Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Viku­byrj­un 3. fe­brú­ar 2025

Verðbólga lækkaði á milli mánaða í janúar, úr 4,8% í 4,6%. Við eigum von á að Seðlabankinn lækki vexti um 0,5 prósentustig á miðvikudaginn. Fyrstu uppgjör fyrir árið 2024 komu í síðustu viku, en uppgjörstímabilið heldur áfram í þessari viku.
Seðlabanki Íslands
3. febrúar 2025

Vikan framundan

  • Í dag birtir Eik stjórnendauppgjör og verðbólgutölur verða birtar á evrusvæðinu.
  • Á þriðjudag birtir Eimskip stjórnendauppgjör.
  • Á miðvikudag er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Íslands ásamt útgáfu Peningamála. Við spáum 0,5 prósentustiga lækkun stýrivaxta. Festi birtir einnig uppgjör þennan dag.
  • Á fimmtudag birta Sjóvá og SKEL uppgjör og Englandsbanki tekur ákvörðun um vexti.
  • Á föstudag verða birtar atvinnuleysistölur í Bandaríkjunum.

Mynd vikunnar

Peningastefnunefnd Seðlabankans hittist í vikunni og tilkynnir um vaxtaákvörðun á miðvikudag. Verðbólga var 4,6% núna í desember en var 5,1% þegar peningastefnunefnd hittist síðast, í nóvember, og lækkaði vexti um 0,5 prósentustig. Árshækkun húsnæðiskostnaðar hefur lækkað á þessu tímabili og er það aðalástæða lækkunar verðbólgu á milli funda. Mun minni breyting hefur orðið á öðrum undirliðum, árshækkun á vörum hefur aukist lítillega á meðan árshækkun á þjónustu hefur aðeins lækkað. Aukin verðbólga innlendra og innfluttra vara í janúarmælingunni skýrist að hluta til af því að janúarútsölur í ár voru verri en í fyrra. Líklegt er að peningastefnunefnd muni því horfa fram hjá þeirri hækkun, enda skýrist betur þegar útsölurnar ganga til baka á næstu mánuðum hvort um aukinn undirliggjandi verðþrýsting sé að ræða eða ekki.

Það helsta frá vikunni sem leið

  • Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,27% á milli mánaða í janúar og lækkaði verðbólgan úr 4,8% í 4,6%. Við spáðum örlítið meiri lækkun, 0,32% á milli mánaða. Það sem kom helst á óvart í mælingunni var að janúarútsölur voru ekki eins góðar og við höfðum spáð. Á móti kom að reiknuð húsaleiga lækkaði á milli mánaða í janúar, en við spáðum hækkun. Skammtímaspá okkar gerir nú ráð fyrir að ársverðbólga lækki í 4,2% í febrúar og 3,9% í mars og í apríl. Samkvæmt spánni má gera ráð fyrir að um helmingur af hjöðnun verðbólgu næstu mánuði skýrist af lægra framlagi reiknaðrar húsaleigu, en stórir hækkunarmánuðir í reiknaðri húsaleigu frá því á síðasta ári detta út úr ársverðbólgunni á næstu mánuðum.
  • Seðlabankinn birti niðurstöður úr könnun á væntingum markaðsaðila sem fóru fram í lok janúar. Út frá miðgildi svara má ætla að markaðsaðilar eigi von á að peningastefnunefnd lækki vexti um 0,75 prósentustig á 1. ársfjórðungi, en tvær ákvarðanir eru á fjórðungnum. Um 80% markaðsaðila telja taumhald peningastefnu vera of þétt eða alltof þétt um þessar mundir, sem er aðeins minna hlutfall en í nóvember, þegar 87% voru á þeirri skoðun. Verðbólguvæntingar markaðsaðila breyttust lítið á milli kannana.
  • Gistinóttum fjölgaði um 12,2% á öllum tegundum skráðra gististaða á milli ára í desember, þar af um 13,4% á hótelum. Fyrir árið í heild fækkaði gistinóttum á hótelum og gistiheimilum um 2,1%, úr 6,6 milljónum árið 2023 í 6,4 milljónir 2024. Hagstofan er enn að vinna að endurskoðun á flokkun gistinótta eftir þjóðerni og birtir ekki þá skiptingu að sinni.
  • Í fyrra voru nýskráð fyrirtæki í atvinnurekstri 3.380 sem er fækkun um 4% frá árinu áður. Gjaldþrot í fyrra voru 850 og þeim fækkaði um 30% á milli ára.
  • Halli af vöruviðskiptum mældist 43,8 ma.kr. í desember. Vöruútflutningur var nokkuð kröftugur í desember og jókst um 19,2% á milli ára en sömuleiðis var mikill innflutningur í mánuðinum sem jókst um 29,5% á verðlagi hvers árs.
  • Seðlabanki Bandaríkjanna hélt vöxtum óbreyttum og Seðlabanki Evrópu lækkaði vexti. Báðar ákvarðanir voru í samræmi við væntingar.
  • Landsbankinn og Icelandair (kynning) birtu uppgjör. Reitir birtu stjórnendauppgjör.
  • Orkuveita Reykjavíkur hélt útboð á grænum skuldabréfum og Lánamál ríkisins birtu niðurstöður úr viðbótaráætlun.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 3. febrúar 2025 (PDF)

Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.

Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.

Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.

Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.

Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).
Þú gætir einnig haft áhuga á
Gönguleið
16. apríl 2025
Óljósar horfur í ferðaþjónustu vegna sviptinga í alþjóðasamskiptum
Sviptingar í alþjóðaviðskiptum gætu haft margvísleg áhrif á ferðaþjónustu hér á landi. Tollar gætu rýrt kaupmátt Bandaríkjamanna og haft áhrif á komur þeirra hingað til lands. Auk þess eru merki um að áhugi Evrópubúa á að heimsækja Bandaríkin fari dvínandi, sem gæti haft áhrif hingað heim, enda hafa Evrópubúar gjarnan komið við á Íslandi á leið sinni vestur um haf. Í nýrri hagspá gerum við ráð fyrir samdrætti í ferðaþjónustu á þessu ári, en að hún taki aftur við sér á næstu tveimur árum.
Mynt 100 kr.
14. apríl 2025
Vikubyrjun 14. apríl 2025
Í síðustu viku birtum við hagspá til næstu ára þar sem við spáum 1,4% hagvexti í ár og um 2% hagvexti næstu árin. Ferðamönnum fækkaði um 13,8% milli ára í mars. Skráð atvinnuleysi í mars var 0,4 prósentustigum hærra en í mars í fyrra. Þau tíðindi bárust einnig að skuldabréfaeigendur ÍL-sjóðs hefðu samþykkt að breyta skilmálum bréfanna sem heimilar útgefanda að gera upp bréfin. Í þessari viku birtir svo HMS vísitölu íbúðaverðs og leiguverðs.
Paprika
10. apríl 2025
Spáum 4% verðbólgu í apríl
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,77% á milli mánaða í apríl og að verðbólga hækki úr 3,8% í 4,0%. Hækkunin á milli mánaða skýrist meðal annars af tímasetningu páskanna í ár.
9. apríl 2025
Hagspá til 2027: Ágætis horfur en allt getur breyst
Hagkerfið hefur kólnað eftir kröftugt vaxtarskeið fyrstu árin eftir Covid-faraldurinn og við teljum að nú fari það hægt af stað á ný.
Royal exchange
7. apríl 2025
Vikubyrjun 7. apríl 2025
Í síðustu viku kynnti Bandaríkjaforseti umfangsmikla tolla á allan innflutning til landsins, þ. á m. 10% tolla á vörur frá Íslandi, sem hafa þegar tekið gildi. Fundargerð peningastefnunefndar var birt og þar kemur fram að nefndin taldi svigrúm til 0,25 eða 0,50 prósentustiga vaxtalækkunar við síðustu vaxtaákvörðun. Samkvæmt nýrri ríkisfjármálaáætlun er markmið ríkisstjórnarinnar að tryggja hallalausan ríkisrekstur árið 2027.
1. apríl 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 1. apríl 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Hús í Reykjavík
31. mars 2025
Vikubyrjun 31. mars 2025
Verðbólga lækkaði úr 4,2% í 3,8% í mars. Lækkun á verðbólgu skýrist að langstærstum hluta af því að reiknuð húsaleiga hækkaði minna en í sama mánuði í fyrra. Undirliggjandi verðbólga hjaðnaði líka sem sést á því að VNV án húsnæðis og allar kjarnavísitölur lækkuðu á milli mánaða. Fjármálastöðugleikanefnd telur fjármálakerfið standa traustum fótum en segir mikla óvissu í alþjóðamálum geta reynt á viðnámsþrótt þjóðarbúsins.
27. mars 2025
Verðbólga mælist undir 4%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,37% á milli mánaða í mars, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar úr 4,2% í 3,8% og er komin undir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands, í fyrsta skipti frá því í lok árs 2020. Verðmælingin var nokkuð góð en við teljum að á næstunni hægi á hjöðnuninni.
Fasteignir
24. mars 2025
Vikubyrjun 24. mars 2025
Peningastefnunefnd lækkaði vexti um 0,25 prósentustig á miðvikudaginn í síðustu viku. Ákvörðunin var í takt við væntingar. Vísitala íbúðaverðs hélst nokkurn veginn óbreytt á milli mánaða í febrúar. Til samanburðar hækkaði verðið mun meira í febrúar í fyrra, um tæp 2%. Kortavelta landsmanna innanlands hélt áfram að aukast á milli ára í febrúar en jókst þó aðeins minna en undanfarna mánuði.
Ferðamenn
17. mars 2025
Vikubyrjun 17. mars 2025
Við búumst við að peningastefnunefnd lækki vexti um 0,25 prósentustig á miðvikudaginn. Í síðustu viku fóru fram verðmælingar vegna marsmælingar vísitölu neysluverðs og við spáum því að verðbólga lækki úr 4,2% í 3,9%. Atvinnuleysi var 4,3% í febrúar og hækkaði um 0,4 prósentustig á milli ára. 147 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar, 5,6% færri en í sama mánuði í fyrra.