Vísi­tala íbúða­verðs hækk­ar enn og kaup­samn­ing­um fjölg­ar

Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,9% milli mánaða í október. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 19% fleiri en í október í fyrra og fjölgaði einnig í september eftir að hafa fækkað viðstöðulaust milli ára frá miðju ári 2021. Vísitalan er hærri en við gerðum ráð fyrir við gerð verðbólguspár fyrir nóvembermánuð og því færum við hana örlítið upp og spáum nú 8,1% ársverðbólgu í stað 8,0%.
Gata í Reykjavík
24. nóvember 2023

Vísitalan hækkaði um 0,9% á milli mánaða í október. Mánuðinn á undan hækkaði hún um 1,4% og um 0,7% í ágúst. Sérbýlishluti vísitölunnar hækkaði um heil 2,5% og fjölbýlishlutinn um 0,5%.

Nafnverð 2,9% hærra en á sama tíma í fyrra

Árshækkun vísitölunnar fór úr 2,6% í 2,9% í október. Hún hefur hækkað síðustu mánuði eftir að hafa náð lágmarki í 0,8% í júlí.

Dregur úr raunverðslækkunum

Raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað milli ára síðustu sex mánuði. Raunverð fæst með því að taka tillit til verðbólgu, en til þess notum við vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Raunverð lækkar þannig milli ára ef árshækkun íbúðaverðs er minni en árshækkun vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Mjög tók að hægja á raunverðshækkunum á seinni hluta síðasta árs, þegar aðrir liðir en húsnæði fóru að hækka í verði á sama tíma og hægði á íbúðaverðshækkunum. Nú er aftur að draga úr raunlækkuninni sem nam 4,1% milli ára í október og 4,8% í september. Lækkunin milli ára mældist mest í júlí, 5,9%.

Kaupsamningum fjölgar aftur milli ára

Í takt við hækkandi verð er undirrituðum kaupsamningum farið að fjölga á ný. Eftir að hafa fækkað milli ára samfellt frá miðju ári 2021 fjölgaði kaupsamningum um 12% milli ára í september og um 19% milli ára í október.

Hvers vegna er aukinn kraftur í eftirspurn eftir íbúðum?

Verðhækkanir á íbúðamarkaði síðustu þrjá mánuði hafa komið á óvart og ekki augljóst hvaða kraftar eru þar að verki. Síaukin þörf á húsnæði spilar að líkindum inn í og ekki er ólíklegt að hávær umræða um yfirvofandi íbúðaskort og ónóga uppbyggingu ýti undir væntingar um verðhækkanir og kyndi þar með undir eftirspurn. Væntingar um verðhækkanir kunna að hvetja fyrstu kaupendur til að koma inn á markaðinn, en fyrstu kaupendum hefur fjölgað verulega á þriðja ársfjórðungi. Þeir voru 789 á öðrum ársfjórðungi og 26% af öllum kaupendum, en 1.123 á þriðja ársfjórðungi, eða 33%.

Hluti af þessari auknu eftirspurn meðal fyrstu kaupenda kann að skýrast af aukinni lántöku hlutdeildarlána á ársfjórðungnum. Eftir að skilyrði fyrir slíkri lántöku voru útvíkkuð hefur mun stærri hópur kost á að sækja um hlutdeildarlán og fleiri íbúðir passa inn í rammann. Við höfum einnig velt því upp hvort hlutdeildarlánin kunni að hækka vísitölu íbúðaverðs. Þau er aðeins veitt til kaupa á nýjum íbúðum, sem eru almennt dýrari en eldri íbúðir af sömu stærð. Ef hlutfallslega fleiri nýjar íbúðir koma til við mælingu vísitölu íbúðaverðs en áður má ætla að vísitalan hækki. Þá má einnig vera að óbreytt stýrivaxtastig auki bjartsýni á íbúðamarkaði og auk þess kann kaupmáttaraukning á seinni hluta árs að hafa áhrif.  

Spáum 8,1% verðbólgu í nóvember og 8,3% í desember

Í verðbólguspá okkar frá 16. nóvember gerðum við ráð fyrir 0,6% hækkun íbúðaverðs milli mánaða. Í ljósi þess að vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,9% milli mánaða í október gerum við nú ráð fyrir að vísitala markaðsverðs húsnæðis, eins og Hagstofan reiknar hana, hækki um 1,1% á milli mánaða. Hagstofan tekur tillit til alls landsins við útreikning á vísitölu markaðsverðs húsnæðis og við gerum ráð fyrir að verð á landsbyggðinni hækki meira en á höfuðborgarsvæðinu í nóvember.

Við hækkum því verðbólguspána úr 8,0% í 8,1%. Spáin næstu mánuði þar á eftir hækkar því einnig og í desember gerum við ráð fyrir 8,3% verðbólgu í stað 8,1%. Eftir áramót gerum við enn ráð fyrir að verðbólga hjaðni nokkuð og verði 7,4% í stað 7,3% í janúar og 6,8% í stað 6,7% í febrúar.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
28. okt. 2024
Vikubyrjun 28. október 2024
Í vikunni birtir Hagstofan verðbólgutölur fyrir októbermánuð. Þessar verðbólgutölur verða þær síðustu fyrir næstu vaxtaákvörðun sem verður tilkynnt þann 20. nóvember nk. Í síðustu viku birti Hagstofan veltu skv. VSK-skýrslum, niðurstöður úr vinnumarkaðsrannsókn og launavísitölu. Þá er uppgjörstímabilið í kauphöllinni áfram í fullum gangi.
Vélsmiðja Guðmundar
23. okt. 2024
Velta í hagkerfinu eykst og tæknigreinar draga vagninn
Velta í hagkerfinu jókst um 2,1% á milli ára í júlí og ágúst að raunvirði, samkvæmt virðisaukaskattskýrslum. Svo mikið hefur veltan ekki aukist frá því á VSK-tímabilinu janúar-febrúar árið 2023, þegar hagkerfið var enn að rétta úr kútnum eftir covid-samdráttinn.
Fiskveiðinet
22. okt. 2024
Meiri hagvöxtur ef loðna finnst
Hafrannsóknarstofnun leggur til að ekki verði gefinn út loðnukvóti fyrir veiðitímabilið 2024/2025. Ráðgjöfin verður uppfærð í janúar, þegar nýjar mælingar fara fram og því er ekki útséð um loðnuveiðar á næsta ári. Fyndist loðna í nægilegu magni hefði það töluverð áhrif á hagvöxt á næsta ári. Loðna hefur verið veidd hér á landi frá árinu 1962 og aðeins þrisvar orðið algjör loðnubrestur, árin 2019, 2020 og nú síðast í ár. 
21. okt. 2024
Vikubyrjun 21. október 2024
Í síðustu viku birtum við hagspá til ársins 2027. Vísitala íbúðaverðs og vísitala leiguverðs lækkuðu á milli mánaða í september og greiðslukortavelta heimilanna dróst saman á milli ára innanlands en jókst erlendis. Seðlabankinn birti fundargerð peningastefnunefndar og voru allir nefndarmenn sammála um að lækka vexti. Nokkur fyrirtæki birta uppgjör í þessari viku.
15. okt. 2024
Morgunfundur um hagspá til 2027 - upptökur
Hagspá Landsbankans til ársins 2027 var kynnt á morgunfundi í Silfurbergi Hörpu þriðjudaginn 15. október 2024 en auk þess var fjallað um stöðu og horfur á alþjóðlegum mörkuðum og í áhugaverðum pallborðsumræðum ræddu forstjórar fjögurra útflutningsfyrirtækja um tækifæri og áskoranir í útflutningi.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Hagspá til 2027: Hagkerfið nær andanum
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%. Bakslag í útflutningsgreinum setti svip sinn á fyrri hluta árs, loðnubrestur og hægari vöxtur ferðaþjónustu ollu samdrætti á sama tíma og háir vextir hafa kælt eftirspurnina sem engu að síður mælist nokkuð kröftug.
Smiður
14. okt. 2024
Vikubyrjun 14. október 2024
Í fyrramálið kynnum við nýja hagspá til ársins 2027 á morgunfundi í Hörpu. HMS birtir í vikunni vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu um húsnæðismarkaðinn. Á miðvikudag birtist svo fundargerð peningastefnunefndar. Í síðustu viku bar hæst að erlendum ferðamönnum fjölgaði aðeins á milli ára í september á sama tíma og atvinnuleysi jókst lítillega.
Frosnir ávextir og grænmeti
10. okt. 2024
Spáum að verðbólga hjaðni í 5,1% í október 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,27% á milli mánaða í október og að verðbólga lækki úr 5,4% niður í 5,1%. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,2% í janúar á næsta ári.
Seðlabanki Íslands
7. okt. 2024
Vikubyrjun 7. október 2024
Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði vexti í síðustu viku, í fyrsta sinn í fjögur ár. Stýrivextir eru nú 9% eftir að hafa staðið í 9,25% í meira en ár. Verðbólga á evrusvæðinu er enn á niðurleið og mældist 1,8% í september, undir 2% verðbólgumarkmiði. Verðbólgutölur í Bandaríkjunum verða birtar í þessari viku.
1. okt. 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. október 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur