Vikubyrjun 7. ágúst 2018
Vikan framundan
- Í dag birtir Hagstofan bráðabirgðatölur um vöruviðskipti við útlönd í júlí.
- Í dag birtir Seðlabankinn tölur um gjaldeyrismarkað, raungengi og krónumarkað.
- Á morgun birtir Þjóðskrá tölur um fasteignamarkaðinn í júlí.
- Á fimmtudag birtir Hagstofan tölur um vinnumarkaðinn, bæði fyrir júní sem og fyrir 2. ársfjórðung.
- Á föstudag birtir Seðlabankinn tölur um gjaldeyrisforðann í júlí.
Mynd vikunnar
Vöruinnflutningur jókst um 40 ma.kr. á fyrri hluta þessa árs frá sama tíma í fyrra. Stór hluti aukningarinnar er til kominn vegna aukins innflutnings á olíutengdum afurðum. Innflutningur á eldsneyti og smurolíu jókst um 16,1 ma.kr. milli tímabila. Hækkun á heimsmarkaðsverði á olíu skýrir að miklu leyti hækkun innflutningsverðmætis milli ára en meðalverð á fatinu var 70,7 Bandaríkjadalir á fyrri hluta þessa árs samanborið við 51,6 Bandaríkjadali á sama tímabili í fyrra. Frekar var fjallað um vöruskiptajöfnuð fyrri helmings ársins í Hagsjá í síðustu viku.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Lánamál ríkisins héldu útboð ríkisvíxla.
- Hagstofan birti tölur um gistinætur og gestakomur á hótelum.
- Hagstofan birti tölur um vöruviðskipti við útlönd.
- Icelandair Group birti hálfsársuppgjör.
- Íslandsbanki birti hálfsársuppgjör.
- Arion banki birti árshlutauppgjör fyrir 2. ársfj.
- Arion banki hélt útboð sértryggðra skuldabréfa.
- Landsbankinn hélt víxlaútboð.
- Samkeppniseftirlitið samþykkti kaup N1 á öllu hlutafé í Festi.