Vikan framundan
- Á þriðjudag birta Eimskip, Marel og Sýn uppgjör.
- Á miðvikudag er vaxtákvörðun hjá Seðlabanka Íslands og samhliða henni verða birt ný Peningamál. Reginn birtir uppgjör.
- Á fimmtudaginn er vaxtaákvörðun hjá Englandsbanka.
- Á föstudag birtir Ferðamálastofa brottfarir um Keflavíkurflugvöll og Vinnumálastofnun birtir skráð atvinnuleysi.
Mynd vikunnar
Álit markaðsaðila á taumhaldi peningastefnu hefur breyst verulega á síðustu mánuðum þrátt fyrir að stýrivextir hafa verið óbreyttir síðan í ágúst í fyrra. Skýrist það af að verðbólga hefur hjaðnað og hægst hefur á hagkerfinu. Samkvæmt nýrri könnun Seðlabankans á væntingum markaðsaðila sem gerð var dagana 22.-24. apríl, telja nú 62% markaðsaðila að taumhald peningastefnunnar sé of þétt. Hlutfallið var 42% í janúar og 27% í nóvember í fyrra. Peningastefnunefnd kemur saman í næstu viku og kynnir vaxtaákvörðun á miðvikudaginn. Við spáum því að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Seðlabanki Íslands birti niðurstöður úr könnun á væntingum markaðsaðila sem fór fram 22.-24. apríl.
- Hagstofan birti skráðar gistinætur í mars, þar sem meðal annars kemur fram að gistinóttum ferðamanna fjölgaði um tæplega 1% á milli ára eftir samdrátt á milli ára frá því í desember. Hagstofan birti einnig veltu samkvæmt VSK-skýrslum í janúar og febrúar.
- Við gáfum út nýja hagspá sem nær til ársins 2026. Þá sendum við frá okkur stýrivaxtaspá og nýjan hlaðvarpsþátt þar sem við förum yfir það helsta úr hagspánni.
- Seðlabanki Bandaríkjanna hélt vöxtum óbreyttum. Eurostat birti verðbólgutölur og þjóðhagsreikninga.
- Arion banki, Eik fasteignafélag, Íslandsbanki, Kvika banki og Landsbankinn birtu uppgjör.
- Ölgerðin lauk sölu á víxlum.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.
Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.
Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).