Vikan framundan
- Í dag og á morgun fer fram hlutafjárútboð í Heimavöllum leigufélagi.
- Á morgun birta Skeljungur og Tryggingamiðstöðin árshlutauppgjör.
- Á miðvikudag birta Íslandsbanki og Reginn árshlutauppgjör.
Mynd vikunnar
Atvinnuþátttaka jókst stöðugt frá upphafi ársins 2015 fram til vorsins 2017. Síðan þá hefur dregið úr atvinnuþátttöku um eitt og hálft prósentustig sé miðað við 12 mánaða hlaupandi meðaltal og hefur hlutfallið lækkað töluvert síðustu tvo mánuði. Þetta, ásamt öðrum tölum úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar, bendir til þess að vinnumarkaðurinn hafi náð hámarki. Það er alls ekki slæmt, eilítil merki um að spenna sé að minnka haldast í hendur við vísbendingar um að núverandi hagsveifla hafi náð hámarki.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Arion banki og Landsbankinn birtu uppgjör fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins.
- Tvö félög í kauphöllinni, Icelandair og VÍS, birtu einnig uppgjör.
- Vöruskiptajöfnuður við útlönd var neikvæður um 30,7 ma.kr. á fyrstu 3 mánuðum ársins.
- Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar var atvinnuleysi 2,9% á fyrsta ársfjórðungi.
- Hagstofan birti einnig bráðabirgðatölur um vinnumagn og framleiðni vinnuafls 2008-2017.
- Hagstofan birti útreikninga á lífeyrisskuldbindingum almannatrygginga og fjölda lífeyrisþega.
- Kvika banki gaf út víkjandi skuldabréf, Arion banki hélt útboð sértryggðra skuldabréfa, Orkuveita Reykjavíkur lauk skuldabréfaútboði, Landsbankinn lauk víxlaútboði og Lánamál ríkisins héldu útboð ríkisbréfa.