Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans komin út
Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans fyrir árið 2023 er komin út. Þar er fjallað um það sem hæst bar hjá bankanum á árinu, framfarir í þjónustu og rekstri, góðan árangur við fjármögnun, trausta áhættustjórnun, öfluga sjálfbærnivinnu og ýmislegt fleira.
15. febrúar 2024
Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans er sem fyrr gefin út á vefnum á íslensku og ensku. Meðal þess sem fjallað er um í skýrslunni er:
- Landsbankaappið nýtur sífellt meiri vinsælda og á árinu 2023 fjölgaði notendum þess um meira en þriðjung.
- Á árinu urðu umskipti á Landsbankaappinu. Það býður ekki lengur einungis upp á hefðbundna bankaþjónustu, heldur tengir saman vinnu, yfirsýn og fjármál fólks á nýjan hátt.
- Viðskiptavinum sem spara í appinu og fá þannig hagstæðustu óbundnu innlánsvextina fjölgaði um 57%.
- Fjármögnun bankans gekk vel og útgáfur á erlendum skuldabréfum voru vel heppnaðar.
- Færsluhirðing Landsbankans, sem var hleypt af stokkunum á árinu, hefur fengið mjög góðar viðtökur og Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans kom að mörgum mjög vel heppnuðum verkefnum.
- Viðskiptavinum hélt áfram að fjölga, markaðshlutdeild á einstaklingsmarkaði hefur aldrei verið hærri og aldrei hafa fleiri fyrirtæki bæst í hóp ánægðra viðskiptavina bankans.
- Árið 2023 mældist Landsbankinn efstur í Íslensku ánægjuvoginni hjá viðskiptavinum í bankaþjónustu, fimmta árið í röð.
- Ítarlega er fjallað um sjálfbærnistarf bankans en árið 2023 settum við okkur m.a. vísindaleg loftslagsmarkmið sem voru nú í febrúar 2024 staðfest af Science Based Targets initiative (SBTi).
Þú gætir einnig haft áhuga á
23. okt. 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2024 nam 26,9 milljörðum króna eftir skatta, þar af 10,8 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var 11,7% samanborið við 10,5% á sama tímabili árið áður.
10. sept. 2024
Landsbankinn hefur lokið sölu á skuldabréfum með breytilegum vöxtum að fjárhæð 1.000 milljónir sænskra króna og 250 milljónir norskra króna. Skuldabréfin eru til fjögurra ára og með heimild til innköllunar að þremur árum liðnum.
18. júlí 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins 2024 nam 16,1 milljarði króna eftir skatta, þar af 9,0 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var 10,5% samanborið við 10,3% á sama tímabili árið áður.
7. júní 2024
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings (S&P) telur að kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. (TM) skapi tækifæri fyrir bankann til að festa sig í sessi á íslenskum tryggingamarkaði, breikka þjónustuframboð til viðskiptavina og auka fjölbreytni í tekjustoðum bankans til framtíðar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem S&P birti 5. júní 2024.
30. maí 2024
Samningur um kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. af Kviku banka var undirritaður í dag.
2. maí 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2024 nam 7,2 milljörðum króna eftir skatta. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 9,3% samanborið við 11,1% á sama tímabili árið áður.
19. apríl 2024
Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 19. apríl 2024, samþykkti að greiða 16.535 milljónir króna í arð til hluthafa.
4. apríl 2024
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði hækkað lánshæfismat Landsbankans. Hækkunin nemur einu þrepi og er lánshæfismatið því BBB+ með stöðugum horfum.
27. mars 2024
Aðalfundur Landsbankans verður haldinn föstudaginn 19. apríl 2024 kl. 16.00 í Reykjastræti 6, Reykjavík.
22. mars 2024
Bankaráð Landsbankans hefur svarað bréfi Bankasýslu ríkisins frá 18. mars sl. þar sem óskað er eftir tilteknum upplýsingum um kaup bankans á TM tryggingum.