Vikubyrjun 4. nóvember
Vikan framundan
- Á miðvikudag birtir Seðlabanki Íslands vaxtaákvörðun. Við teljum að peningastefnunefnd Seðlabankans muni halda vöxtum óbreyttum. Samhliða ákvörðuninni verða Peningamál 2019/4 birt. Festi, Heimavellir og Sýn birta árshlutauppgjör. Ferðamálastofa birtir talningu á ferðamönnum um Leifsstöð.
- Á fimmtudaginn birtir Reginn árshlutauppgjör.
Mynd vikunnar
Í nýbirtri þjóðhags- og verðbólguspá okkar fyrir árin 2019-2022 er gert ráð fyrir að landsframleiðsla dragist saman á þessu ári og að hagvöxtur verði neikvæður um 0,4%. Horfur eru á hóflegum efnahagsbata á næstu árum og við búumst við að hagvöxtur á Íslandi verði jákvæður um 2% árið 2020 og heldur meiri á árunum 2021 og 2022. Verðbólga verður nálægt verðbólgumarkmiði Seðlabankans og vextir lágir, samkvæmt spá okkar.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Við birtum nýja verðbólgu- og þjóðhagsspá.
- Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,36% milli mánaða.
- Hagar (uppgjör, fjárfestakynning), Síminn (uppgjör), Arion banki (uppgjör), Íslandsbanki (uppgjör), Icelandair (uppgjör, fjárfestakynning), Eik (uppgjör), Origo (uppgjör) og Sjóvá (uppgjör, fjárfestakynning) birtu árshlutauppgjör.
- Hagstofa Íslands birti einnig þjóðhagsspá.
- Seðlabankinn birti niðurstöður úr könnun á væntingum markaðsaðila.
- Svo virðist sem framboð íbúða í miðborg sé of mikið.
- Seðlabankinn birti glærur frá erindi seðlabankastjóra á hádegisfundi Kviku banka.
- Heildarfjöldi gistinátta dróst saman um 3% milli ára í september.
- Hagstofan birti uppfærðar tölur um vöruviðskipti við útlönd á fyrstu níu mánuðum ársins.
- Þjóðskrá birti samantekt um hverjir áttu viðskipti með íbúðarhúsnæði á 3. ársfjórðungi.
- Lánamál ríkisins luku útboði ríkisvíxla.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Hagtölur 4. nóvember 2019 (PDF)