Vikubyrjun 27. apríl
Vikan framundan
- Á þriðjudag birtir Síminn uppgjör fyrir 1. ársfj.
- Á miðvikudag birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs. Við búumst við lítilli breytingu vísitölunnar milli mánaða. Eik, Festi og Origo birta uppgjör fyrir 1. ársfj.
- Á fimmtudag birtir Hagstofan niðurstöður úr mánaðarlegri vinnumarkaðsrannsókn sinni og talnaefni um gistinætur í mars.
- Icelandair birtir árshlutauppgjör í vikunni.
Mynd vikunnar
Í síðustu viku fór tunnan af West Texas Intermediate (WTI) olíu tímabundið niður fyrir núll. Um er að ræða framvirka samninga um afhendingu olíu í maí. Ólíkt t.d. framvirkum samningum með Brent-norðusjávarolíu eru opnir samningar með WTI ekki gerðir upp miðað við stundarverð heldur er olían afhent í Cushing, Oklahóma. Þegar í ljós kom að allir tankar voru fullir áttu þeir sem voru með opna samninga um að kaupa olíu engan stað til að geyma olíuna og neyddust til að borga með olíunni til þess að komast út úr samningunum.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Seðlabankinn birti fundargerð peningastefnunefndar frá fundi nefndarinnar 2. apríl ásamt uppfærðum sviðsmyndum vegna Covid-19 faraldursins.
- Seðlabankinn tilkynnti að hann mun hefja kaup á ríkisskuldabréfum í maí.
- Íbúðaverð var nær óbreytt milli mánaða í mars.
- Viðskiptum með íbúðahúsnæði fjölgaði milli ára í mars.
- Atvinnuleysi hefur aldrei verið hærra hér á landi.
- S&P lækkaði lánshæfismat viðskiptabankanna.
- Aðalfundur Landsbankans ákvað að greiða ekki arð í ár, aðalfundur Festa ákvað að fresta arðgreiðslu í ár, aðalfundur Landsvirkjunar ákvað að greiða 10 ma.kr. í arð í ár.
- Marel (uppgjör, fjárfestakynning) birti uppgjör fyrir 1F.
- Icelandair Group tilkynnti um frekari aðgerðir vegna Covid-19 faraldursins.
- Reitir sendi frá sér tilkynningu um áhrif Covid-19 á félagið.
- Ríkisstjórnin tilkynnti um framhaldsaðgerðir vegna heimsfaraldurs Covid-19.
- Hagstofan birti skammtímavísa ferðaþjónustu.
- Hagstofan birti einnig tilraunatölfræði um vöruviðskipti, andlát eftir vikum og eldsneytissölu.
- Vinnumálastofnun opnaði mælaborð vegna minnkaðs starfshlutfalls.
- Hagdeild HMS birti mánaðarskýrslu.
- Landsbankinn lauk útboði á sértryggðum skuldabréfum, Íslandsbanki lauk einnig útboði á sértryggðum skuldabréfum og Orkuveita Reykjavíkur seldi skuldabréf.