Viku­byrj­un 6. ág­úst 2024

Gistinóttum erlendra ferðamanna í öllum tegundum skráðra gististaða fækkaði um 1,4% á milli ára í júní. Það er nokkuð minni samdráttur en mældist í fjölda erlendra ferðamanna og erlendri kortaveltu.
Flugvöllur, Leifsstöð
6. ágúst 2024

Staðan í ferðaþjónustu skýrist betur í þessari viku, en Ferðamálastofa birtir fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll og Icelandair og Play birta flutningstölur.

Vikan framundan

  • Á fimmtudag birtir Seðlabankinn útreikning á raungengi í júlí. Hagstofan birtir bráðabirgðatölur um vöruskipti við útlönd í júlí og uppfærðar tölur fyrir júní.
  • Á föstudag birtir Ferðamálastofa fjölda ferðamanna um Leifsstöð og Vinnumálastofnun birtir skráð atvinnuleysi, en báðar útgáfur eru júlímælingar.

Mynd vikunnar

Seðlabankar víða um heim hækkuðu vexti í kjölfar heimsfaraldursins til að bregðast við aukinni verðbólgu. Verðbólga er víðast hvar á niðurleið og flestir seðlabankar eru annað hvort byrjaðir að lækka vexti eða í startholunum til að hefja vaxtalækkanir. Seðlabankar Evrópu, Bretlands, Svíþjóðar og Sviss hafa þegar hafið vaxtalækkanir en seðlabankar Bandaríkjanna, Noregs og Íslands ekki enn þá. Næsta vaxtaákvörðun í Bandaríkjunum er í september og er talið nokkuð líklegt að ákveðið verði að lækka vexti. Næsta ákvörðun hér á landi er 21. ágúst, en við teljum engar líkur á vaxtalækkun þá.

Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 6. ágúst 2024 (PDF)

Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.

Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.

Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.

Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.

Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).
Þú gætir einnig haft áhuga á
Orlofshús á Íslandi
12. ágúst 2024
Ferðamenn í júlí fleiri en í fyrra 
Brottfarir erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll voru hálfu prósenti fleiri í júlí í ár en í fyrra. Fjöldi skráðra gistinótta útlendinga dróst minna saman í júní en síðustu mánuði. Noregur hefur sótt í sig veðrið sem vinsæll ferðamannastaður og hafa gistinætur þar aukist langmest af norðurlöndunum.
12. ágúst 2024
Vikubyrjun 12. ágúst 2024
Brottfarir erlendra ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli í júlí voru álíka margar og í fyrra, en brottförum Íslendinga fækkaði nokkuð á milli ára. Í þessari viku fara fram verðmælingar vegna ágústmælingar vísitölu neysluverðs og nokkur félög í kauphöllinni birta uppgjör.
1. ágúst 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. ágúst 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fataverslun
29. júlí 2024
Vikubyrjun 29. júlí 2024
Verðbólga mældist umfram væntingar í júlí og fór úr 5,8% í 6,3%, samkvæmt vísitölu neysluverðs sem Hagstofan birti í síðustu viku. Launavísitala fyrir júnímánuð var einnig birt í síðustu viku og hækkaði um 0,5% milli mánaða. Kaupmáttur launa er nokkurn veginn sá sami og á sama tíma í fyrra.
Epli
24. júlí 2024
Verðbólga hækkar í 6,3%, meira en spár gerðu ráð fyrir
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,46% milli mánaða í júlí, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólgan hækkar því úr 5,8% í 6,3%, um 0,5 prósentustig. Það sem kom mest á óvart í tölunum var að sumarútsölurnar voru lakari en við bjuggumst við og verð á matarkörfunni hækkaði meira en við héldum. Við gerum nú ráð fyrir að ársverðbólgan verði 6,2% í ágúst, 6,1% í september og 5,6% í október. Spáin er um 0,2-0,3 prósentustigum hærri en síðasta verðbólguspá sem við birtum í verðkönnunarvikunni.
Evrópsk verslunargata
22. júlí 2024
Vikubyrjun 22. júlí 2024
Í síðustu viku birtust gögn sem gáfu til kynna talsverðan kraft á íbúðamarkaði um þessar mundir. Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% milli mánaða í júní og vísitala leiguverðs um 2,5%.
Hús í Reykjavík
18. júlí 2024
Spenna á íbúðamarkaði
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í júní. Árshækkun vísitölu íbúðaverðs jókst úr 8,4% í 9,1% en svo mikil hefur árshækkunin ekki verið síðan í febrúar 2023. Leiguverð hækkaði einnig á milli mánaða í júní, alls um 2,5%. Mikil velta var á íbúðamarkaði í júní og ljóst að íbúðamarkaður hefur tekið verulega við sér.
Gönguleið
15. júlí 2024
Vikubyrjun 15. júlí 2024
Erlendir ferðamenn voru 9% færri í júní á þessu ári en í júní í fyrra. Atvinnuleysi var 3,1% í júní og er áfram lítillega meira en á sama tíma í fyrra.
Fataverslun
10. júlí 2024
Spáum að verðbólga aukist lítillega og verði 5,9% í júlí 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,15% á milli mánaða í júlí og að verðbólga aukist úr 5,8% í 5,9%. Við gerum ráð fyrir að júlímánuður verði nokkuð dæmigerður þar sem sumarútsölur verða til lækkunar á vísitölunni en flugfargjöld til útlanda til hækkunar. Við spáum nokkurn veginn óbreyttri verðbólgu í ágúst og september, en að verðbólga hjaðni í 5,4% í október. 
8. júlí 2024
Vikubyrjun 8. júlí 2024
Hátt vaxtastig hefur hvatt til sparnaðar og hægt á eftirspurn í hagkerfinu. Innlán heimila voru 20% meiri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra, samkvæmt nýbirtum Hagvísum Seðlabanka Íslands. Óbundin innlán hafa aukist langmest.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur