ýmislegt fleira.
Austurbakki
11. feb. 2025
Landsbankinn gefur út AT1 verðbréf
Landsbankinn lauk í dag sölu verðbréfa sem telja til viðbótar eiginfjárþáttar 1 (e. Additional Tier 1 securities (AT1)), að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadala. Um er að ræða fyrstu AT1 útgáfu Landsbankans og voru bréfin seld til fjárfesta á föstum 8,125% vöxtum.
Austurbakki
30. jan. 2025
Uppgjör Landsbankans fyrir árið 2024
Hagnaður Landsbankans á árinu 2024 nam 37,5 milljörðum króna eftir skatta, samanborið við 33,2 milljarða króna árið áður.
Austurbakki
13. des. 2024
Góð kjör í útgáfu víkjandi skuldabréfa
Landsbankinn lauk í dag útboði víkjandi skuldabréfa sem teljast til eiginfjárþáttar 2 (e. Tier 2).
Austurbakki
23. okt. 2024
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2024 nam 26,9 milljörðum króna eftir skatta, þar af 10,8 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var 11,7% samanborið við 10,5% á sama tímabili árið áður.