Viku­byrj­un 5. des­em­ber 2022

Síðan í júlí, þegar verðbólgan hér á landi mældist hæst 9,9%, hefur framlag bensíns, húsnæðis og þjónustu til 12 mánaða verðbólgu minnkað. Það veldur áhyggjum að framlag innfluttra vara (án bensíns) og innlendra vara heldur áfram að hækka.
Bílar
5. desember 2022 - Greiningardeild

Vikan framundan

  • Á miðvikudag birtir Seðlabankinn yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og fundargerð peningastefnunefndar.
  • Á föstudag birtir Vinnumálastofnun tölur um skráð atvinnuleysi í nóvember.
  • Í vikunni fara fram verðmælingar vegna desembermælingar vísitölu neysluverðs, en Hagstofan birtir hana fimmtudaginn 22. desember.

Mynd vikunnar

Verðbólga mældist 9,3% í nóvember og hefur lækkað um 0,6 prósentustig síðan hún mældist hæst 9,9% í júlí. Til samanburðar var verðbólgan 5,1% um síðustu áramót. Frá áramótum og þar til í júlí jókst framlag allra fimm meginundirliða til 12 mánaða verðbólgu. Síðan í júlí hefur framlag bensíns, húsnæðis og þjónustu svo minnkað. Það veldur áhyggjum að framlag innfluttra vara (án bensíns) og innlendra vara heldur áfram að hækka. Það skýrist að miklu leyti af veikingu krónunnar á seinni hluta ársins.

Það helsta frá vikunni sem leið

Samkvæmt fyrsta mati Hagstofu Íslands mældist 7,3% hagvöxtur á 3. ársfjórðungi. Þetta er sjötti fjórðungurinn í röð með mjög kröftugum hagvexti. Samsetning vaxtarins var mjög svipuð því sem verið hefur og var hann fyrst og fremst keyrður áfram af ferðaþjónustu. Vöxturinn var kröftugri en við bjuggumst við og hagvöxturinn á fjórða fjórðungi þarf að vera umtalsvert minni en á fyrstu þremur til þess að spá okkar frá því í október um 6,5% hagvöxt yfir árið í heild gangi eftir.

Verðbólgan mældist 9,3% í nóvember, mjög nálægt því sem við áttum von á. Flestir undirliðir hreyfðust svipað og við áttum von á. Það var þó tvennt sem kom á óvart: Matur og drykkjarvörur hækkuðu meira en við áttum von á og húsgögn og heimilisbúnaður lækkuðu óvænt. Við eigum von á að verðbólgan hækki tímabundið upp í 9,5% í desember en lækki svo niður í 8,8% í janúar og fari niður í 8,4% í febrúar.

Afgangur af viðskiptum við útlönd mældist 23,1 ma.kr. á 3. ársfjórðungi. Mikill afgangur af þjónustuviðskiptum, keyrður áfram af ferðaþjónustu, dugði til að vega upp á móti halla á vöruskiptum, þáttatekjum og rekstrarframlögum á fjórðungnum. Fyrstu níu mánuði ársins mældist þó 64,5 ma.kr. halli. Það er næstum útilokað að nægur afgangur mælist á 4. ársfjórðungi til þess að vega upp á móti þessum uppsafnaða halla og því stefnir í halla á viðskiptum við útlönd yfir árið í heild.

Lánamál ríkisins luku útboði ríkisvíxla og skiptiútboði ríkisbréfa, Síminn og Alma íbúðafélag héldu útboð á víxlum, Arion banki seldi víkjandi skuldabréf sem teljast til eiginfjárþáttar 2 og Eik fasteignafélag hélt skuldabréfaútboð.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 5. desember 2022 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Símagreiðsla
17. des. 2024
Kröftug kortavelta í aðdraganda jóla 
Kortavelta landsmanna færist enn í aukana þrátt fyrir hátt vaxtastig. Innlán heimila hafa vaxið og yfirdráttur ekki aukist. Erlendir ferðamenn hér á landi eyða líka þó nokkuð fleiri krónum en á sama tíma í fyrra. 
Greiðsla
16. des. 2024
Munu lægri vextir leiða til meiri neyslu?
Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferlið í október með 25 punkta lækkun og fylgdi því eftir með 50 punkta lækkun í nóvember. Þetta gerði bankinn rétt fyrir mestu neyslutíð ársins, með öllum sínum tilboðsdögum og jólainnkaupum.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
16. des. 2024
Vikubyrjun 16. desember 2024
Í vikunni fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS og vísitölu neysluverðs frá Hagstofunni en við gerum ráð fyrir lítilsháttar hjöðnun verðbólgu úr 4,8% í 4,7%. Um 9,3% fleiri erlendir ferðamenn komu til landsins í nóvember en á sama tíma í fyrra og skráð atvinnuleysi var 0,3 prósentustigum meira en það var í nóvember í fyrra. Seðlabanki Evrópu og Seðlabanki Sviss lækkuðu vexti í síðustu viku og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bandaríkjanna og Englandsbanka í þessari viku.
Ferðamenn á jökli
12. des. 2024
Aldrei fleiri ferðamenn í nóvembermánuði
Um 162.000 ferðamenn komu til landsins í nóvember, samkvæmt talningu ferðamálastofu. Ferðamenn voru 9,3% fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í nóvembermánuði. Gagnavandamál voru áberandi í ár og tölur um fjölda ferðamanna, erlenda kortaveltu og gistinætur útlendinga hafa allar verið endurskoðaðar á árinu.
Flugvél
9. des. 2024
Spáum 4,7% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,35% á milli mánaða í desember og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,7%. Flugfargjöld til útlanda og húsnæðisliðurinn hafa mest áhrif til hækkunar í mánuðinum. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,9% í mars á næsta ári.
9. des. 2024
Vikubyrjun 9. desember 2024
Í vikunni fáum við tölur um fjölda ferðamanna sem komu hingað til lands í nóvember og skráð atvinnuleysi í október. Í síðustu viku birti Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi þar sem í ljós kom að minni afgangur var en á sama tíma í fyrra. Seðlabankinn birti einnig fundargerð peningastefnunefndar sem sýnir að allir nefndarmenn voru sammála um að lækka vexti um 0,5 prósentustig í síðasta mánuði.
Flutningaskip
5. des. 2024
Afgangur á 3. ársfjórðungi, en að öllum líkindum halli á árinu
Afgangur mældist á viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Það var halli á vöruskiptum, frumþáttatekjum og rekstrarframlögum, sem afgangur á þjónustuviðskiptum náði þó að vega upp, enda háannatími ferðaþjónustu. Það sem af er ári mælist samt það mikill halli að nær öruggt er að það mælist halli á árinu í heild.
3. des. 2024
Fréttabréf Greiningardeildar 3. desember 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Sendibifreið og gámar
2. des. 2024
Vikubyrjun 2. desember 2024
Í síðustu viku bárust upplýsingar um að verðbólga hefði lækkaði úr 5,1% niður í 4,5% í nóvember og að landsframleiðslan hefði dregist saman um 0,5% að raunvirði á milli ára á þriðja ársfjórðungi. Í vikunni birtir Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd, fundargerð peningastefnunefndar og yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar.
Lyftari í vöruhúsi
29. nóv. 2024
0,5% samdráttur á þriðja ársfjórðungi
Hagkerfið dróst saman á milli ára á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Verri afkoma þjónustuviðskipta við útlönd skýrir að stórum hluta samdráttinn á fjórðungnum. Innlend eftirspurn jókst um 0,8% milli ára og samneysla og aukin fjármunamyndun vógu þyngst til hækkunar.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur