Vikan framundan
Í vikunni fara fram verðmælingar vegna júlímælingar vísitölu neysluverðs.
Á miðvikudag birtir Seðlabankinn útreikning á raungengi ásamt veltutölum um millibankamarkað með gjaldeyri og krónur fyrir júní.
Á föstudag birtir Vinnumálastofnun tölur um skráð atvinnuleysi.
Mynd vikunnar
Frá byrjun árs 2020 til loka apríl 2021 voru hrein ný íbúðalán til heimila, þ.e. ný íbúðalán að frádregnum umfram- og uppgreiðslum eldri fasteignalána, að meðaltali um 20 ma. kr. á mánuði. Til samanburðar var sambærileg tala fyrir 2019 um 13,2 ma. kr. Alls eru ný íbúðalán að frádregnum umfram- og uppgreiðslum á tímabilinu janúar 2020 til og með apríl 2021 um 320 ma. kr. Þetta samsvarar 870 þúsund krónum á sérhvern landsmann eða um 1,5 milljón króna á hverja kjarnafjölskyldu.
Efnahagsmál
- Seðlabankinn birti yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og fjármálaeftirlitsnefndar.
- Verðbólgan mældist 4,3% í júní.
- Nýjar reglur um hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til neytenda tóku gildi.
- Bílakaup landsmanna eru að aukast.
- Nokkur munur er á þróun vísitölu heildarlauna og launavísitölunnar.
- Það eru um 2.400 laus störf í ferðaþjónustunni.
- Verðskrá hótela í Reykjavík er farin að hækka á ný.
- Seðlabankinn birti Hagvísa.
- Fjársýsla ríkisins birti ríkisreikning fyrir árið 2020.
- Ferðamálastofa birti spá um fjölda erlendra ferðamanna.
- Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í júní.
- Hagstofan birti vöru- og þjónustujöfnuð í apríl, fjölda lausra starfa á 2. ársfj. og fjölda gistinótta í maí.
Fjármálamarkaðir
- Ný lög um gjaldeyrismál og nýjar reglum um afleiðuviðskipti tóku gildi.
- Lánamál ríkisins birtu ársfjórðungsáætlun í lánamálum ríkissjóðs.
- Seðlabankinn birti tilkynningu vegna kaupa bankans á skuldabréfum ríkissjóðs.
- Við birtum mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf.
- Arion banki og Íslandsbanki birtu árlegt mat á eiginfjárþörf.
- Lánamál ríkisins luku útboði ríkisvíxla, Reykjavíkurborg gaf út óverðtryggt skuldabréf.
- Íslandsbanki gaf út skuldabréf í norskum og sænskum krónum.