Banka­sýsl­an var upp­lýst um áform Lands­bank­ans um að kaupa TM

Bankaráð Landsbankans hefur svarað bréfi Bankasýslu ríkisins frá 18. mars sl. þar sem óskað er eftir tilteknum upplýsingum um kaup bankans á TM tryggingum.
Austurbakki
22. mars 2024

Svar bankaráðs Landsbankans 22. mars við bréfi Bankasýslu ríkisins:

Tilboð Landsbankans hf. í TM tryggingar hf.

Vísað er til bréfs Bankasýslu ríkisins til Landsbankans, dags. 18. mars sl., þar sem óskað var eftir nánar tilgreindum upplýsingum um skuldbindandi tilboð bankans um kaup af Kviku banka hf. á 100% hlutafjár í TM tryggingum hf., sem lagt var fram 15. mars sl.

Vegna bréfsins vill bankaráð leggja áherslu á eftirfarandi:

  • Bankaráð hefur um nokkurt skeið haft áhuga á að bæta tryggingum við þjónustuframboð bankans.
  • Frá miðju ári 2023 hefur bankaráð átt frumkvæði að samskiptum við Bankasýsluna þar sem fram hefur komið áhugi bankaráðs á tryggingamarkaðnum og eftir atvikum kaupum á TM. Samskiptin hafa farið fram í tölvupóstum, á fundum og með símtölum.
  • Í tölvupósti frá formanni bankaráðs 11. júlí 2023 til Bankasýslunnar var greint frá því að bankinn hefði haft samband við Kviku og lýst yfir áhuga bankans á að kaupa TM.  Bankasýslan svaraði tölvupóstinum samdægurs án athugasemda varðandi kaupin.
  • Formlegt söluferli á TM hófst 17. nóvember 2023. Þann 20. desember 2023 var Bankasýslan upplýst í símtali um að bankinn hefði skilað inn óskuldbindandi tilboði í TM. Í kjölfarið tók bankinn þátt í ferli sem lauk með því að bankinn lagði fram skuldbindandi tilboð í félagið þann 15. mars 2024. Þann 17. mars var Bankasýslan upplýst um að Kvika hefði samþykkt skuldbindandi tilboð bankans.
  • Bankasýslan setti aldrei fram athugasemdir eða óskaði eftir frekari upplýsingum eða gögnum frá bankaráði fyrr en eftir að tilkynnt var um samþykki Kviku á skuldbindandi tilboði bankans.
  • Bankaráð uppfyllti skyldur sínar til upplýsingagjafar í samræmi við núgildandi eigandastefnu ríkisins sem og samkvæmt samningi bankans við Bankasýsluna frá 2010.

Það er mat bankaráðs að ákvörðun um kaup á TM sé á forræði bankaráðs, kaupin á TM samrýmist eigendastefnu ríkisins og þjóni langtímahagsmunum bankans og hluthafa. Með því að bæta tryggingum við þjónustu Landsbankans geti bankinn boðið viðskiptavinum sínum enn betri og fjölbreyttari þjónustu, auk þess sem það muni styrkja reksturinn og auka verðmæti bankans.

Kaup bankans á TM eru ekki talin auka áhættu í rekstri bankans umfram þann ávinning sem hlýst af kaupunum. Kaupin hafi ekki áhrif á getu bankans til að uppfylla arðgreiðslustefnu bankans um að greiða að jafnaði um 50% af hagnaði fyrra árs í arð til hluthafa en muni styrkja arðgreiðslugetu bankans til lengri tíma.

Að síðustu skal áréttað að Bankasýslan var upplýst af hálfu bankaráðs og var kunnugt um áform bankans um að kaupa TM eins og að ofan hefur verið rakið.

Nánar er fjallað um aðdraganda, undirbúning og fleiri þætti í greinargerð sem fylgir þessu bréfi.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
19. mars 2025
Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2025
Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 19. mars 2025, samþykkti að greiða 18.892 milljónir króna í arð til hluthafa.
Austurbakki
5. mars 2025
Aðalfundur Landsbankans 2025
Aðalfundur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 19. mars 2025 kl. 16.00 í Reykjastræti 6, Reykjavík.
28. feb. 2025
Landsbankinn og TM eru betri saman!
Uppgjör og afhending vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingum hf. af Kviku banka fór fram í dag og hefur Landsbankinn tekið við rekstri félagsins. TM verður rekið sem dótturfélag Landsbankans.
Austurbakki
21. feb. 2025
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Landsbankans á TM
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum hf. með gerð sáttar milli bankans og eftirlitsins.
Austurbakki
13. feb. 2025
Opnu söluferli á hlut í Kea-hótelum lokið án sölu
Opnu söluferli á 35% eignarhlut Hamla ehf. sem er dótturfélags Landsbankans, í hótelkeðjunni Keahótelum ehf. er lokið, án þess að samningar hafi náðst um sölu.
Hjón úti í náttúru
13. feb. 2025
Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans komin út
Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans fyrir árið 2024 er komin út. Í skýrslunni er fjallað um þróun og breytingar á þjónustu bankans, árangur í rekstri, trausta fjármögnun og áhættustjórnun, jákvæð áhrif bankans á samfélagið og ýmislegt fleira.
Austurbakki
11. feb. 2025
Landsbankinn gefur út AT1 verðbréf
Landsbankinn lauk í dag sölu verðbréfa sem telja til viðbótar eiginfjárþáttar 1 (e. Additional Tier 1 securities (AT1)), að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadala. Um er að ræða fyrstu AT1 útgáfu Landsbankans og voru bréfin seld til fjárfesta á föstum 8,125% vöxtum.
Austurbakki
30. jan. 2025
Uppgjör Landsbankans fyrir árið 2024
Hagnaður Landsbankans á árinu 2024 nam 37,5 milljörðum króna eftir skatta, samanborið við 33,2 milljarða króna árið áður.
Austurbakki
13. des. 2024
Góð kjör í útgáfu víkjandi skuldabréfa
Landsbankinn lauk í dag útboði víkjandi skuldabréfa sem teljast til eiginfjárþáttar 2 (e. Tier 2).
Austurbakki
23. okt. 2024
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2024 nam 26,9 milljörðum króna eftir skatta, þar af 10,8 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var 11,7% samanborið við 10,5% á sama tímabili árið áður.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur